Norðlenska kaupir fasteignir Vísis á Húsavík

nordl.jpg
Auglýsing

Kjötvinnslufyrirtækið Norðlenska hefur keypt allar fasteignir útgerðarfélagsins Vísis hf. á Húsavík. Um er að ræða frystigeymslur og vinnslusal fyrirtækisins, skrifstofur, gistiheimili og geymslur, alls um 5 þúsund fermetra. Þetta kemur fram í tilkynningu sem Sigmundur Ófeigsson, framkvæmdastjóri Norðlenska, og Pétur Hafsteinn Pálsson, forstjóri Vísis, eru skrifaðir fyrir en samkomulag vegna viðskiptanna var undirritað í dag. Heiðrún Jónsdóttir, stjórnarformaður Norðlenska, og Pétur Hafsteinn gengu frá samkomulaginu í dag (sjá mynd).

Ákvörðun um sölu fasteignanna var tekin í kjölfar ákvörðunar Vísis um að flytja starfsemi sína frá Húsavík til Grindavíkur, en forsvarsmenn Vísis lögðu áherslu á að áfram yrði atvinnurekstur í húsnæðinu, og hófust viðræður við Norðlenska fljótlega eftir að ákvörðun um flutning lá fyrir. Eins og fram hefur komið var ákvörðun Vísis um flutning á starfsemi til Grindavíkur, einnig á Þingeyri og Djúpavogi, íbúum mikið áfall og var mótmælt harðlega.

„Með kaupunum mætir Norðlenska þörf fyrirtækisins fyrir aukið frystirými á Húsavík en um leið skapast tækifæri fyrir frekari starfsemi fyrirtækisins á staðnum sem verða tekin til skoðunar á næstu vikum og mánuðum. Starfsmannastjóri Norðlenska mun í framhaldi af kaupunum ræða við þá starfsmenn sem ekki þáðu störf hjá Vísi í Grindavík um möguleika þeirra til vinnu hjá félaginu“ segir í tilkynningu frá Norðlenska vegna kaupanna.

Auglýsing

Norðlenska er eitt stærsta og öflugasta framleiðslufyrirtæki landsins á sviði kjötvöru. Fyrirtækið er með starfsstöðvar á Akureyri, Húsavík, í Reykjavík og á Höfn í Hornafirði. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru á Akureyri en þar er einnig stórgripasláturhús og kjötvinnsla. Á Húsavík er sauðfjársláturhús og kjötvinnsla. Fyrirtækið er ennfremur með söluskrifstofu á höfuðborgarsvæðinu og sauðfjársláturhús á Höfn.

Hjá Norðlenska eru um 190 heilsársstörf, þar af eru 45 heilsársstörf á Húsavík.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ljóð til styrktar Konukoti og Frú Ragnheiði
Safnar er fyrir ljóðabókinni „Skugga mæra – skjáskot af jaðrinum“ á Karolina Fund.
Kjarninn 13. júní 2021
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Alvotech tapaði ellefu milljörðum króna í fyrra
Lyfjafyrirtækið Alvotech dró verulega úr tapi sínu í fyrra með að nýta yfirfæranlegt skattalegt tap. Eiginfjárstaða félagsins batnaði mikið, aðallega vegna breytinga á skuldum við tengda aðila.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Ormur Halldórsson
Stóra skákin – Átökin í kringum Kína
Kjarninn 13. júní 2021
Vladímír Pútín, forseti Rússlands, tekur í höndina á Joe Biden, þáverandi varaforseta Bandaríkjanna, í Moskvu fyrir tíu árum síðan.
Af hverju vilja Rússar alltaf vera í vörn?
Bandaríkjamenn og Rússar reyna nú að koma samskiptum ríkjanna í samt lag. Rússnesk stjórnvöld hafa þó lítinn áhuga á því að Rússland verði lýðræðissamfélag eftir höfði Vesturlanda – styrkur þess liggi í að vera óútreiknanlegt herveldi.
Kjarninn 13. júní 2021
Pigekoret, stúlknakór danska ríkisútvarpsins, með núverandi kórstjóra.
Skuggar fortíðar í stúlknakórnum
Michael Bojesen, einn þekktasti hljómsveitarstjóri Danmerkur og núverandi forstjóri Malmö óperunnar er kominn í ótímabundið leyfi. Ástæðan er frásagnir stúlkna sem voru í Stúlknakór danska útvarpsins undir hans stjórn frá 2001 – 2010.
Kjarninn 13. júní 2021
Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir.
Jón og Bryndís í öðru og þriðja sæti
Jón Gunnarsson endaði í öðru sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi og Bryndís Haraldsdóttir í því þriðja. 80 prósent kjósenda settu Bjarna Benediktsson í fyrsta sætið.
Kjarninn 13. júní 2021
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra fékk 82 prósent atkvæða í fyrsta sætið í prófkjörinu, samkvæmt fyrstu tölum.
Bjarni, Jón og Bryndís efst samkvæmt fyrstu tölum
Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Bjarni Benediktsson, Jón Gunnarsson og Bryndís Haraldsdóttir skipa þrjú efstu sætin nú þegar tæpur þriðjungur atkvæða hefur verið talinn.
Kjarninn 12. júní 2021
Kári Árnason
Einkareknar forvarnir
Kjarninn 12. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None