Nýjar vélar Flugfélags Íslands voru kyrrsettar af SAS 2007

bombardier_flugvel.jpg
Auglýsing

Flug­fé­lag Íslands­ ­tekur um þessar mundir á móti þremur not­uðum Bombar­dier Dash 8-Q400 flug­vélum sem SAS kyrr­setti árið 2007 eftir vanda­mál með lend­ing­ar­búnað vél­anna. Flug­fé­lag Íslands festi kaup á vél­unum í mars, eins og Kjarn­inn greindi frá.

Vél­arnar þrjár eru keyptar í stað Fokker 50-­flota Flug­fé­lags Íslands, dótt­ur­fé­lags Icelanda­ir, en þær vélar hafa sinnt áætl­un­ar­flugi félags­ins inn­an­lands og flugi til Græn­lands síðan fyrsta vélin kom hingað til lands 1992. Áætlað er að allar fimm Fokker-­vél­arnar verði teknir úr áætl­un­ar­flugi um miðjan mars, þó nákvæm dag­setn­ing liggi ekki fyr­ir. Vél­arnar fimm eru allar til sölu.

Árni Gunn­ars­son, fram­kvæmda­stjóri Flug­fé­lags Íslands, seg­ist ekki hafa áhyggur af bil­unum í nýju vél­unum enda hafi við­halds­að­ferðum SAS verið um að kenna að þrjár vélar flug­fé­lags­ins hafi lent í slys­um.

Auglýsing

Bombar­di­er-­vél­arnar hafa und­an­farið verið í þjón­ustu Air Niug­ini í Papúa Nýju-Gíneu í Suð­vest­ur­-­Kyrra­hafi og kaupir Flug­fé­lagið þær það­an. Air Niug­ini er einn af stærstu við­skipta­vinum Icelandair Group en Loft­leiðir hafa leigt þangað vélar í þónokkur ár og hafa íslenskir flug­virkjar unnið með papúska flug­fé­lag­inu.

„Við höfum mjög góða reynslu af Bombar­di­er-­vél­um; höfum rekið minni Bombar­di­er-­vélar í tíu ár,“ segir Árni. „Það er ekk­ert sem við höfum sér­stakar áhyggjur af út af þessu. Svona vélar eru í notkun um allan heim og auð­vitað koma óhöpp fyrir á þessum vélum eins og öðr­um. Það er ekk­ert við þessar vélar sem er afbrygði­legt eða eitt­hvað sem óeðli­legt getur talist.“

Árni segir flug­fé­lagið vera í nokkuð góðum málum með þessar nýju vél­ar. „Það er mjög mikil þekk­ing á rekstri Air Niug­ini og við­halds­málum þar innan Icelandair Group. Við erum búin að fá afhentar tvær af þessum vélum og þriðja kemur um mán­að­ar­mót­in. Þær fara svo í inn­leið­ing­ar­ferli þar sem þær eru aðlag­aðar að okkar kröf­um.“

Sé litið lengra í flug­sögu þess­ara Bombar­di­er-­véla má sjá að SAS flaug þeim þar til í októ­ber 2007. Alls átti SAS 27 svona vélar en síðan þær voru kyrr­settar hefur engin slík sinnt áætl­un­ar­flugi skand­in­av­íska flug­fé­lags­ins. Allar vél­arnar voru í kjöl­farið seld­ar.

sas_bombardier_danmork_2

„Vanda­málið sem SAS barð­ist við átti ein­göngu við flug­fé­lagið SAS. Það kom í ljós að þetta hafði með það að gera hvernig þeir stóðu að við­halds­málum á þeim tíma. Þetta var bara inn­an­húss­vanda­mál hjá þeim. Það var eng­inn annar flug­rek­andi sem lenti í sam­bæri­legum vand­ræð­u­m,“ segir Árni og bendir á að vél­arnar sem Flug­fé­lag Íslands kaupir nú séu ekki þær sem lentu í þessum óhöpp­um. Vél­arnar sem koma hingað hafi verið í rekstri síðan þær fóru frá SAS, bæði í Evr­ópu og Asíu.

Ein þess­ara þriggja Bombar­di­er-­véla sem Flug­fé­lag Íslands hefur fest kaup á mun sinna áætl­un­ar­flugi fyrir Icelandair til Skotlands. „Ein af þessum vélum verður stað­sett í Kefla­vík og mun byrja í mars á næsta ári að fljúga inn í leið­ar­kerfi Icelandair fjórum sinnum í viku til Aber­deen.“

Vöxtur Icelandair á und­an­förnum árum hefur ein­göngu átt sér stað með einni stærð flug­véla. Nú ráð­gerir flug­fé­lagið að leigja tvær stærri far­þega­þotur með vor­inu 2016 og fljúga þeim í leið­ar­kerfi félags­ins. Um leið verður Bombar­di­er-­vél Flug­fé­lags Íslands flogið reglu­lega til Aber­deen. Árni segir Icelandair vera þannig að auka breidd sína í sæta­fram­boði.

Vand­ræði SAS með hjóla­bún­að­innSlys í lend­ingu á Kaup­manna­hafn­ar­flug­velli laug­ar­dag­inn 27. októ­ber 2007 varð til þess að vél­arnar voru kyrr­sett­ar. Stuttu eftir að vélin á Kastr­up­flug­velli lenti gaf hjóla­bún­aður vél­ar­innar eftir og hún skaut­aði á mag­anum eftir flug­braut­inni. Áður höfðu áhafnir Bombar­di­er-­véla SAS lent í vand­ræðum með lend­ing­ar­bún­að, en þó aldrei með svo alvar­legum afleið­ing­um. Á innan við tveimur mán­uðum urðu þrjú óhöpp sem rekja mátti til bil­unar í hjóla­bún­aði Bombar­di­er-­vél­anna.

Flug­mála­yf­ir­völd í Dan­mörku vör­uðu SAS við árið 2004 að alvar­legur galli væri á vél­unum sem gætu haft í för með sér að væng­hlutar gæfu sig með þeim afleið­ingum að flug­menn­irnir misstu stjórn á vél­inni. SAS við­hafð­ist ekk­ert og flaug vél­unum til árs­ins 2007. Það var ekki fyrr en árið 2008 að SAS uppgvötaði að aðvör­unin hafði týnst í tölvu­kerfi félags­ins.

SAS er þó ekki eina flug­fé­lagið sem hefur lent í vand­ræðum með hjóla­búnað véla af þess­ari gerð. Síð­asta bilun hjóla­bún­aðar í Bombar­dier Dash 8-vél var 7. nóv­em­ber í fyrra þegar vél Air Canada þurfti að nauð­lenda því flug­mað­ur­inn hafði tekið eftir vand­ræðum í flug­taki. Hann hélt að aðeins væri um sprungið dekk að ræða en við lend­ingu gaf hjóla­bún­að­ur­inn hægra megin eftir með þeim afleið­ingum að hreyfill­inn lenti í jörð­inni og spað­arnir brot­uðu af. Einn spaði hreyf­ils­ins stakkst í gegnum glugga á skrokki vél­ar­innar og slas­aði eina mann­eskju.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stilla úr auglýsingunni.
Ögrandi reiðhjólaauglýsing sem hnýtir í bílaframleiðendur bönnuð í Frakklandi
Auglýsing hollenska rafhjólaframleiðandans VanMoof fær ekki að birtast í frönsku sjónvarpi. Hún þykir koma óorði á bílaframleiðendur á ósanngjarnan hátt og valda kvíða hjá áhorfendum, sem er bannað þar í landi.
Kjarninn 1. júlí 2020
Gísli Sigurgeirsson
Ríkið á ekki að bjarga ferðaiðnaðinum
Kjarninn 1. júlí 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Glatað að þykjast sýna ábyrgð með því að kvarta
„En þetta mun auðvitað ekki virka ef við sýnum ekki ábyrgð,“ segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn um framkvæmd hólfaskiptingar á samkomum fleiri en 500 manna sem margar kvartanir hafa borist vegna.
Kjarninn 1. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Fólk búsett hér fari í sóttkví eftir komu til landsins
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vill að fólk búsett hér sem kemur til landsins fari áfram í sýnatöku við landamærin en fari svo í sóttkví. Því verði svo boðið upp á aðra sýnatöku eftir 4-5 daga. Hann mun leggja þetta vinnulag til við ráðherra.
Kjarninn 1. júlí 2020
Lagt er til í frumvarpsdrögum að stjórnarskrárbreytingum að forseti megi einungis sitja tvö sex ára kjörtímabil að hámarki.
Lagt til að forseti megi aðeins sitja í 12 ár á Bessastöðum
Forseti Íslands má ekki sitja lengur en tvö sex ára kjörtímabil að hámarki, verði frumvarpsdrög um stjórnarskrárbreytingar sem lögð hafa verið fram til kynningar fram að ganga. Lagt er til að mælt verði fyrir um þingræði í stjórnarskránni.
Kjarninn 1. júlí 2020
Stóru bankarnir reknir með tapi í tvö ár og virði útlána þeirra gæti rýrnað um 210 milljarða
Seðlabanki Íslands segir að kerfislega mikilvægu viðskiptabankarnir þrír séu með nægilega góða eiginfjár- og lausafjárstöðu til að geta staðist það álag sem muni fylgja yfirstandandi kreppu. Ljóst sé þó að þeir verði reknir í tapi á næstunni.
Kjarninn 1. júlí 2020
Ævar Pálmi Pálmason er yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Ævar Pálmi: Búið að ná utan um hópsmitið
Yfirmaður smitrakningarteymis almannavarna segir að búið sé að ná utan um hópsmitið sem hér kom upp fyrir nokkrum dögum. Teymið telur sig hafa komið öllum sem þurfa í sóttkví, alls yfir 400 manns.
Kjarninn 1. júlí 2020
Virkum smitum fækkar – fólki í sóttkví fjölgar
Töluverð hreyfing er á fjölda þeirra sem þurfa að vera í sóttkví vegna smita sem hér hafa greinst síðustu daga. Yfir tvö þúsund sýni voru tekin á Íslandi í gær.
Kjarninn 1. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None