Íslensk karlalandslið hafa undanfarið fengið að vera miðpunktar athyglinnar á Íslandi. Landsliðin í fótbolta og körfubolta hafa staðið sig gríðarlega vel og eru vel að þeim stuðningi sem þau hafa fengið komin.
Nú er komið að konunum, því að á morgun mun kvennalandsliðið í fótbolta vonandi hefja sína vegferð á næsta Evrópumót. Þær hafa sýnt það áður að þær geta komið sér á stórmót. Leikurinn við Hvít-Rússa annað kvöld er eini heimaleikurinn í mótinu á þessu ári og eina tækifærið til að sýna þeim stuðning í verki. Stelpurnar okkar eiga sannarlega skilinn allan þann stuðning sem strákaliðin hafa fengið undanfarið. Áfram stelpur!
Pæling dagsins er hluti af daglegum fréttapósti Kjarnans, þar sem farið er yfir það helsta í innlendum og erlendum fréttum. Í pælingu dagsins er athyglisverðum hlutum velt upp.
Fréttapóstur Kjarnans kemur í pósthólfið þitt á hverjum morgni.