Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar byrja að veita þjónustu án greiðsluþátttöku ríkisins

Á nokkrum sjúkraþjálfarastofum er nú hægt að bóka þjónustu nýútskrifaðra sjúkraþjálfara, en þá þarf að greiða fullt verð fyrir tímann, vegna ákvæðis í reglugerð heilbrigðisráðherra. Tveir eigendur stofa segja þetta ekki gott fyrir skjólstæðinga.

Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar hafa sem sakir standa ekki kost á því að starfa á einkareknum stofum innan greiðsluþátttökukerfis hins opinbera fyrr en eftir tveggja ára starf í greininni.
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar hafa sem sakir standa ekki kost á því að starfa á einkareknum stofum innan greiðsluþátttökukerfis hins opinbera fyrr en eftir tveggja ára starf í greininni.
Auglýsing

Nokkrar sjúkra­þjálf­ara­stofur hér­lendis eru byrj­aðar að bjóða skjól­stæð­ingum sem til þeirra leita upp á að bóka tíma hjá nýút­skrif­uðum sjúkra­þjálf­ur­um, en greiða fullt gjald fyrir þjón­ust­una, án greiðslu­þátt­töku hins opin­bera. Tveir stofu­eig­endur sem Kjarn­inn ræðir við segja að tvö­falt kerfi í sjúkra­þjálfun sé með þessu að verða til á Íslandi, á meðan ekk­ert breyt­ist.

Þau segja að þetta sé að ger­ast vegna ákvæðis í reglu­gerð Svan­dísar Svav­ars­dóttur heil­brigð­is­ráð­herra, sem gerir sjúkra­þjálf­urum ókleift að starfa sjálf­stætt sam­kvæmt samn­ingi við Sjúkra­trygg­ingar Íslands (SÍ) fyrr en þeir hafa unnið sem sjúkra­þjálf­arar í tvö ár í að minnsta kosti 80 pró­sent starfs­hlut­falli.

Sjálf­stætt starf­andi sjúkra­þjálf­arar sögðu sig af samn­ingi við SÍ í febr­úar í fyrra og samn­inga­við­ræður hafa ekki enn borið árang­ur. Greiðslu­þátt­taka SÍ vegna þjón­ustu þeirra er því ákvörðuð með reglu­gerð þessa dag­ana. Hún hefur verið fram­lengd nokkrum sinnum og er nýjasta útgáfa hennar í gildi út ágúst­mán­uð.

Tak­mark­an­irnar á starfs­mögu­leikum nýút­skrif­aðra bætt­ust inn í reglu­gerð ráð­herra í des­em­ber í fyrra og var harð­lega mót­mælt í vet­ur, en ráðu­neytið hefur hvergi hvikað frá stefnu sinni.

Gauti Grét­ars­son einn eig­enda Sjúkra­þjálf­unar Reykja­víkur og Garða­bæjar segir þá stöðu sem upp sé komin ekki slæma fyrir hann eða aðra eig­endur stof­unn­ar, heldur fyrst og fremst fyrir þá sem þurfi á þjón­ustu sjúkra­þjálf­ara að halda. „Fólkið þarf að borga sjálft,“ segir hann ein­fald­lega og telur skjóta skökku við að þetta sé að ger­ast á meðan „við þykj­umst vera sam­fé­lag sem er að nið­ur­greiða heil­brigð­is­þjón­ust­u.“

Gauti Grétarsson sjúkraþjálfari og einn eigenda SRG. Mynd: Aðsend

Bíða eða borga?

„Við erum með tvo sjúkra­þjálf­ara sem voru að útskrif­ast núna og þeir koma inn núna og byrja að vinna utan samn­ings. Þá rukkum við fullt fyrir þá og skjól­stæð­ing­ur­inn borgar meira. Það eru fleiri stofur sem eru að fara í þetta sama, því kúnn­inn þarf þjón­ustu. Ef þú ert að drepast, þá hefur þú ekk­ert val. Þú verður bara að borga það sem beðið er um,“ segir Gauti, en einn tími í sjúkra­þjálfun án greiðslu­þátt­töku hins opin­bera kostar um 8 þús­und krón­ur.

Auður Ólafs­dóttir einn eig­enda sjúkra­þjálf­un­ar­innar Styrks í Reykja­vík hefur svip­aða sögu að segja. Hún segir vanta fleiri sjúkra­þjálf­ara í stétt­ina, biðlistar séu víða langir á einka­reknum stofum og hennar stofa hafi aug­lýst eftir sjúkra­þjálf­ara sem gæti starfað innan opin­bera kerf­is­ins á vor­mán­uð­um, án árang­urs.

Einn nýút­skrif­aður sjúkra­þjálf­ari byrjar að veita þjón­ustu sína hjá Styrk á næstu dög­um, en þeir sem til hennar koma munu ekki njóta greiðslu­þátt­töku hins opin­bera, heldur bera kostn­að­inn alfarið sjálf­ir.

Auður Ólafsdóttir sjúkraþjálfari og einn eigenda Styrks. Mynd: Af vef Styrks.

Spurð hvernig skjól­stæð­ingar taki því, er þeim sé sagt að þeir muni þurfa að bera fullan kostnað af þjón­ust­unni, segir hún að það sé æði mis­jafnt. „Það eru ein­hverjir sem eru til­bún­ir, segj­ast verða að kom­ast að og taka því að borga fullt gjald, en sumir segja nei og segj­ast ætla að reyna á öðrum stof­um. En við vitum alveg hvernig ástandið er, það er biðlisti all­stað­ar,“ segir Auð­ur, sem telur að þeir sem hafi minna á milli hand­anna þurfi að sætta sig við bið­ina fremur en þeir sem fjáð­ari eru.

Hún segir fólk ekk­ert geta fengið nið­ur­greitt, nema mögu­lega ef það fari í stétt­ar­fé­lagið sitt. „Við bendum fólki á það,“ segir Auð­ur, en bætir reyndar við að eftir að greiðslu­þátt­taka hins opin­bera var aukin árið 2017 hafi mörg stétt­ar­fé­lög að sama skapi dregið úr nið­ur­greiðslu sjúkra­þjálf­unar félags­manna sinna. Sumir komi því að tómum kof­anum þar.

Yfir­völd við­ur­kenni ekki að þörfin sé að aukast

Gauti var staddur í Nor­egi er Kjarn­inn náði af honum tali í vik­unni. Hann segir kerfið þar í landi þegar orðið eins og hann telur að stefni í á Íslandi, ef fram haldi sem horfi. Þar sé þriggja mán­aða bið eftir því að kom­ast inn í opin­bera kerfið en engin bið utan þess. „Þannig mun staðan verða heima ef þessu verður ekki breyst á næst­unn­i,“ segir Gauti.

Hann segir að í samn­inga­við­ræðum við sjálf­stætt starf­andi sjúkra­þjálf­ara hafi Sjúkra­trygg­ingar Íslands og heil­brigð­is­ráðu­neytið horft í það að kostn­aður við sjúkra­þjálfun í bók­haldi rík­is­ins hafi farið hækk­andi á und­an­förnum árum.

Í samn­ingum um sjúkra­þjálfun utan sjúkra­húsa hefur verið greitt fyrir hvert unnið verk og var það gagn­rýnt í skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar um SÍ sem kaup­anda heil­brigð­is­þjón­ustu, sem kom út árið 2018. Þetta fyr­ir­komu­lag var sagt leiða til þess að hvati mynd­að­ist fyrir sjúkra­þjálf­ara til þess að veita meiri þjón­ustu. Yfir­völd eru að reyna að vinda ofan af þessu í nýjum samn­ingum við sjúkra­þjálf­ara.

Auglýsing

Gauti segir þó að yfir­völd horfi skakkt á hlut­ina. Aukna ásókn í sjúkra­þjálfun (og þar með kostnað sam­fé­lags­ins af því að taka þátt í að veita fólki hana) megi rekja til versn­andi lífs­stíls þjóð­ar­innar með auk­inni setu við tölvu­skjái og sömu­leiðis þess að ríkið byrj­aði fyrir nokkrum árum að taka meiri þátt í kostn­að­inum við sjúkra­þjálf­un.

Hann segir heims­far­ald­ur­inn með til­heyr­andi heima­vinnu skrif­stofu­fólks ekki hafa bætt úr skák og margir séu illa á sig komnir vegna slæmrar vinnu­að­stöðu. „Fólk situr alveg við svaka­legar vinnu­að­stæð­ur, í klessu í ein­hverju her­berg­i,“ segir Gauti.

„Þegar þjón­ustan verður ódýr­ari, þá aukast líkur á að fleiri sæki í úrræð­in. Nú kostar ekk­ert fyrir börn og ung­linga í sjúkra­þjálfun og þá hafa for­eldrar kannski frekar efni á að senda börnin sín í sjúkra­þjálfun, ef eitt­hvað er að. Einnig ungt fólk, í mennta­skóla og háskóla, sem ekki hafði efni á sjúkra­þjálfun, það hefur núna efni á að sækja sér sjúkra­þjálfun því nú er það ódýr­ara. En það er þá auð­vitað dýr­ara fyrir sam­fé­lag­ið,“ segir Gauti.

Hann seg­ist hafa varað við auk­inni greiðslu­þátt­töku rík­is­ins í sjúkra­þjálfun er verið var að gera breyt­ingar á henni árið 2017. „Ég man að ég spurði á sínum tíma, á ein­hverjum kynn­ing­ar­fundi, hvort búið væri að tryggja fjár­veit­ingar fyrir þessum breyt­ing­um. Sjúkra­trygg­ingar sögðu bara: „Hafðu ekki áhyggjur af því Gauti minn,“ en svo fylgja ekki fjár­munir í þennan mála­flokk.“

Ríkið ekki til­búið að borga ein­inga­verð sem sjúkra­þjálf­arar sætta sig við

Auð­ur, sem sinnir trún­að­ar­störfum fyrir Félag íslenskra sjúkra­þjálf­ara og var for­maður félags­ins á öld­inni önd­verðri, segir að reglu­gerð­ar­breyt­ingin sem gerir nýút­skrif­uðum ókleift að starfa sjálf­stætt innan kerfis hafi verið hálf­gerð þving­un­ar­að­gerð af hálfu SÍ og heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins, til þess að fá sjúkra­þjálf­ara til þess að semja.

Raunar segir Auður að sjúkra­þjálf­arar séu til­búnir að semja „en það hafa ekki verið samn­inga­við­ræður í gangi nema núna aðeins í mars, apríl og maí og það hefur bara strandað á umboði SÍ til að semja við okkur um það ein­inga­verð sem við sættum okkur við.“

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Mynd: Heilbrigðisráðuneytið

Hún segir að með vænt­an­legum samn­ingi sé verið að setja ramma utan um það fjár­magn sem yfir­völd vilja setja í sjúkra­þjálf­un. „Þá er verið að semja við stof­urnar um ákveðið ein­inga­verð og ákveðið margar ein­ingar á ári og ramma þannig inn útgjöld­in. Áður fyrr var samn­ing­ur­inn þannig að það útskrif­að­ist bara heill árgangur og þau fóru bara öll að vinna sjálf­stætt starf­andi á samn­ingi og það var bara eins og opinn tékki, það var eng­inn rammi utan um útgjöld í sjúkra­þjálfun,“ segir Auð­ur.

Auður segir að í maí, þegar síð­ast voru samn­inga­fundir í deil­unni, hafi sjúkra­þjálf­arar kom­ist að því fjár­magnið sem til stóð að setja inn í samn­ing­inn við sjúkra­þjálf­ara hefði verið lægra en útgjöld rík­is­ins vegna sjúkra­þjálf­unar árið 2019, þegar síð­asti samn­ing­ur­inn rann út. Því sé ríkið í raun að bjóða skerð­ingu á fé inn í geir­ann og á henni er að heyra að sjúkra­þjálf­arar séu ekki fúsir til þess að semja um að lækka launin sín.

Hún segir þörf­ina fyrir sjúkra­þjálfun mikla og vax­andi og telur að ráð­herra gæti brugð­ist við með tvennum hætti, til þess að höggva á hnút­inn í samn­ingum við sjúkra­þjálf­ara.

Auglýsing

Ann­ars vegar væri hægt að finna aukið fjár­magn til þess að fá sjúkra­þjálf­ara til að semja. Ef það fjár­magn finnst ekki væri hægt að fara í „heilsupóli­tík“ og und­an­skilja ein­hverja skil­greinda sjúk­linga­hópa frá greiðslu­þátt­töku rík­is­ins er kemur að sjúkra­þjálfun eða sækja fjár­muni jafnt í vasa allra sjúk­linga, með minni greiðslu­þátt­töku hins opin­bera.

For­varna­hlut­verk sjúkra­þjálf­ara gleym­ist

Gauti segir að það gleym­ist stundum að sjúkra­þjálfun sé mik­il­vægur þáttur for­varna í heil­brigð­is­þjón­ust­unni hér á landi og komi í veg fyrir að ríkið neyð­ist til að verja pen­ingum í aðra hluti í kerf­inu, eins og til dæmis nið­ur­greiðslu sterkra verkja­lyfja sem kvalið fólk þarf á að halda til þess að halda haus frá degi til dags.

Hann bendir á að í fyrra hafi kostn­aður hins opin­bera við sjúkra­þjálfun, iðju­þjálfun og fleira numið rúmum 4,9 millj­örðum króna, eða 0,17 pró­sentum af vergri lands­fram­leiðslu, sam­kvæmt tölum frá Hag­stof­unni. Það segir Gauti smá­aura í stóra sam­heng­inu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Engin lagaleg skilgreining til á orðinu kona
Samkvæmt svari frá forsætisráðherra þarf menningar- og viðskiptaráðherra sem „fer með málefni íslenskunnar“ að svara því hverjar orðsifjar nafnorðsins kona séu og hver málfræðileg merking orðsins sé.
Kjarninn 30. júní 2022
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins, og Jón Gunnar Jónsson, forstjóri stofnunarinnar.
Bankasýslan borgaði LOGOS 6,2 milljónir og lét Morgunblaðið fá upplýsingar fyrirfram
Bankasýslan sendi Morgunblaðinu einum fjölmiðla fyrirfram tilkynningu um að lögfræðilegur ráðgjafi hennar hefði komist að þeirri niðurstöðu að jafnræðis hafi verið gætt við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka.
Kjarninn 30. júní 2022
Til þess að komast ferða sinna þurfa Íslendingar að borga 85 prósentum meira heldur en íbúar í löndum Evrópusambandsins gera að meðaltali.
Samgöngukostnaður hvergi hærri í Evrópu en á Íslandi
Norðurlöndin raða sér í efstu sæti á lista þeirra landa í Evrópu þar sem samgöngukostnaður er mestur. Verð á gistingu, mat, fötum og skóm er hærra hér á landi en víðast hvar annars staðar í álfunni.
Kjarninn 30. júní 2022
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent