Bandaríska stórblaðið The New York Times fjallaði um nýja stuttskífu íslensku hljómsveitarinnar Vök, sem ber heitir „Tension“, á vef sínum um helgina. Í umfjöllun blaðsins segir að sannarlega sé hægt að sjá líkindi með Vök og bresku hljomsveitinni The XX, sem fékk meðal annars hin eftirsóttu Mercury tónlistarverðlaun fyrir frumraun sína sem kom út árið 2009. Plata The XX var auk þess í efsta sæti hjá The Guardian það árið yfir plötur ársins og í öðru sæti hjá NME.
Vök, sem sigraði Músiktilraunir árið 2012, gaf út fimm laga stuttskífu í Bandaríkjunum hjá MuseBox útgáfunni í síðasta mánuði. Tvö laganna eru á ensku en þrjú á Íslensku. Í umfjöllun The New York Times segir að Vök deili hægu tempói, hvíslandi kennkyns söngkonu, bassalínum og dauprlegum spurningum í textum sínum með The XX. Vök skeri sig hins vegar frá með stærri hljóðheim þar sem saxófónn, hljóðgervlar, bakraddarsöngur og ýmislegu öðru er laumað inn.
Margrét Rán Magnúsdóttir, söngkona og helsti lagahöfundurinn í Vök, var í ítarlegu viðtali við Kjarnann í febrúar síðastliðnum.
Vök: Tension:
https://www.youtube.com/watch?v=218sAgRn5Kc