Nýr tölvuleikur frá CCP verður fyrir snjallsíma

gunjack.jpeg
Auglýsing

Tölvu­leikja­fyr­ir­tækið CCP, fram­leið­andi net­leiks­ins EVE Online, mun á næstu dögum kynna nýjan tölvu­leik, Gunjack að nafni, á Gamescom ráð­stefn­unni sem hefst í Köln í Þýska­landi á morg­un. Leik­ur­inn er sýnd­ar­veru­leika­leikur fyrir far­síma og hann­aður fyrir nýjan útbúnað far­síma­fram­leið­and­ans Sam­sung, Sam­sung Gear VR. Leik­ur­inn leit fyrst dags­ins ljós sem prufu­út­gáfa á EVE Fan­fest hátíð­inni í Reykja­vík í maí síð­ast­liðn­um. Þar gafst gestum hátíð­ar­innar færi á að prófa ýmsar leikja­til­raunir CCP í sýnd­ar­veru­leika í sér­stökum til­rauna­stof­um, VR Labs. Í ljósi jákvæðra við­bragð viða prufu­út­gáf­unn­i var ákveðið að halda áfram með þróun verk­efn­is­ins og úr varð leik­ur­inn Gunjack.

Hilmar Veigar Pét­urs­son, fram­kvæmda­stjóri CCP, segir að fyr­ir­tækið ætli að vera í far­ar­broddi á sviði sýnd­ar­veru­leika. „Við trúum því að sýnd­ar­veru­leiki, VR, sé einn af lyk­il­þáttum leikja­fram­leiðslu fram­tíð­ar­inn­ar. Það mun ef til vill taka ein­hvern tíma þar til þetta nýja form nær almennri útbreyðslu, en við hjá CCP ætlum okkur að halda áfram að vera í far­ar­brodd á þessu sviði. Þannig að þegar þessi tækni nær enn frek­ari fót­festu þá verði það leikir okkar sem sýni hvað best hvers­konar upp­lifun hún getur fært not­endum sín­um,“ segir Hilmar Veigar í til­kynn­ingu.

Í til­kynn­ingu frá CCP kemur fram að leik­ur­inn sé þró­aður á skrif­stofu fyr­ir­tæk­is­ins í Shang­haí í Kína. Leik­ur­inn ger­ist í EVE heim­inum og býður spil­urum upp á hraða og spenn­andi atburð­ar­rás í fal­legu og gríp­andi fram­tíð­ar­um­hverfi, að því er CCP seg­ir.

Auglýsing

„Mark­mið okkar var hvorki meira né minna en að skapa besta leik­inn fyrir Gear VR bún­að­inn. Fólkið sem sem vann að leiknum lagði áherslu á að skapa eins spenn­andi og fal­legan leik fyrir þennan nýja vett­vang og og mögu­legt er. - og við erum mjög stolt af útkom­unn­i,” segir Jean-Charles Gaudechon, fram­leiðslu­stjóri Gunjack, í Shang­hai.

Á ráð­stefn­unni í Köln, sem er sú stærsta sinnar teg­undar í Evr­ópu, mun CCP einnig kynna vænt­an­legan leik sinn EVE:Val­kyrie. Leik­ur­inn kemur út fyrir Playsta­tion 4 leikja­vélar og fyrir sýnd­ar­veru­leika­búnað Oculus Rift á PC tölv­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ný fjarskiptalög gætu kostað Sýn 325 milljónir króna
Í ársreikningi Sýnar er fjallað um lagasetningu sem er í pípunum, og er bæði íþyngjandi og ívilnandi fyrir fyrirtækið. Annars vegar er um að ræða frumvarp til nýrra fjarskiptalaga og hins vegar frumvarp um styrkveitingar til einkarekinna fjölmiðla.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Twitter búið að opna útibú í Reykjavík
Í lok síðasta mánaðar var útibú fyrir Twitter skráð í fyrirtækjaskrá. Stofnandi Ueno, sem seldi fyrirtækið nýverið til samfélagsmiðlarisans, vann fyrsta daginn sinn fyrir Twitter hérlendis í dag.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Hlöðver Skúli Hákonarson
Fjölmiðlaeyjan Ísland
Kjarninn 27. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Evrópusambandslöndin tapa á Brexit
Kjarninn 27. febrúar 2021
Tæp 42 prósent Íslendinga eru á móti því að Ísland gangi í Evrópusambandið, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu.
Íslendingarnir sem vilja helst ekki ganga í ESB
Litlar hreyfingar eru á afstöðu Íslendinga til inngöngu í ESB á milli ára og tæp 42 prósent segjast andvíg inngöngu. Kjarninn skoðaði hvaða hópar á Íslandi eru mest á móti Evrópusambandsaðild.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Rannsóknir eru þegar hafnar á virkni og öryggi bóluefnis AstraZeneca fyrir börn og segir Jóhanna það mikið fagnaðarefni.
Ef börn verði ekki bólusett gæti faraldur brotist út á meðal þeirra
Þegar faraldur fær að ganga óáreittur um ákveðna næma hópa fara sjaldgæfir atburðir að eiga sér stað. „Sjaldgæfir alvarlegir atburðir sem við viljum ekki sjá,“ segir Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2019
Hálfu ári eftir að lögboðinn frestur til að skila inn ársreikningum rann út þá hefur félagið sem heldur utan um erlenda starfsemi Samherja, meðal annars allt sem snýr að Namibíuumsvifum þess, ekki skilað inn sínum fyrir árið 2019.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Búið að skrá 27 hagsmunaverði og birta vefsvæði með upplýsingum um þá
Tilkynningum á hagsmunaverði sem reyna að hafa áhrif á stjórnmál og stjórnsýslu í starfi sínu, og áttu samkvæmt lögum að berast um áramót, hefur rignt inn síðustu daga eftir að forsætisráðuneytið sendi ítrekun.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None