Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar byrja að veita þjónustu án greiðsluþátttöku ríkisins

Á nokkrum sjúkraþjálfarastofum er nú hægt að bóka þjónustu nýútskrifaðra sjúkraþjálfara, en þá þarf að greiða fullt verð fyrir tímann, vegna ákvæðis í reglugerð heilbrigðisráðherra. Tveir eigendur stofa segja þetta ekki gott fyrir skjólstæðinga.

Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar hafa sem sakir standa ekki kost á því að starfa á einkareknum stofum innan greiðsluþátttökukerfis hins opinbera fyrr en eftir tveggja ára starf í greininni.
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar hafa sem sakir standa ekki kost á því að starfa á einkareknum stofum innan greiðsluþátttökukerfis hins opinbera fyrr en eftir tveggja ára starf í greininni.
Auglýsing

Nokkrar sjúkra­þjálf­ara­stofur hér­lendis eru byrj­aðar að bjóða skjól­stæð­ingum sem til þeirra leita upp á að bóka tíma hjá nýút­skrif­uðum sjúkra­þjálf­ur­um, en greiða fullt gjald fyrir þjón­ust­una, án greiðslu­þátt­töku hins opin­bera. Tveir stofu­eig­endur sem Kjarn­inn ræðir við segja að tvö­falt kerfi í sjúkra­þjálfun sé með þessu að verða til á Íslandi, á meðan ekk­ert breyt­ist.

Þau segja að þetta sé að ger­ast vegna ákvæðis í reglu­gerð Svan­dísar Svav­ars­dóttur heil­brigð­is­ráð­herra, sem gerir sjúkra­þjálf­urum ókleift að starfa sjálf­stætt sam­kvæmt samn­ingi við Sjúkra­trygg­ingar Íslands (SÍ) fyrr en þeir hafa unnið sem sjúkra­þjálf­arar í tvö ár í að minnsta kosti 80 pró­sent starfs­hlut­falli.

Sjálf­stætt starf­andi sjúkra­þjálf­arar sögðu sig af samn­ingi við SÍ í febr­úar í fyrra og samn­inga­við­ræður hafa ekki enn borið árang­ur. Greiðslu­þátt­taka SÍ vegna þjón­ustu þeirra er því ákvörðuð með reglu­gerð þessa dag­ana. Hún hefur verið fram­lengd nokkrum sinnum og er nýjasta útgáfa hennar í gildi út ágúst­mán­uð.

Tak­mark­an­irnar á starfs­mögu­leikum nýút­skrif­aðra bætt­ust inn í reglu­gerð ráð­herra í des­em­ber í fyrra og var harð­lega mót­mælt í vet­ur, en ráðu­neytið hefur hvergi hvikað frá stefnu sinni.

Gauti Grét­ars­son einn eig­enda Sjúkra­þjálf­unar Reykja­víkur og Garða­bæjar segir þá stöðu sem upp sé komin ekki slæma fyrir hann eða aðra eig­endur stof­unn­ar, heldur fyrst og fremst fyrir þá sem þurfi á þjón­ustu sjúkra­þjálf­ara að halda. „Fólkið þarf að borga sjálft,“ segir hann ein­fald­lega og telur skjóta skökku við að þetta sé að ger­ast á meðan „við þykj­umst vera sam­fé­lag sem er að nið­ur­greiða heil­brigð­is­þjón­ust­u.“

Gauti Grétarsson sjúkraþjálfari og einn eigenda SRG. Mynd: Aðsend

Bíða eða borga?

„Við erum með tvo sjúkra­þjálf­ara sem voru að útskrif­ast núna og þeir koma inn núna og byrja að vinna utan samn­ings. Þá rukkum við fullt fyrir þá og skjól­stæð­ing­ur­inn borgar meira. Það eru fleiri stofur sem eru að fara í þetta sama, því kúnn­inn þarf þjón­ustu. Ef þú ert að drepast, þá hefur þú ekk­ert val. Þú verður bara að borga það sem beðið er um,“ segir Gauti, en einn tími í sjúkra­þjálfun án greiðslu­þátt­töku hins opin­bera kostar um 8 þús­und krón­ur.

Auður Ólafs­dóttir einn eig­enda sjúkra­þjálf­un­ar­innar Styrks í Reykja­vík hefur svip­aða sögu að segja. Hún segir vanta fleiri sjúkra­þjálf­ara í stétt­ina, biðlistar séu víða langir á einka­reknum stofum og hennar stofa hafi aug­lýst eftir sjúkra­þjálf­ara sem gæti starfað innan opin­bera kerf­is­ins á vor­mán­uð­um, án árang­urs.

Einn nýút­skrif­aður sjúkra­þjálf­ari byrjar að veita þjón­ustu sína hjá Styrk á næstu dög­um, en þeir sem til hennar koma munu ekki njóta greiðslu­þátt­töku hins opin­bera, heldur bera kostn­að­inn alfarið sjálf­ir.

Auður Ólafsdóttir sjúkraþjálfari og einn eigenda Styrks. Mynd: Af vef Styrks.

Spurð hvernig skjól­stæð­ingar taki því, er þeim sé sagt að þeir muni þurfa að bera fullan kostnað af þjón­ust­unni, segir hún að það sé æði mis­jafnt. „Það eru ein­hverjir sem eru til­bún­ir, segj­ast verða að kom­ast að og taka því að borga fullt gjald, en sumir segja nei og segj­ast ætla að reyna á öðrum stof­um. En við vitum alveg hvernig ástandið er, það er biðlisti all­stað­ar,“ segir Auð­ur, sem telur að þeir sem hafi minna á milli hand­anna þurfi að sætta sig við bið­ina fremur en þeir sem fjáð­ari eru.

Hún segir fólk ekk­ert geta fengið nið­ur­greitt, nema mögu­lega ef það fari í stétt­ar­fé­lagið sitt. „Við bendum fólki á það,“ segir Auð­ur, en bætir reyndar við að eftir að greiðslu­þátt­taka hins opin­bera var aukin árið 2017 hafi mörg stétt­ar­fé­lög að sama skapi dregið úr nið­ur­greiðslu sjúkra­þjálf­unar félags­manna sinna. Sumir komi því að tómum kof­anum þar.

Yfir­völd við­ur­kenni ekki að þörfin sé að aukast

Gauti var staddur í Nor­egi er Kjarn­inn náði af honum tali í vik­unni. Hann segir kerfið þar í landi þegar orðið eins og hann telur að stefni í á Íslandi, ef fram haldi sem horfi. Þar sé þriggja mán­aða bið eftir því að kom­ast inn í opin­bera kerfið en engin bið utan þess. „Þannig mun staðan verða heima ef þessu verður ekki breyst á næst­unn­i,“ segir Gauti.

Hann segir að í samn­inga­við­ræðum við sjálf­stætt starf­andi sjúkra­þjálf­ara hafi Sjúkra­trygg­ingar Íslands og heil­brigð­is­ráðu­neytið horft í það að kostn­aður við sjúkra­þjálfun í bók­haldi rík­is­ins hafi farið hækk­andi á und­an­förnum árum.

Í samn­ingum um sjúkra­þjálfun utan sjúkra­húsa hefur verið greitt fyrir hvert unnið verk og var það gagn­rýnt í skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar um SÍ sem kaup­anda heil­brigð­is­þjón­ustu, sem kom út árið 2018. Þetta fyr­ir­komu­lag var sagt leiða til þess að hvati mynd­að­ist fyrir sjúkra­þjálf­ara til þess að veita meiri þjón­ustu. Yfir­völd eru að reyna að vinda ofan af þessu í nýjum samn­ingum við sjúkra­þjálf­ara.

Auglýsing

Gauti segir þó að yfir­völd horfi skakkt á hlut­ina. Aukna ásókn í sjúkra­þjálfun (og þar með kostnað sam­fé­lags­ins af því að taka þátt í að veita fólki hana) megi rekja til versn­andi lífs­stíls þjóð­ar­innar með auk­inni setu við tölvu­skjái og sömu­leiðis þess að ríkið byrj­aði fyrir nokkrum árum að taka meiri þátt í kostn­að­inum við sjúkra­þjálf­un.

Hann segir heims­far­ald­ur­inn með til­heyr­andi heima­vinnu skrif­stofu­fólks ekki hafa bætt úr skák og margir séu illa á sig komnir vegna slæmrar vinnu­að­stöðu. „Fólk situr alveg við svaka­legar vinnu­að­stæð­ur, í klessu í ein­hverju her­berg­i,“ segir Gauti.

„Þegar þjón­ustan verður ódýr­ari, þá aukast líkur á að fleiri sæki í úrræð­in. Nú kostar ekk­ert fyrir börn og ung­linga í sjúkra­þjálfun og þá hafa for­eldrar kannski frekar efni á að senda börnin sín í sjúkra­þjálfun, ef eitt­hvað er að. Einnig ungt fólk, í mennta­skóla og háskóla, sem ekki hafði efni á sjúkra­þjálfun, það hefur núna efni á að sækja sér sjúkra­þjálfun því nú er það ódýr­ara. En það er þá auð­vitað dýr­ara fyrir sam­fé­lag­ið,“ segir Gauti.

Hann seg­ist hafa varað við auk­inni greiðslu­þátt­töku rík­is­ins í sjúkra­þjálfun er verið var að gera breyt­ingar á henni árið 2017. „Ég man að ég spurði á sínum tíma, á ein­hverjum kynn­ing­ar­fundi, hvort búið væri að tryggja fjár­veit­ingar fyrir þessum breyt­ing­um. Sjúkra­trygg­ingar sögðu bara: „Hafðu ekki áhyggjur af því Gauti minn,“ en svo fylgja ekki fjár­munir í þennan mála­flokk.“

Ríkið ekki til­búið að borga ein­inga­verð sem sjúkra­þjálf­arar sætta sig við

Auð­ur, sem sinnir trún­að­ar­störfum fyrir Félag íslenskra sjúkra­þjálf­ara og var for­maður félags­ins á öld­inni önd­verðri, segir að reglu­gerð­ar­breyt­ingin sem gerir nýút­skrif­uðum ókleift að starfa sjálf­stætt innan kerfis hafi verið hálf­gerð þving­un­ar­að­gerð af hálfu SÍ og heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins, til þess að fá sjúkra­þjálf­ara til þess að semja.

Raunar segir Auður að sjúkra­þjálf­arar séu til­búnir að semja „en það hafa ekki verið samn­inga­við­ræður í gangi nema núna aðeins í mars, apríl og maí og það hefur bara strandað á umboði SÍ til að semja við okkur um það ein­inga­verð sem við sættum okkur við.“

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Mynd: Heilbrigðisráðuneytið

Hún segir að með vænt­an­legum samn­ingi sé verið að setja ramma utan um það fjár­magn sem yfir­völd vilja setja í sjúkra­þjálf­un. „Þá er verið að semja við stof­urnar um ákveðið ein­inga­verð og ákveðið margar ein­ingar á ári og ramma þannig inn útgjöld­in. Áður fyrr var samn­ing­ur­inn þannig að það útskrif­að­ist bara heill árgangur og þau fóru bara öll að vinna sjálf­stætt starf­andi á samn­ingi og það var bara eins og opinn tékki, það var eng­inn rammi utan um útgjöld í sjúkra­þjálfun,“ segir Auð­ur.

Auður segir að í maí, þegar síð­ast voru samn­inga­fundir í deil­unni, hafi sjúkra­þjálf­arar kom­ist að því fjár­magnið sem til stóð að setja inn í samn­ing­inn við sjúkra­þjálf­ara hefði verið lægra en útgjöld rík­is­ins vegna sjúkra­þjálf­unar árið 2019, þegar síð­asti samn­ing­ur­inn rann út. Því sé ríkið í raun að bjóða skerð­ingu á fé inn í geir­ann og á henni er að heyra að sjúkra­þjálf­arar séu ekki fúsir til þess að semja um að lækka launin sín.

Hún segir þörf­ina fyrir sjúkra­þjálfun mikla og vax­andi og telur að ráð­herra gæti brugð­ist við með tvennum hætti, til þess að höggva á hnút­inn í samn­ingum við sjúkra­þjálf­ara.

Auglýsing

Ann­ars vegar væri hægt að finna aukið fjár­magn til þess að fá sjúkra­þjálf­ara til að semja. Ef það fjár­magn finnst ekki væri hægt að fara í „heilsupóli­tík“ og und­an­skilja ein­hverja skil­greinda sjúk­linga­hópa frá greiðslu­þátt­töku rík­is­ins er kemur að sjúkra­þjálfun eða sækja fjár­muni jafnt í vasa allra sjúk­linga, með minni greiðslu­þátt­töku hins opin­bera.

For­varna­hlut­verk sjúkra­þjálf­ara gleym­ist

Gauti segir að það gleym­ist stundum að sjúkra­þjálfun sé mik­il­vægur þáttur for­varna í heil­brigð­is­þjón­ust­unni hér á landi og komi í veg fyrir að ríkið neyð­ist til að verja pen­ingum í aðra hluti í kerf­inu, eins og til dæmis nið­ur­greiðslu sterkra verkja­lyfja sem kvalið fólk þarf á að halda til þess að halda haus frá degi til dags.

Hann bendir á að í fyrra hafi kostn­aður hins opin­bera við sjúkra­þjálfun, iðju­þjálfun og fleira numið rúmum 4,9 millj­örðum króna, eða 0,17 pró­sentum af vergri lands­fram­leiðslu, sam­kvæmt tölum frá Hag­stof­unni. Það segir Gauti smá­aura í stóra sam­heng­inu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent