Nýr fjölmiðill lítur dagsins ljós á mánudaginn

Von er á nýjum vefmiðli sem mun leggja áherslu „á dýpt og gæði í efnisvali“ eftir helgi. Hann hefur ekki verið skráður hjá Fjölmiðlanefnd og því liggur ekkert fyrir um eignarhald né hverjir skipa ritstjórn hans.

24 Mynd: Skjáskot
Auglýsing

Nýr frétta- og mann­lífs­mið­ill 24 – Þínar fréttir mun hefja göngu sína næst­kom­andi mánu­dag, 11. októ­ber. Mið­ill­inn mun leggja áherslu „á dýpt og gæði í efn­isvali“.

Þetta má sjá á vef­síðu mið­ils­ins sem er kom­inn í loft­ið. Þar kemur fram að fjöl­mið­ill­inn bjóði upp á „öfluga rann­sókn­ar­blaða­mennsku, beittar grein­ar, áhuga­verð við­töl, umfjöllun um stjórn­mál, menn­ingu og heilsu“.

Fjöl­miðlum á Íslandi ber að skrá sig hjá Fjöl­miðla­nefnd, sem ann­ast eft­ir­lit með skrán­ing­ar­skyldu, veitir leyfi til hljóð- og mynd­miðl­unar og tryggir að lög­boðnar upp­lýs­ingar um allar fjöl­miðla­veitur séu til stað­ar.

Auglýsing
Tilkynna þarf um starf­semi fjöl­miðla­veitu til nefnd­ar­innar áður en hún hefst. Á meðal þeirra upp­lýs­inga sem þarf að veita Fjöl­miðla­nefnd eru upp­lýs­ingar um eign­ar­hald á miðl­in­um, hverjir fyr­ir­svars­menn hans og ábyrgð­ar­menn eru, hver rit­stjórn­ar­stefnan er auk þess sem miðlar þurfa að setja sér reglur um rit­stjórn­ar­legt sjálf­stæði. Þær upp­lýs­ingar eru svo birtar á heima­síðu Fjöl­miðla­nefnd­ar.

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans hefur nýi mið­ill­inn, 24, enn ekki verið skráður hjá Fjöl­miðla­nefnd.

Sam­kvæmt skrán­ing­ar­skír­teini léns­ins www.24.is er rétt­hafi þess ein­stak­lingur sem er skráður með NIC-auð­kennið KKG20-­IS. Sami ein­stak­lingur greiddi fyrir notkun á lén­inu.

Upp­fært 13. októ­ber 2021:

Í frétta­til­kynn­ingu um nýjan fjöl­mið­il, 24.is, kemur fram að rit­stjóri hans sé Krist­jón Kor­mákur Guð­jóns­son. Aðrir stofn­endur eru Tómas Val­geirs­son, Sunna Rós Víð­is­dóttir og Guð­bjarni Trausta­son, en sá síð­ast­nefndi er fram­kvæmda­stjóri útgáf­unn­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Bolsonaro ásakaður um glæpi gegn mannkyni vegna viðbragða sinna við COVID-19
Rekja má dauða um 300 þúsund Brasilíumanna til stefnu forsetans í faraldrinum. Ríkisstjórnin hunsaði yfir 100 tölvupósta frá Pfizer, leyfði veirunni að breiðast út meðal frumbyggja og forsetinn hvatti til fjöldasamkoma er sjúkrahúsin voru að fyllast.
Kjarninn 20. október 2021
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum
Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 20. október 2021
Hrafn Magnússon
Slæmur viðsnúningur í lífeyriskerfinu
Kjarninn 20. október 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
Kjarninn 20. október 2021
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári
Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.
Kjarninn 20. október 2021
Allir stóru bankarnir búnir að hækka íbúðalánavexti og heimilin borga meira
Rúmlega helmingur allra sem eru með íbúðalán á Íslandi eru með óverðtryggð lán. Stór hluti þeirra lána er á breytilegum vöxtum og afborganir þeirra hafa hækkað í takti við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði.
Kjarninn 20. október 2021
Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Fólk gekk inn og út úr talningarsal á meðan yfirkjörstjórn „brá sér frá“
Á öryggismyndavélum, sem vakta tvo innganga þar sem kjörgögn Norðvesturkjördæmis voru varðveitt í sal í Hótel Borgarnesi, sést hótelstarfsfólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 sunnudagsmorguninn 26. september.
Kjarninn 20. október 2021
Kolbeinn Marteinsson
Af hverju skipulag skiptir máli
Kjarninn 20. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent