amazon.jpg
Auglýsing

Verslun á net­inu hefur tekið mik­inn kipp á Íslandi, ef marka má könnun Hag­stof­unnar á net­notkun lands­manna árið 2014. Um 67 pró­sent net­not­enda höfðu verslað á net­inu á síð­ustu 12 mán­uð­um, sam­an­borið við 57,6 pró­sent árið áður.

Hag­stofan birti á föstu­dag skýrslu um tölvu- og net­notkun á Íslandi og í öðrum Evr­ópu­löndum 2014. Sem fyrr er Ísland nettengdasta þjóð álf­urnn­ar. Í fyrra töld­ust 98,2 pró­sent íbúa til „net­not­enda“, það eru þeir ein­stak­lingar sem hafa notað inter­netið á síð­ustu þremur mán­uð­um.

Auglýsing


Fjöldi þeirra sem versla varn­ing og þjón­ustu í gegnum netið hefur farið vax­andi á und­an­förnum árum. Árið 2010 var hlut­fall þeirra sem versl­uðu á net­inu undir 50 pró­sent allra net­not­enda en var sem fyrr segir um 67 pró­sent á síð­asta ári.Net­verslun hefur auk­ist meðal flestra ald­urs­hópa, en þó minna eftir því sem fólk er eldra. Fólk á aldr­inum 25 ára til 34 ára er dug­leg­astur við að kaupa varn­ing og þjón­ustu á net­inu.Af ein­stökum vörum og þjón­ustu þá er algeng­ast að net­not­endur versli aðgöngu­miða á við­burði. Alls höfðu 75% þeirra sem höfðu verslað á net­inu á síð­ustu tólf mán­uðum keypt miða á við­burði. Þá keyptu fleiri tón­list og kvik­myndir í gegnum inter­net­ið, og hafa veitur á borð við Net­flix og Spotify þar vafa­laust áhrif. Á mynd­inni hér að ofan má sjá hversu stórt hlut­fall þeirra sem versla á net­inu hafa keypt til­tekin varn­ing eða þjón­ustu og breyt­ingar milli ára.Nokkuð jafnt hlut­fall er á milli kaupa frá Banda­ríkj­unum ann­ars vegar og löndum Evr­ópu­sam­bands­ins hins veg­ar. Athygl­is­vert er að skoða þró­un­ina á kaupum frá fyr­ir­tækjum utan Banda­ríkj­anna og ESB, en verslun þaðan um það bil tvö­fald­að­ist milli áranna 2013 og 2014. Í skýrslu Hag­stof­unnar er ekki skýrt hverju sæt­ir, en til dæmis gæti frí­versl­un­ar­samn­ingur milli Íslands og Kína haft áhrif.Kjarn­inn og Stofnun um fjár­mála­læsi hafa tekið höndum saman og munu fjalla ítar­lega um heim­il­is­fjár­mál sam­hliða þátt­unum Ferð til fjár, sem sýndir verða á RÚV næstu vik­ur. Mark­mið­ið: Að stuðla að betra fjár­mála­læsi hjá lands­mönn­um! Næsti þáttur er á dag­skrá fimmtu­dag­inn 29. jan­ú­ar. Fylgstu með á Face­book-­síðu Ferð til fjár.

ferd-til-fjar_bordi

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hlaðvarp, vísanir inn á Hringbraut og myndbönd grundvöllur milljarðakröfu Sýnar
Fyrrverandi eigendur þeirra miðla sem mynduðu einu sinni fjölmiðlasamsteypuna 365 hefur tekist að selja þá frá sér fyrir milljarða króna á síðustu árum. Nýir eigendur hafa lent í rekstrarerfiðleikum með miðlana.
Kjarninn 29. febrúar 2020
Aukning í byggingu dýrra íbúða átti sinn þátt í aukinni fjármunamyndun.
Fjármunamyndun í húsnæði ekki hærri síðan árið 2007
Alls jókst fjármunamyndun í íbúðarhúsnæði um 167 milljarða króna á árinu 2019 þrátt fyrir að dregið hafi verulega úr hækkun húsnæðisverðs. Nýjar íbúðir á markaði, margar hverjar í dýrari kantinum, og hagstæðari skilyrði til niðurgreiðslu lána skiptu máli.
Kjarninn 29. febrúar 2020
Eigið fé Landsvirkjunar aukist um 34 milljarða á þremur árum
Samanlagt eigið fé þriggja stærstu ríkisfyrirtækjanna nemur nú um 700,7 milljörðum króna.
Kjarninn 28. febrúar 2020
EVE Fanfest frestað vegna COVID-19 veirunnar
Hátíðin hefur verið lykilatburður í markaðsstarfi CCP undanfarin ár.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Stefán Jón Hafstein
Elliðaárdalur: Góð tillaga
Kjarninn 28. febrúar 2020
Þórður Snær og Magnús Halldórsson
Þórður Snær og Magnús tilnefndir til Blaðamannaverðlauna Íslands
Dómnefnd Blaðamannaverðlauna hefur ákveðið tilnefningar sínar í öllum fjórum flokkum verðlaunanna en þau verða afhent eftir viku.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Fyrsta tilfelli COVID-19 kórónuveiru greinist á Íslandi
Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýju kórónuveirunni, COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Skipa sérstakan stýrihóp um samfélagsleg og hagræn viðbrögð við Covid-19 veirunni
Stýrihópurinn mun leggja mat á stöðuna og nauðsynleg samfélagsleg og efnahagsleg viðbrögð á hverjum tíma.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None