Ný stjórn sameinaðs banka Straums fjárfestingabanka og MP banka, undir nafn hins síðarnefnda, var skipuð á hluthafafundi í dag. Þorsteinn Pálsson var kosinn stjórnarformaður en hann var áður formaður stjórnar MP banka. Finnur Reyr Stefánsson, sem var stjórnarformaður Straums, verður varaformaður stjórnar.
Stjórnarmönnum var fjölgað úr fimm í sjö. Aðrir í nýskipaðri stjórn eru Inga Björg Hjaltadóttir og Skúli Mogensen, sem sátu fyrir í stjórn MP banka, og Kristín Guðmundsdóttir, Jónas Hagan Guðmundsson og Þórunn Pálsdóttir.
Hluthafar í bönkunum tveimur samþykktu í síðustu viku tillögu stjórna um samruna félaganna. Fyrir liggur samþykki bæði Samkeppniseftirlitsins og Fjármálaeftirlitsins. Bankarnir sameinast undir kennitölu MP banka í dag.