Netflix missir óvænt flugið

Mettun markaðar, verðbólga, verðhækkanir, aukin samkeppni og stríð eru þættir sem Netflix gat átt von á en ekki að þeir yrðu á dagskrá allir á sama tíma.

netflix
Auglýsing

Við opnun mark­aða á Wall Street í morgun lækk­aði virði streym­isveit­unnar Net­flix um heil 26 pró­sent. For­svars­menn fyr­ir­tæk­is­ins höfðu þá nýlega til­kynnt að í stað þess að fá 2,5 milljón nýja áskrif­endur á fyrsta árs­fjórð­ungi líkt og áætl­anir gerðu ráð fyr­ir, var um 200 þús­und áskriftum sagt upp. Að auki töp­uð­ust um 700 þús­und áskrif­endur er Net­flix ákvað að loka fyrir þjón­ustu sína í Rúss­landi eftir inn­rás­ina í Úkra­ínu.

Þetta er í fyrsta sinn í ára­tug sem áskrif­endum fækkar hjá streym­isveit­unni og er því nú spáð að þeim muni halda áfram að fækka, jafn­vel um 2 millj­ónir til við­bót­ar, á yfir­stand­andi árs­fjórð­ungi.

Og það jafn­vel þótt að þátt­araðir sem beðið hefur verið með mik­illi eft­ir­vænt­ingu verði senn á dag­skrá, m.a. næstu ser­íur af Stranger Things og Ozark.

Auglýsing

Við­brögð Net­flix eru m.a. þau að bjóða upp á nýja og ódýr­ari áskrift­ar­leið – þar sem aug­lýs­ingar verða birt­ar. Svip­aðar leiðir eru farnar hjá helstu sam­keppn­is­að­il­un­um, HBO Max og Dis­ney+.

Reed Hastings, for­stjóri Net­fl­ix, seg­ist alla tíð hafa verið mót­fall­inn því að hafa aug­lýs­ingar í streym­isveit­unni. Hann hafi viljað hafa áskrift að Net­flix ein­falda og þægi­lega. En nú hafa tím­arnir breyst og það hratt.

Áhrif stríðs­ins í Úkra­ínu á alþjóða hag­kerf­ið, m.a. með auk­inni verð­bólgu og verð­hækk­unum á nauð­synja­vörum, verða sífellt meiri og aug­ljós­ari og er staða Net­flix ein birt­ing­ar­mynd þess. Hins vegar hefur fleira komið til s.s. aukin sam­keppni. Þá hafði kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn, sem Net­flix græddi á á meðan heims­byggðin var stödd í honum miðjum með útgöngu­banni og ein­angr­un­ar­vist, efna­hags­legar afleið­ing­ar. Vöru­fram­leiðsla tafð­ist og flutn­ingar vara sömu­leið­is. Þetta hökkt í keðj­unni, eins og það hefur stundum verið kall­að, átti hins vegar að jafna sig á nokkrum mán­uð­um. Inn­rás Rússa í Úkra­ínu hefur hins vegar sett allt í upp­nám.

Auka árásir í austri

Stríðið í Úkra­ínu hefur staðið í 55 daga. Mann­fall er mikið og Rússar herja nú á aust­ur­hluta lands­ins sem aldrei fyrr. Ástandið er einnig hrika­legt í borg­inni Mar­íu­pol sem Rússar eru með í her­kví. Þeir hafa gefið úkra­ínska hernum frest til morg­uns til að gef­ast upp í bar­átt­unni um borg­ina.

BBC greindi frá því í morgun að svo virð­ist sem Rússar hafi náð yfir­hönd­inni í borgum í austri sem næstar eru landa­mærum þeirra. Herir þeirra hafa hins vegar dregið sig frá höf­uð­borg­inni Kænu­garði og norð­ur­hluta Úkra­ínu. Miklum her­styrk er því nú beitt í austri og segj­ast Rússar hafa ráð­ist á yfir þús­und hern­að­ar­leg skot­mörk í nótt.

Millj­ónir hafa flúið Úkra­ínu og ljóst að margir eiga þangað ekki aft­ur­kvæmt í nán­ustu fram­tíð enda borgir og bæir rústir að hluta.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Benjamín Þorbergsson og Sólveig Anna Jónsdóttir.
Segir óbilgirnis- og harðlínustefnu hafa verið innleidda eftir að Halldór Benjamín tók við SA
Formaður Eflingar segir atvinnurekendur hafa verið hrifna af baráttulatri verkalýðsforystu. Í Icelandair-málinu hafi ASÍ ekki bara leyst gerendur undan grófu ásettningsbroti heldur opnað á að fyrirtækið fengi umbun í formi fjárfestingar úr lífeyrissjóðum.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sveinn Runólfsson og Andrés Arnalds
Hernaður Skógræktarinnar gegn náttúru Íslands
Kjarninn 18. ágúst 2022
Alls eru nú 665 börn sem verða 12 mánaða eða eldri þann 1. september á biðlista eftir plássi á leikskólum í Reykjavík.
Kynntu sex aðgerðir til að flýta innritun barna á leikskóla
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag aðgerðaáætlun í sex liðum, sem ætluð er til þess að flýta innritun barna á leikskóla. Foreldrar ungra barna hafa sett mikinn þrýsting á borgarfulltrúa sökum þess að útgefnar áætlanir hafa ekki staðist.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og fékk fyrir það um 3,9 milljónir króna á mánuði í fyrra.
Best launuðu hagsmunaverðirnir með hátt í fjórar milljónir króna á mánuði í fyrra
Framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka sjávarútvegsfyrirtækja trónir á toppnum yfir þá hagsmunaverði sem voru með hæstu launin í fyrra. Laun stjórnenda hagsmunasamtaka eru miklu hærri en laun þeirra sem fara fyrir verkalýðsforystunni.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rigningarvatn flæðir niður stiga á neðanjarðarlestarstöð í París í gær.
Himnarnir opnuðust – Mánaðarúrkoma féll á rúmum klukkutíma
Frakkar hafa líkt og fleiri íbúar á meginlandi Evrópu glímt við fordæmalausa hita og þurrka síðustu vikur og mánuði. Nú hefur orðið stórkostleg breyting þar á.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent