Yfir sumartímann flæðir vatn niður gljúfur og kletta á plánetunni Mars. Þetta segja vísindamenn hjá NASA, geimvísindastofnun Bandaríkjanna. Uppgötvunin eykur líkurnar á því að einhvers konar líf geti þrifist þar, hefur breska blaðið Guardian eftir Michael Meyer, yfirmanni hjá NASA.
„Það er vatn í fljótandi formi í dag á yfirborði Mars,“ sagði Meyer við Guardian. „Vegna þessa, grunar okkur að það sé að minnsta kosti mögulegt að hafa lífvænlegt umhverfi þar í dag.“
Það er enn óljóst hvaðan vatnið kemur. Það gæti hafa komið úr andrúmsloftinu eða jörðinni, eða bæði.
Nú fer fram blaðamannafundur þar sem NASA kynnir uppgötvanir sínar, sem horfa má á í spilaranum hér að neðan.
https://youtu.be/MDb3UZPoTpc