Nýtt samkomulag um raforkuflutning fyrir kísilver á Bakka við Húsavík undirritað

Landsnet.PCC_.samningur.jpg
Auglýsing

Lands­net og þýska fyr­ir­tækið PCC hafa und­ir­ritað nýtt sam­komu­lag um raf­orku­flutn­inga vegna kís­il­vers á Bakka við Húsa­vík. Fyrra sam­komu­lag hefur verið til rann­sóknar hjá Eft­ir­lits­stofnun EFTA (ES­A)­vegna gruns um að hann feli í sér ólög­mæta rík­is­að­stoð.

Guð­mundur Ingi Ásmunds­son, for­stjóri Lands­nets, segir að samn­ing­ur­inn sem hefur nú verið und­ir­rit­aður sé efn­is­lega eins og sá fyrri. „Í nýja samn­ingnum eru nán­ari útskýr­ingar á þeim atriðum sem ESA var að spyrja um sem snúa að því hvort um sé að ræða rík­is­styrki eða ekki. Við höfum verið í við­ræðum við ESA og sendum síðan inn samn­ing­inn óund­ir­rit­að­an. Þeir svör­uðu okkur til baka að nú væri okkur óhætt að und­ir­rita samn­ing­inn og senda hann til þeirra að nýju. Þá fer þetta form­lega ferli í gang sem getur staðið í allt að tvo mán­uði. En við erum búnir að fá vís­bend­ingar um að samn­ing­ur­inn sé í lag­i.“

Sam­kvæmt sam­komu­lag­inu á Lands­net að tryggja orku­flutn­ing til kís­il­vers PCC frá meg­in­flutn­ings­kef­inu og þeim fram­leiðslu­ein­ingum sem munu tryggja verk­efn­inu raf­orku. Miðað er við að orku­af­hend­ing hefj­ist í nóv­em­ber 2017. Áætluð afl­þörf fyrsta áfanga verk­smiðj­unnar er 52 mega­vött. Gert er ráð fyrir að kís­il­verið geti skapað um 125 fram­tíð­ar­störf. Heild­ar­kostn­aður vegna teng­ingar iðn­að­ar­svæð­is­ins við Þeista­reykja­virkj­unar er met­inn á tæp­lega fimm millj­arða króna.

Auglýsing

140 þúsund Evrópubúar skrifa undir áskorun gegn laxeldi í opnum sjókvíum
Nú hafa tæplega 140 þúsund manns víðs vegar úr Evrópu skrifað undir áskorun um að laxeldi í opnum sjókvíum verið hætt við Ísland, Noreg, Skotland og Írland.
Kjarninn 17. júní 2019
Fjórir umsækjendur um starf seðlabankastjóra metnir mjög vel hæfir
Forsætisráðherra mun að lokum skipa seðlabankastjóra.
Kjarninn 16. júní 2019
Karolina Fund: Flammeus - „The Yellow“
Akureyringur safnar fyrir plötu.
Kjarninn 16. júní 2019
Listi yfir fyrirtæki án jafnlaunavottunar birtur í lok árs
Einungis 2,8 prósent fyrirtækja með 25-89 starfsmenn hafa hlotið jafnlaunavottun enn sem komið er.
Kjarninn 16. júní 2019
Samskiptaforritum  hefur fjölgað hratt á síðustu árum.
SMS skilaboðum fjölgaði í fyrsta sinn í mörg ár
Þrátt fyrir stóraukna samkeppni frá öðrum stafrænum samskiptaforritum þá fjölgaði SMS skilaboðasendinum sem send voru innan íslenska farsímakerfisins í fyrra. Það var í fyrsta sinn frá 2012 sem slíkt gerist.
Kjarninn 16. júní 2019
Sjálfstæði Grænlands mun verða
Hin 22 ára Aki-Matilda Høegh-Dam er grænlenskur sjálfstæðissinni og komst inn á danskt þing í nýafstöðnum kosningum.
Kjarninn 16. júní 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Viðtal við Söndru Sif Jónsdóttur
Kjarninn 16. júní 2019
Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None