Nautakjöt hækkað mest – íslenskir kúabændur anna ekki eftirspurn

Dutch.Cow-.Shutterstock.jpg
Auglýsing

Nauta­kjöt hefur hækkað lang­mest allra kjöt­teg­unda á síð­ustu tólf mán­uð­um, sam­kvæmt mán­að­ar­legum mæl­ingum Hag­stof­unnar á ýmsum vöru­teg­undum og þjón­ustu. Á meðan nauta­kjöt hefur hækkað um nær átta pró­sent hefur lamba­kjöt hækkað um 1,4 pró­sent og svína­kjöt lækkað um rúm tvö pró­sent. Eins og kunn­ugt er hefur verð­bólga á þessu tíma­bili, það er almenn hækkun verð­lags, verið afar lág eða aðeins 0,8 pró­sent.

Ónægt fram­boð á inn­lendu nauta­kjöti og álagðir tollar á inn­flutt nauta­kjöt ýta undir verð­hækk­an­ir.

Auglýsing


Á sama tíma hafa íslenskir kúa­bændur átt í mestu erf­ið­leikum með að anna eft­ir­spurn neyt­enda. Fram­leiðsla á nauta­kjöti, það er slátrun kálfa, ung­nauta og kúa, dróst saman um heil 14,4 pró­sent milli áranna 2013 og 2014. Í fyrra voru fram­leidd tæp­lega 3,5 tonn af nauta­kjöti sam­an­borið við tæp­lega 4,1 tonn árið 2013.Til þess að svara eft­ir­spurn neyt­enda hafa stjórn­völd tví­vegis gefið út reglu­gerð um úthlutun á opnum toll­kvóta nauta­kjöts, fyrst í upp­hafi árs 2014 og aftur síð­ast­liðið haust. Það þýðir að leyfi­legt hefur verið að flytja inn erlent nauta­kjöt til lands­ins. Álagðir tollar á hvert inn­flutt kíló nema á bil­inu 225 krónum til 658 krónum.Baldur Helgi Benja­míns­son, fram­kvæmda­stjóri Lands­sam­bands Kúa­bænda, skrif­aði um stöðu mála á vef­síðu sam­bands­ins í febr­úar síð­ast­liðnum. Þar kemur fram að á grund­velli þess­ara reglu­gerða hafi 1.047 tonn af nauta­kjöti verið flutt til lands­ins. Að stærstum hluta hafi það verið í formi hakk­efn­is, eða 752 tonn en einnig 111 tonn af lund­um, tæp 80 tonn af hryggvöðvun og rúm 86 tonn af lær­vöðvð­um. Af því megi áætla að hlut­deild inn­flutts nauta­kjöts á mark­aði sé um 25 til 30 pró­sent.

Óbreytt verð til bænda frá sumri

Baldur Helgi segir í sam­tali við Kjarn­ann að nauta­kjöts­verð til bænda hafi verið óbreytt frá því í júní 2014. Á sama tíma hafi smá­sölu­verð á nauta­kjöti hækkað um 4,6 pró­sent. „Hækkun á smá­sölu­verði nauta­kjöts und­an­farna mán­uði rennur því annað en til bænda,“ segir hann.Hann að sam­bandið hafi að vonum áhyggjur af því að ekki tak­ist að sinna vax­andi mark­aði með inn­lendri fram­leiðslu. Til þess að svo megi verða þurfi bændur öfl­ugri og hag­kvæm­ari naut­gripi.„Þrátt fyrir að horfur séu á að fram­leiðslan auk­ist á næstu miss­erum, er ljóst að sú aukn­ing þarf að vera mjög mikil til að mæta þeirri ört vax­andi eft­ir­spurn sem á sér stað hér á landi. Það er því brýnna en nokkru sinni, að til­lögur Lands­sam­bands kúa­bænda um efl­ingu holda­nauta­bú­skapar nái fram að ganga svo fljótt sem auðið er. Það er bjarg­föst skoðun sam­tak­anna að í honum felist tæki­færi til auk­innar verð­mæta­sköp­unar í íslenskum land­bún­aði. Betri afkoma, aukin fjár­fest­inga­geta og meiri arð­semi eru einnig grund­vallar for­sendur fyrir auk­inn­i ­nauta­kjöts­fram­leiðslu. Heild­ar­hags­mun­ir land­bún­að­ar­ins fel­ast í því að sinna inn­lendum mark­aði með hag­kvæmri, inn­lendri búvöru­fram­leiðslu,“ segir Baldur Helgi í pistl­inum á vef­síðu sam­bands­ins.ferd-til-fjar_bordi

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Gunnarsson
Samtök eldri borgara ráðalaus eða hvað?
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar.
Neitar að hafa brotið trúnað og segir „kostulegt“ að ráðuneytið geri athugasemdir
Helga Vala Helgadóttir telur sig ekki hafa brotið trúnað með því að ræða um efnisatriði sem komu fram á lokuðum nefndarfundi í sjónvarpsviðtali. Hún segir stöðu hjúkrunarheimila of alvarlega fyrir „pólitíska leiki.“
Kjarninn 2. mars 2021
Áréttar að það sé „salur til rannsóknar en ekki ráðherra“
Símtöl dómsmálaráðherra til lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins voru rædd í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Áslaug sagði símtölin ekki skráningarskyld þar sem hún hefði hringt til að afla sér upplýsinga en ekki í formlegum erindagjörðum.
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar Alþingis.
Heilbrigðisráðuneytið gerir „alvarlegar athugasemdir“ við orð Helgu Völu
Heilbrigðisráðuneytið telur að málflutningur formanns velferðarnefndar í frétt RÚV um Sjúkratryggingar Íslands í gærkvöldi hafi verið ógætilegur og að trúnaðar um það sem fram fór á lokuðum nefndarfundi hafi ekki verið gætt.
Kjarninn 2. mars 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir nauðsynlegt að ræða áhrif launabreytinga á verðbólgu
Hvaðan kemur verðbólgan?
Verðbólga hér á landi mælist nú í rúmum fjórum prósentum og hefur ekki verið jafnmikil í rúm sjö ár. Hvað veldur þessari miklu hækkun?
Kjarninn 2. mars 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.
Segir það vekja furðu hvernig stjórnmálamenn og fjölmiðlar „hamast á dómsmálaráðherra“
Hreinn Loftsson segir dómsmálaráðherra ekki hafa gert neitt rangt þegar hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag vegna Ásmundarsalsmálsins. Fjölmiðlar hafi ekki virt helgifrið og heimtað svör frá ráðherranum.
Kjarninn 2. mars 2021
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Sósíalistaflokkurinn hefur aldrei mælst stærri í könnunum Gallup
Stjórnarflokkarnir hafa saman tapað fylgi á kjörtímabilinu en eru við það að geta endurnýjað samstarfið, samkvæmt könnunum, standi vilji þeirra til þess. Þrír stjórnarandstöðuflokkar hafa styrkt stöðu sína á kjörtímabilinu en tveir veikst.
Kjarninn 2. mars 2021
Guðmundur Ingi var kjörinn varaformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs árið 2019.
Tveir keppast um oddvitasæti VG í Kraganum
Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur tilkynnt að hann stefni á oddvitasætið í Suðvesturkjördæmi. Nú þegar hefur Ólafur Þór Gunnarsson tilkynnt að hann vilji fyrsta sætið.
Kjarninn 2. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None