Vill leyfa öllum íslenskum vörum og þjónustu að nota fánann í markaðssetningu

14509527283_23142a391a_z.jpg
Auglýsing

Rík­is­stjórn Íslands hefur ákveðið að leggja fram frum­varp þar sem heim­ildir til að nota íslenska þjóð­fán­ann við mark­aðs­setn­ingu á íslenskum vörum og þjón­ustu eru rýmkaðar mjög. Sam­kvæmt frum­varp­inu verða reglur ein­fald­aðar og verði það að lögum þarf ekki lengur að sækja um leyf­i til að nota þjóð­fán­ann við mark­aðs­setn­ingu á vörum og þjón­ustu sem er íslensk að upp­runa. Þetta kemur fram í frétt á vef for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins. Neyt­enda­stofa mun fá það hlut­verk að veita leyfi fyrir notkun þjóð­fán­ans í vöru­merki. Notkun í firma­merki fyr­ir­tækja verður hins vegar alfarið óheim­il.

Til að vara telj­ist íslensk að upp­runa þarf hún að vera fram­leidd á Íslandi og úr inn­lendu hrá­efni að uppi­stöðu til, svo sem íslenskum land­bún­að­ar- og sjáv­ar­af­urð­um, eld­is­fiski, íslensku græn­meti og öðrum jurtum sem rækt­aðar eru hér á landi, íslensku vatni o.s.frv.

Í frétt­inni segir einnig: "Að auki er lagt til að vara sem fram­leidd hafi verið á Íslandi í a.m.k. 30 ára undir íslensku vöru­merki telj­ist íslensk, jafn­vel þótt hrá­efnið sé inn­flutt og það sama gildi um um mat­vöru sem er fram­leidd sam­kvæmt íslenskri hefð, t.d. klein­ur, laufa­brauð o.fl.  Þá er lagt til að hönn­un­ar­vara telj­ist íslensk ef hún er hönnuð af íslenskum aðila undir íslensku vöru­merki, jafn­vel þótt hún sé fram­leidd erlendis úr erlendu hrá­efni. Loks er kveðið á um að hug­verk telj­ist íslenskt að upp­runa ef það er samið af íslenskum aðila".

Auglýsing

Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Íslandspósti
Mikil hagræðing og kostnaðaraðhald er framundan hjá Íslandspósti. Framkvæmdastjórum fyrirtækisins hefur verið fækkað úr fimm í þrjá.
Kjarninn 25. júní 2019
Þóra Kristín Þórsdóttir
Frá #konurtala til #konurþagna?
Kjarninn 25. júní 2019
Rúmlega þúsund kröfur vegna Gaman ferða
Alls bárust Ferðamálastofu 1.038 kröfur vegna Gaman ferða sem hættu starfsemi fyrr á árinu í kjölfar gjaldþrots WOW air. Ferðaskrifstofan var í 49 prósent eigu WOW air.
Kjarninn 25. júní 2019
Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None