Nýr vefur RÚV hannaður innanhúss, kostnaður liggur ekki fyrir

ruvnytt.jpg
Auglýsing

Nýr vefur RÚV var hann­aður frá grunni af nýmiðla­deild RÚV og hönnun hans byggir á þjón­ustukönn­unum og ábend­ingum þar sem um níu þús­und not­endur ruv.is lögðu meðal ann­ars fram ábend­ing­ar. Kostn­aður við gerð vefs­ins er því sú vinna sem starfs­menn nýmiðla­deild­ar­innar lögði í hann í þá átta mán­uði sem ferlið tók frá fyrstu hönn­un­ar­skissum og þangað til að vef­ur­inn fór í loft­ið. Við það bæt­ist tíma­vinna hönn­uða og kerf­is­stjóra við upp­settn­ingu vef­þjóna, en áætlun gerði ráð fyrir að kostn­aður vegna þeirra yrði um fjórar millj­ónir króna. End­an­lega krónu­tala kostn­aðar vegna nýja RÚV-vefs­ins, sem fór í loftið í síð­ustu viku, liggur því ekki fyr­ir.

Þetta kemur fram í svörum Ing­ólfs Bjarna Sig­fús­son­ar, nýmiðla­stjóra RÚV, við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um vef­inn.

End­an­legur kostn­aður liggur ekki fyrirIngólfur Bjarni segir að vef­ur­inn hafi verið hann­aður og unn­inn sam­hliða öðrum dag­legum rekstri fyrri vefs. „Starfs­menn á svið­inu eru fjórir og sinna þeir for­rit­un, hönnun og öðru sem til­heyrir vef og nýmiðl­un. Við gerðum rann­sóknir og kann­an­ir, skil­greindum mark­mið, tókum mið af tækni­þróun og almanna­þjón­ustu­hlut­verki RÚV. Þá vildum við koma rit­stjórn­ar­breidd RÚV betur á fram­færi. Grunn­hug­mynd­irnar fóru svo í gegnum rýni­hópa og loks í for­rit­un. Á síð­ari stigum komu svo tveir afar færir hönn­uð­ir, þeir Björn Salvador og Jón Frí­manns­son, að verk­inu, til að fín­teikna og hanna ákveðna afmark­aða þætt­i.“

Aðspurður um hver heild­ar­kostn­aður við gerð vefs­ins hafi verið segir Ingólfur Bjarni að end­an­leg tala liggi ekki fyrir.

Auglýsing

Aðspurður um hver heild­ar­kostn­aður við gerð vefs­ins hafi verið segir Ingólfur Bjarni að end­an­leg tala liggi ekki fyr­ir.  „Heild­ar­kostn­að­ur­inn er í raun sú vinna starfs­manna deild­ar­innar sem fór í hönnun nýs vefs á þessum tíma­bili en það var rétt rúmir átta mán­uðir frá því fyrstu hönn­un­ar­skissur voru gerðar þar til vef­ur­inn fór í loft­ið. Við það bæt­ist tíma­vinna hönn­uða og kerf­is­stjóra við upp­setn­ingu vef­þjóna. Þar sem vef­ur­inn var að fara í loftið liggur ekki fyrir end­an­leg fyrir hver end­an­leg tala var hvað þetta varð­ar."

Átti upp­haf­lega að fara í loftið í októ­berVinna við vef­inn hefur því staðið yfir í marga mán­uði. Upp­haf­lega voru uppi hug­myndir um að vef­ur­inn færi í loftið í októ­ber, en hann fór á end­anum ekki í loftið fyrr en 3. mars, eða í byrjun síð­ustu viku. Ingólfur Bjarni segir að tíma­ás­inn hafi ekki verið aðal­mark­miðið í vinnu við vef­inn heldur að gera vef sem virk­aði í öllum tækj­um, upp­fyllti ákveðin mark­mið sem sett voru og að hann yrði örugg­lega jákvæð og villu­laus upp­lifun fyrir not­end­ur. „Upp­haf­lega voru hug­myndir um að fara í loftið í októ­ber síð­ast­liðnum en það hefði kallað á auk­inn kostnað og því var ákveðið að gefa okkur ögn lengri tíma til að vinna vef­inn og vinna hann meira inn­an­húss með núver­andi starfs­mönn­um. Svo var mark­miðið að fara í loftið í febr­ú­ar­mán­uði en að end­ingu opn­aði vef­ur­inn 3. mars síð­ast­lið­inn.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Í þingsályktunartillögu um rafræna birtingu álagningar- og skattskrár er lagt til að hætt verði að birta þessar upplýsingar á pappír.
Telja rafræna birtingu skattskrár auka launajafnrétti
ASÍ hvetur til þess að þingsályktunartillaga um rafræna birtingu álagningarskrár nái fram að ganga. Í umsögn Persónuverndar segir að mikilvægt sé að huga að rétti einstaklinga til persónuverndar. Slík tillaga nú lögð fram í fimmta sinn.
Kjarninn 5. mars 2021
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
Þögla stjórnarskráin
Kjarninn 5. mars 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra laut í lægra haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Menntamálaráðherra tapaði í Héraðsdómi Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfu Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um að úrskurði kærunefndar jafnréttismála yrði hnekkt. Úrskurðurinn í kærumáli Hafdísar Helgu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, stendur.
Kjarninn 5. mars 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Íbúar í gömlu hverfunum í Reykjavík ánægðir með Dag sem borgarstjóra en efri byggðir ekki
Fleiri Reykvíkingar eru ánægðir með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en óánægðir. Mikill munur er á afstöðu eftir hverfum og menntun. Borgarstjórinn er sérstaklega óvinsæll hjá fólki á sextugsaldri.
Kjarninn 5. mars 2021
Frá þurrvörum til þrautaleikja: COVID-áhrifin á heimilislífið
Bakað, eldað, málað og spilað. Allt heimagert. Ýmsar breytingar urðu á hegðun okkar í hinu daglega í lífi á meðan faraldurinn stóð hvað hæst. Sum neysluhegðun er þegar að hverfa aftur til fyrra horfs en önnur gæti verið komin til að vera.
Kjarninn 5. mars 2021
Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Reykjavíkurborg leggst alfarið gegn frumvarpi um að kristinfræði verði kennd aftur í skólum
Reykjavíkurborg segir í umsögn um kristinfræðifrumvarp nokkurra þingmanna Mið- og Sjálfstæðisflokks að fráleitt sé að halda því fram að nemendur öðlist aukið umburðarlyndi og virðingu fyrir öðrum með „sérstakri fræðslu um ríkjandi trú landsins, kristni“.
Kjarninn 5. mars 2021
„Við höfum staðið við það sem lofað var,“ sagði Bjarni Benediktsson um opinberar fjárfestingar á þingi í dag.
Kennir sveitarfélögum um samdrátt í opinberri fjárfestingu
Þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina ekki hafa efnt loforð um aukna innviðafjárfestingu. Fjármálaráðherra segir sveitarfélögin bera ábyrgð á því að opinber fjárfesting hafi dregist saman en tölur frá Samtökum Iðnaðarins segja aðra sögu.
Kjarninn 4. mars 2021
Mjólkursamsalan er í markaðsráðandi stöðu hérlendis.
Hæstiréttur: MS misnotaði markaðsráðandi stöðu og á að greiða 480 milljónir í ríkissjóð
Tæplega áratugalangri deilu, sem hófst þegar fyrrverandi forstjóri Mjólku fékk óvart sendan reikning sem hann átti ekki að fá, er lokið. Niðurstaða æðsta dómstóls landsins er að Mjólkursamsalan hafi brotið alvarlega gegn samkeppnislögum.
Kjarninn 4. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None