Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra sagði frá því í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag að hún stefni á að leggja fram tímasetta verkáætlun vegna fyrirhugaðs nefndarstarfs sem varðar sjávarútvegsmál fyrir lok þessa mánaðar. Hún segist þeirrar skoðunar að fleiri en færri í þjóðfélaginu vilji sjá „meira réttlæti“ en það upplifi varðandi sjávarútvegskerfið í dag.
Þetta kom fram í svörum Svandísar við fyrirspurn Halldórs Auðar Svanssonar, sem í dag tók sæti á þingi fyrir Pírata í fyrsta skipti sem varaþingmaður. Halldór Auðar spurði út í það hvenær stæði til að skipa þá nefnd um sjávarútvegsmál sem fjallað er um í stjórnarsáttmála og hvernig störfum þessarar nefndar yrði háttað.
Hann lýsti á sama tíma yfir áhyggjum af því að þarna væri verið að „útvista pólitískum ákvörðunum í nefnd sem fengi mjög óljós og opin fyrirmæli“ sökum þess að stjórnarflokkarnir væru mjög ósammála um málaflokkinn.
Sem áður segir sagðist Svandís horfa til þess að leggja fram tímasetta verkáætlun fyrir nefndina áður en febrúarmánuður er á enda, en hún sagðist einnig þeirrar skoðunar að þessi nefnd ætti ekki að fá eitt tröllaukið verkefni í fangið, heldur væri um að ræða fleiri en eitt verkefni í hennar huga sem þó tengist órofa böndum, þar sem það þurfi að hafa yfirsýn yfir það hvernig fyrir sjávarútveginum væri komið.
„Ég tel að það sé ekki ráð að fara í einhverja tröllaukna nefndaskipan sem fær allan tímann í heiminum til að setja fram einhverja stórbrotna lausn á þessu verkefni. Ég held það sé miklu frekar þannig að þetta séu fleiri verkefni, þau séu af mismunandi stærðargráðu,“ sagði Svandís.
Sem áður segir sagðist Svandís horfa til þess að leggja fram tímasetta verkáætlun fyrir nefndina áður en febrúarmánuður er á enda, en hún sagðist einnig þeirrar skoðunar að þessi nefnd ætti ekki að fá eitt tröllaukið verkefni í fangið, heldur væri um að ræða fleiri en eitt verkefni í hennar huga sem þó tengist órofa böndum, þar sem það þurfi að hafa yfirsýn yfir það hvernig fyrir sjávarútveginum væri komið.
„Ég tel að það sé ekki ráð að fara í einhverja tröllaukna nefndaskipan sem fær allan tímann í heiminum til að setja fram einhverja stórbrotna lausn á þessu verkefni. Ég held það sé miklu frekar þannig að þetta séu fleiri verkefni, þau séu af mismunandi stærðargráðu,“ sagði Svandís.
„Sátt hverra?“
Er Halldór Auðar steig í ræðustól öðru sinni sagðist hann áfram hafa efasemdir um að þessi nefnd væri ekki að fara leysa þau pólitísku viðfangsefni sem fyrir liggja og að það hefði hann merkt á máli ráðherra.
„Sennilega er hún að fara að vinna í einhvern tíma og koma með einhverskonar kortlagningu, sviðsmyndagreiningu sem nýta má til upplýsingagjafar og bakgrunnsvinnu, en svo taka við stærri spurningar sem eru pólitískar í eðli sínu og er tekist á um. Hugtakið sátt, hvað þýðir það? Sátt hverra? Það verður ekki hjá því komist að einhverskonar afstaða sé tekin,“ sagði Halldór Auðar.
Svandís játti því að það væri „stórt sagt“ þegar talað væri „um sátt í svona stórum málaflokki og ekki síst þegar um er að ræða viðvarandi ágreining í samfélaginu, sem hún nefndi að væri „vel dreginn upp í þáttunum um Verbúðina,“ sem Halldór Auðar hafði áður gert að umtalsefni.
„Ég er samt algjörlega sannfærð um það það eru fleiri en færri í þessu samfélagi sem vilji meira réttlæti og vilja meiri sanngirni en fólk upplifir í kerfinu eins og það er. Sumt af því er hægt að leysa með því að auka gagnsæi og tryggja að þau viðmið sem sannarlega eru fyrir hendi í lögum í dag séu virt,“ sagði matvælaráðherra.