Notuðu olíu þegar hún var ódýrari árið 2016

Árið 2016 notuðu flestar loðnubræðslur hérlendis olíu í stað rafmagns, þar sem hún var ódýrari á þeim tíma. Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar segir að bræðslur fyrirtækisins myndu hins vegar ekki taka slíka ákvörðun núna.

Fiskimjölsverksmiðja SVN í Neskaupstað, eins og flestar aðrar fiskimjölsverksmiðjur landsins, keyrðu á olíu í upphafi árs 2016, þar sem það var hagkvæmara. Forstjóri SVN segir að það yrði ekki gert aftur.
Fiskimjölsverksmiðja SVN í Neskaupstað, eins og flestar aðrar fiskimjölsverksmiðjur landsins, keyrðu á olíu í upphafi árs 2016, þar sem það var hagkvæmara. Forstjóri SVN segir að það yrði ekki gert aftur.
Auglýsing

Flestar fiski­mjöls­verk­smiðjur hér á landi not­uðu olíu í stað raf­magns til bræðslu á fyrstu mán­uðum árs­ins 2016 til að draga úr kostn­aði, þrátt fyrir að staðið hafði til boða að nota raf­magn. Sam­kvæmt Gunn­þóri Ingva­syni, fram­kvæmda­stjóra Síld­ar­vinnsl­unn­ar, hafa verk­smiðjur í þeirra eigu ekki notað olíu síðan þá, þrátt fyrir að hún sé á köflum ódýr­ari en raf­orka.

Myndi ekki skipta í olíu aftur

Í sam­tali við Kjarn­ann segir Gunn­þór verk­smiðjur fyr­ir­tæk­is­ins hafa notað olíu árið 2016, þar sem samn­ingar við Lands­virkjun voru í upp­námi og verið var að hækka taxt­ann á raf­magni, á sama tíma og olíu­verð voru lág.

„Menn fóru yfir í olíu að hluta en síðan var gert sam­komu­lag við Lands­virkjun og síðan hefur verið keyrt á raf­orku þegar hún hefur verið í boði. Þrátt fyrir að á köflum hafi olía verið hag­stæð­ari út frá fjár­hags­legum sjón­ar­miðum hefur ekki verið skipt yfir olíu, enda er raf­orkan endu­nýj­an­leg inn­lend orka,“ bætti hann við

Aðspurður hvort Síld­ar­vinnslan myndi aftur skipta yfir í olíu vegna fjár­hags­sjón­ar­miða þegar raf­magn er í boði svarar hann því neit­andi og segir fleiri sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki í dag kjósa að sleppa olíu þegar mögu­legt er.

Notað sem rök gegn styrk­ingu kerf­is­ins

Fram kemur í umsögn Orku nátt­úr­unnar (ON) um kerf­is­á­ætlun Lands­nets frá árinu 2017 að fiski­mjöls­verk­smiðjur hafi frekar kosið olíu heldur en raf­magn sem orku­gjafa til að bræða loðnu frá jan­úar til apríl árinu fyrr til að draga úr kostn­aði.

Ákvörðun verk­smiðj­anna um að nota olíu frekar en raf­magn þegar fyrri orku­kost­ur­inn var ódýr­ari var nefnd sem ein af ástæð­unum fyrir því að fjár­fest­ingar til að auka flutn­ings­getu til þeirra yrði ef til vill ekki arð­bær í umsögn ON. Hinar ástæð­urnar voru þær að orku­magnið sem þær not­uðu væri sveiflu­kennt og að tím­inn sem þær full­nýttu eigið afl væri stutt­ur.

Myndu vænt­an­lega borga meira fyrir raf­ork­una

Sam­kvæmt ON er olía stað­göngu­vara raf­orku fyrir þessa not­endur og talin hag­stæð­ari kost­ur­inn ef verð hennar fer undir 80 Banda­ríkja­dali á hverja tunnu. „Kæmi slíkt til­felli upp mætti segja að styrk­ing kerfis hefði haft þær afleið­ingar að það stæði ónotað vegna mik­ils kostn­að­ar,“ segir í umsögn­inni.

Auglýsing

Olíu­verð hefur verið undir 80 Banda­ríkja­dölum á síð­ustu sjö árum, ef frá eru taldir nokkrir dagar í lok októ­ber og byrjun nóv­em­ber í ár. Þessa stund­ina stendur alþjóð­legt verð á olíu í 70 dölum á tunnu, en það mæld­ist í kringum 100 dali á tunnu frá 2011 til 2014.

Þörf Lands­nets á að bjóða skerð­an­legan flutn­ing myndi hverfa ef raf­orku­flutn­ings­kerfið yrði styrkt til muna, sam­kvæmt umsögn ON. Hins vegar bætir stofn­unin við að fiski­mjöls­verk­smiðjur og aðrir sem hafa keypt skerð­an­legan flutn­ing á lægra verði yrðu þá vænt­an­lega að greiða fullt almennt verð fyrir flutn­ing­inn, sem auki hætt­una á að þær kjósi aftur að kynda ofn­ana sína með olíu í auknum mæli.

Hörður Arn­ar­son, for­stjóri Lands­virkj­un­ar, sagði í aðsendri grein í Morg­un­blað­inu í fyrra­dag að það blasi við að raf­væð­ing fiski­mjöls­verk­smiðj­anna séu ein­hver hag­kvæm­ustu orku­skipti sem mögu­leg eru. „Verk­smiðj­urnar eru að reyna að hætta brennslu tug­millj­óna lítra af olíu á hverri ver­tíð. Vissu­lega er breyti­leg orku­notkun þeirra áskor­un, en hana má leysa og okkur ber skylda til þess að taka þátt í þeim orku­skipt­u­m,“ bætir hann við.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir ofsagróða stórútgerða hafa ruðningsáhrif – „Þjóðin fær ekki réttlátan hlut í arðinum“
Þingmaður Samfylkingarinnar spurði matvælaráðherra á þingi i dag hvort hún hygðist leggja fram frumvarp um breytingar á lögum sem vinna gegn samþjöppun í sjávarútveginum. Ráðherrann telur mikilvægt að grafast fyrir um þessi mál.
Kjarninn 16. maí 2022
Anna Sigríður Jóhannsdóttir
„Með hækkandi sól“
Kjarninn 16. maí 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Ítreka stuðning við ákvörðun Finnlands og Svíþjóðar að sækja um aðild að NATO
Forsætisráðherrar Íslands, Danmerkur og Noregs hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segja að ríkin muni aðstoða Finnland og Svíþjóð með öllum ráðum verði öryggi þeirra ógnað áður en aðild að Atlantshafsbandalaginu gengur í gildi.
Kjarninn 16. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ fékk fjóra bæjarfulltrúa kjörna í svietarstjórnakosningum um helgina og er í lykilstöðu við myndun meirihluta.
Framsóknarflokkur sagður horfa til samstarfs með öðrum en Sjálfstæðisflokki í Mosfellsbæ
Samkvæmt heimildum Kjarnans telur Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ niðurstöður kosninganna ákall frá kjósendum um að binda enda á stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins. Þetta er í fyrsta sinn í rúm 50 ár sem flokkurinn er ekki sá stærsti í bænum.
Kjarninn 16. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa útilokar ekki meirihlutasamstarf við Sjálfstæðisflokk og Framsókn
Þótt þrír af flokkunum sem standa að fráfarandi meirihluta ætli að fylgjast að í komandi viðræðum útilokar oddviti Viðreisnar og eini borgarfulltrúi þess flokks ekki að mynda annars konar meirihluta. Það opnar glufu fyrir Sjálfstæðisflokkinn að völdum.
Kjarninn 16. maí 2022
BJörgunarmenn að störfum í Durban eftir gríðarleg flóð.
Hamfarir í Suður-Afríku tvöfalt líklegri vegna loftslagsbreytinga
Ef veðurfar væri svipað nú og það var fyrir iðnbyltingu myndu hamfarir á borð við þær sem kostuðu 435 manneskjur lífið í Suður-Afríku í apríl eiga sér stað á 40 ára fresti en ekki einu sinni á hverjum tuttugu árum.
Kjarninn 16. maí 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, skrifar undir umsögnina ásamt aðalhagfræðingi samtakanna.
Samtök iðnaðarins vilja framlengja milljarða króna endurgreiðslur vegna byggingavinnu
Þegar kórónuveirufaraldurinn skall á voru endurgreiðslur vegna „Allir vinna“ átaksins hækkaðar upp í 100 prósent. Á tæpum tveimur árum kostaði það ríkissjóð 16,5 milljarða króna í tekjum sem voru ekki innheimtar.
Kjarninn 16. maí 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – iPod lagður til grafar
Kjarninn 16. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent