Norðlenska kaupir fasteignir Vísis á Húsavík

nordl.jpg
Auglýsing

Kjöt­vinnslu­fyr­ir­tækið Norð­lenska hefur keypt allar fast­eignir útgerð­ar­fé­lags­ins Vísis hf. á Húsa­vík. Um er að ræða frysti­geymslur og vinnslu­sal fyr­ir­tæk­is­ins, skrif­stof­ur, gisti­heim­ili og geymsl­ur, alls um 5 þús­und fer­metra. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu sem ­Sig­mundur Ófeigs­son, fram­kvæmda­stjóri Norð­lenska, og Pétur Haf­steinn Páls­son, for­stjóri Vís­is, eru skrif­aðir fyrir en sam­komu­lag vegna við­skipt­anna var und­ir­ritað í dag. Heiðrún Jóns­dótt­ir, stjórn­ar­for­maður Norð­lenska, og Pétur Haf­steinn gengu frá sam­komu­lag­inu í dag (sjá mynd).

Ákvörðun um sölu fast­eign­anna var tekin í kjöl­far ákvörð­unar Vísis um að flytja starf­semi sína frá Húsa­vík til Grinda­vík­ur, en for­svars­menn Vísis lögðu áherslu á að áfram yrði atvinnu­rekstur í hús­næð­inu, og hófust við­ræður við Norð­lenska fljót­lega eftir að ákvörðun um flutn­ing lá fyr­ir. Eins og fram hefur komið var ákvörðun Vísis um flutn­ing á starf­semi til Grinda­vík­ur, einnig á Þing­eyri og Djúpa­vogi, íbúum mikið áfall og var mót­mælt harð­lega.

„Með kaup­unum mætir Norð­lenska þörf fyr­ir­tæk­is­ins fyrir aukið frysti­rými á Húsa­vík en um leið skap­ast tæki­færi fyrir frek­ari starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins á staðnum sem verða tekin til skoð­unar á næstu vikum og mán­uð­um. Starfs­manna­stjóri Norð­lenska mun í fram­haldi af kaup­unum ræða við þá starfs­menn sem ekki þáðu störf hjá Vísi í Grinda­vík um mögu­leika þeirra til vinnu hjá félag­inu“ segir í til­kynn­ingu frá Norð­lenska vegna kaupanna.

Auglýsing

Norð­lenska er eitt stærsta og öfl­ug­asta fram­leiðslu­fyr­ir­tæki lands­ins á sviði kjöt­vöru. Fyr­ir­tækið er með starfs­stöðvar á Akur­eyri, Húsa­vík, í Reykja­vík og á Höfn í Horna­firði. Höf­uð­stöðvar fyr­ir­tæk­is­ins eru á Akur­eyri en þar er einnig stór­gripa­slát­ur­hús og kjöt­vinnsla. Á Húsa­vík er sauð­fjár­slát­ur­hús og kjöt­vinnsla. Fyr­ir­tækið er enn­fremur með sölu­skrif­stofu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og sauð­fjár­slát­ur­hús á Höfn.

Hjá Norð­lenska eru um 190 heils­árs­störf, þar af eru 45 heils­árs­störf á Húsa­vík.

Fimm fjölmiðlamenn með yfir milljón á mánuði á RÚV
Egill Helgason var tekjuhæsti fjölmiðlamaðurinn á RÚV á síðasta ári en þar á eftir kemur Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Tryggvi Felixson
Norrænt samstarf – öflugt eða orðin tóm?
Kjarninn 20. ágúst 2019
Ásakar Samtök atvinnulífsins um valdarán
Formaður VR vill að atvinnurekendur víki úr stjórnum lífeyrissjóða þar sem þeir vilji hafa sjóðina út af fyrir sig „svo hægt sé að halda braskinu áfram með peninga og fjármuni launafólks.“
Kjarninn 20. ágúst 2019
Eigendur Aton.JL. Frá vinstri: Agnar Tr. Lemacks, Ingvar Sverrisson, Viggó Örn Jónsson og Huginn Freyr Þorsteinsson.
Jónsson & Le’macks og Aton sameinast
Ráðgjafarfyrirtækið Aton og auglýsingastofan Jónsson & Le‘macks hafa nú sameinast undir nafninu Aton.JL.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Sýn ofmat tekjur sínar og vanmat kostnað við útsendingu miðla
Sýn sendi frá sér afkomuviðvörun í dag. Tekjur 2019 verða tæplega 400 milljónum krónum lægri en áætlað var. Félagið mun kynna stefnumótun til framtíðar samhliða næsta uppgjöri sínu, sem birt verður í næstu viku.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna.
Undirbúa mótmæli vegna komu Pence
Samtök hernaðarandstæðinga boða til opins fundar þar sem skipulögð verða mótmæli vegna heimsóknar Mike Pence, varaforseta Bandaríkjanna til landsins.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir
Fyrirtækjarekstur, Secret Solstice, samgöngustyrkir og Hinsegin dagar
Kjarninn 20. ágúst 2019
Björn Ingi Hrafnsson.
Björn Ingi segir kyrrsetningu hafa valdið sér fjártjóni og vandræðum
Ritstjóri Viljans segir að íþyngjandi og óréttmæt kyrrsetning eigna hans sé ástæða fjárhagsvandræða sem hann hafi átt við. Hann býst við að tjón sitt verði bætt af hinu opinbera.
Kjarninn 20. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None