Nova stefnir á markað í byrjun sumars – Nýir hluthafar eignast 36 prósent

Nýir hluthafar hafa eignast um 36 prósenta hlut í fjarskiptafélaginu Nova, sem ætlar sér inn á aðalmarkað Kauphallar fyrir mitt ár. Trúnaður ríkir um verðið sem greitt var fyrir rúmlega þriðjungshlut í félaginu.

Margrét Tryggvadóttir er forstjóri Nova.
Margrét Tryggvadóttir er forstjóri Nova.
Auglýsing

Fjar­skipta­fyr­ir­tækið Nova stefnir á skrán­ingu á aðal­markað Kaup­hall­ar­innar á fyrri helm­ingi árs­ins og segir frá því í frétta­til­kynn­ingu í dag að und­ir­bún­ingur að skrán­ingu sé haf­inn. Félagið hefur gengið frá hluta­fjár­aukn­ingu, sem ætlað er að styðja við fram­tíð­ar­vöxt félags­ins og áfram­hald­andi fjár­fest­ingar „svo félagið við­haldi for­skoti sínu í fram­úr­skar­andi þjón­ustu til við­skipta­vina sinna.“

Sam­hliða hluta­fjár­aukn­ing­unni hafa núver­andi hlut­hafar selt hluta af eign sinni í félag­inu og eign­ast nýir hlut­hafar um 36 pró­sent hlut í félag­inu. Í til­kynn­ingu segir að meðal nýrra hlut­hafa séu sjóðir í rekstri Stefn­is, Íslands­sjóða og Lands­bréfa.

Mar­grét Tryggva­dóttir for­stjóri Nova segir aðspurð í sam­tali við Kjarn­ann að trún­aður ríki um kaup­verð þeirra hluta sem nýverið hafa verið seldir og að ekki sé mögu­legt að fá hlut­haf­alista félags­ins afhentan strax, en í til­kynn­ingu Nova segir að hlut­haf­alisti ásamt árs­reikn­ingi og ítar­legri fjár­hags­upp­lýs­ingum verði birtur í aðdrag­anda útboðs­ins.

Spennt fyrir skrán­ingu

Í til­kynn­ing­unni frá Nova er haft eftir Mar­gréti að vel heppnuð mark­aðs­setn­ing, góð þjón­usta og for­ysta í inn­leið­ingu nýj­ustu tækni hafi skilað Nova sterkri mark­aðs­hlut­deild og ánægðum og tryggum við­skipta­vin­um.

Auglýsing

„Allir þessir þættir ásamt ein­stökum hópi starfs­fólks hefur skilað félag­inu miklum ávinn­ingi og tekju­vexti und­an­farin ár. Við fögnum því að fá góðan lið­styrk inní eig­enda­hóp­inn og erum spennt fyrir því að stíga það skref að skrá félagið á mark­að. Með skrán­ingu félags­ins fjölgar tæki­færum fjár­festa til að koma að upp­bygg­ingu fjar­skipta­inn­viða á Ísland­i,“ er einnig haft eftir Mar­gréti í til­kynn­ingu félags­ins.

Fjár­fest­inga­fé­lagið Pt Capital, sem er með höf­uð­stöðvar sínar í Alaska í Banda­ríkj­un­um, er stærsti eig­andi Nova. Hugh Short, for­stjóri Pt Capi­tal og stjórn­ar­for­maður Nova, segir ánægju ríkja með nýja hlut­hafa. Í til­kynn­ingu Nova er haft eftir Short að Pt Capi­tal og Nova hlakki til að vinna með nýjum hlut­höfum í átt að frek­ari vaxt­ar­tæki­færum og til að styðja við skrán­ingu á mark­að.

„Nova hefur sýnt stöðugan vöxt á fjar­skipta­mark­aði og hefur náð sterkri mark­aðs­hlut­deild þar. Okkar stefna er að virkir inn­viðir fjar­skipta­kerfis okkar séu í eigu Nova. Fyr­ir­tækið stefnir á fram­hald­andi vöxt og frek­ari stuðn­ing við upp­bygg­ingu á 5G fjar­skipta­kerf­i,“ er einnig haft eftir Short.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent