Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir umdeildar breytingar á rammaáætlun, sem hafa sett Alþingi á hliðina og gert þingið nánast óstarfhæft, tengjast stöðunni á vinnumarkaði.
Í sjónvarpsfréttum RÚV klukkan tíu í fyrrakvöld sagði Sigmundur Davíð: „Tengist henni vegna þess að til að hægt sé að verða við verulegum kröfum um launahækkanir og væntingum um áframhaldandi kaupmáttaraukningu þurfum við að halda áfram að auka verðmætasköpun í landinu. Þar strandar býsna margt á orkuöfluninni.“
Hér er pæling. Þarf ekki einhver nauðsynlega að pikka létt í öxlina á forsætisráðherra og upplýsa hann um að nú sé árið 2015?
Auglýsing