Ný heimildamynd um Vísindakirkjuna hlaðin hneykslismálum

h_99399671-1.jpg
Auglýsing

Heim­ilda­myndin „Going Cle­ar: Sci­entology and the Pri­son of Beli­ef“ sem fjallar um Vís­inda­kirkj­una var frum­sýnd á Sund­ance kvik­mynda­há­tíð­inni á sunnu­dag­inn. Myndin verður tekin til sýn­inga á HBO sjón­varps­stöð­inni í mars, en í henni er rætt við marga fyrr­ver­andi hátt­setta með­limi Vís­inda­kirkj­unn­ar.

Margir hafa beðið spenntir eftir að berja mynd­ina aug­um, og ekki minnk­aði eft­ir­vænt­ingin þegar frétt­ist af því að HBO hefði ráðið um 160 lög­fræð­inga til að rýna í mynd­ina fyrir frum­sýn­ingu henn­ar, til að forð­ast lög­sókn­ir. Svo ugg­andi er Vís­inda­kirkjan yfir við­brögðum almenn­ings við mynd­inni að hún keypti heil­síðu­aug­lýs­ingu í dag­blað­inu New York Times á dög­un­um, þar sem trú­verð­ug­leiki mynd­ar­innar er dreg­inn í efa og leik­stjór­inn gagn­rýndur fyrir að gefa kirkj­unni ekki nægi­legt tæki­færi til að svara fyrir sig.

Heim­ilda­myndin er byggð á sam­nefndri bók eftir Pulitz­er-verð­launa­hafann Lawrence Wright, en bókin olli miklu fjaðrafoki þegar hún kom út árið 2013. Leik­stjóri mynd­ar­innar er Alex Gib­ney sem er gríð­ar­lega afkasta­mik­ill kvik­mynda­gerð­ar­maður á sviði heim­ilda­mynda. Gib­ney ­skrif­að­i og leik­stýrð­i ­meðal ann­ars heim­ilda­mynd­inni um Enron, og hlaut ósk­arsverð­launin árið 2009 sem fram­leið­andi að heim­ilda­mynd­inni „Taxi to the Dark Side“ sem hann leik­stýrði einnig en myndin fjallar um pynt­ingar Banda­ríkja­hers á föngum í Afganistan, Írak og Gúant­anamó fanga­búð­un­um.

Auglýsing

Hvert hneyksl­is­málið á fætur öðru



Gestir á frum­sýn­ingu mynd­ar­innar á Sund­ance kvik­mynda­há­tíð­inni á sunnu­dag­inn, risu upp úr sætum og hylltu leik­stjóra mynd­ar­innar með dynj­andi lófa­klappi eftir að henni lauk. Nú ber­ast fréttir af þeim hneyksl­is­málum sem mynd­in ku vera nokkuð rík af. Frétta­mið­ill­inn Business Insider greinir frá nokkrum þeirra. 

Sam­kvæmt  blaða­manni The Daily Beast, sem var við­staddur frum­sýn­ingu heim­ilda­mynd­ar­innar á sunnu­dag­inn, kemur fram í mynd­inn­i hvernig Vís­inda­kirkjan neyddi kvik­mynda­stjörn­una Tom Cru­ise til að skilja við þáver­andi eig­in­kon­una sína, kvik­mynda­stjörn­una Nicole Kid­m­an. Í mynd­inni segir Marty Rat­hbun, sem var um tíma næst hátt­sett­asti maður Vís­inda­kirkj­unn­ar, hvernig honum var falið af kirkj­unni að stuðla að skiln­aði kvik­mynda­stjarn­anna.

Vís­inda­kirkj­unni fannst stafa ógn af Kid­man og hafði áhyggjur af því að hún hefði óæski­leg áhrif á Cru­ise sem var og hefur verið einn áhrifa­mesti tals­maður kirkj­unnar út á við. Þá hafði kirkjan áhyggjur af áhrifum Kid­man á Cru­ise, þar sem faðir hennar starfar sem sál­fræð­ingur en Vís­inda­kirkjan er ­mik­ill and­stæð­ingur sál­fræði og geð­lækn­inga. Í mynd­inni er greint frá þeim fjöl­mörgu aðferðum sem kirkjan beitti til að skilja að Cru­ise og Kid­man, sem leiddi til þess að parið skildi árið 2001. Þá er greint frá því í mynd­inni hvernig ætt­leidd börn hjón­anna voru heila­þvegin af Vís­inda­kirkj­unni til að snúa þeim gegn Kid­man og tryggja Cru­ise for­ræðið yfir þeim.

John Tra­volta kúg­aður til fylgni



Vís­inda­kirkjan hefur frá stofnun lagt mikið upp úr því að fá stór­stjörnur til liðs við sig. Í heim­ilda­mynd­inni kemur fram til hvaða aðferða kirkjan grípur til að halda stjörn­unum innan sinna vébanda.

Vísindakirkjan hefur víst vitneskju um svæsnustu leyndarmál John Travolta og hefur hótað honum að opinbera þau gangi hann úr kirkjunni. Vís­inda­kirkjan hefur víst vit­neskju um svæsn­ustu leynd­ar­mál John Tra­volta og hefur hótað honum að opin­bera þau gangi hann úr söfn­uð­in­um.

Sam­kvæmt umfjöllun frétta­mið­ils­ins The Vult­ure er tölu­vert fjallað um tengsl Vís­inda­kirkj­unnar við kvik­mynda­stjörn­una John Tra­volta, sem er annað krúnu­djásn kirkj­unnar ásamt áður­nefndum Tom Cru­ise. Í heim­ilda­mynd­inni er sagt frá því hvernig Vís­inda­kirkjan kúgar John Tra­volta til fylgni við sig með því að hóta honum að gera ella opin­ber fjöl­mörg leynd­ar­mál sem Tra­volta hefur trúað kirkj­unni fyr­ir.

Vís­inda­kirkjan komst yfir leynd­ar­mál Tra­volta með svo­kall­aðri „and­legri end­ur­skoð­un“ þar sem sókn­ar­börn segja frá öllum sínum dýpstu leynd­ar­málum sem kirkjan skrá­setur og notar svo til að veita við­kom­andi „hvatn­ing­u.“

Sam­kvæmt fleiri heim­ildum er sömu­leiðis fjallað um það marg­vís­lega lík­am­lega og and­lega ofbeldi sem Vís­inda­kirkjan beitir með­limi sína í mynd­inni, og hvernig kirkjan hefur sankað að sér hátt í millj­arð Banda­ríkja­dala á und­an­förnum árum.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent
None