Óðinn Jónsson hættir í Morgunútgáfunni á RÚV

9954547554_2f37a04a49_c.jpg
Auglýsing

Óðinn Jóns­son, fyrr­ver­andi frétta­stjóri á frétta­stofu RÚV, hættir sem umsjón­ar­maður Morg­un­út­gáf­unn­ar, sem hefur verið send út á sam­tengdum rásum Rásar 1 og 2 und­an­farin miss­eri, og byrjar með nýjan morg­un­þátt á Rás 1 í haust.

Nýi þátt­ur­inn verður sendur út á sama tíma og Morg­un­út­gáfan, og því verður sam­hliða útsend­ingum þátt­ar­ins á Rás 1 og 2 hætt, og hann ­færður aftur í sitt gamla horf þegar hann hét Morg­un­út­varp­ið. Þátt­ur­inn hans Óðins hefur enn ekki hlotið nafn, en hann verður að hluta frétta­tengd­ur. Þá mun Bogi Ágústs­son, frétta­mað­ur­inn góð­kunni, hætta viku­legum heim­sóknum í Morg­un­út­gáf­una og færa sig um set yfir á Rás 1 og fara viku­lega yfir heims­frétt­irnar í nýja morg­un­þætt­inum á Rás 1.Guð­rún Sóley Gests­dótt­ir, sem er einn umsjón­ar­manna Morg­un­út­gáf­unnar í dag, hefur verið boðið að sjá um þátt­inn áfram á Rás 2 í breyttri mynd, sem hún hefur þeg­ið. Þá mun Hrafn­hildur Hall­dórs­dótt­ir, þriðji umsjón­ar­maður Morg­un­út­gáf­unn­ar, hverfa til ann­arra starfa hjá Rás 2 í haust þegar áður­nefndar breyt­ingar á morg­un­dag­skrá Rás 1 og 2 taka gildi.

Frank Þórir Hall, dag­skrár­stjóri Rásar 2, segir í sam­tali við Kjarn­ann að til­kynnt verði um fleiri umsjón­ar­menn að Morg­un­út­varp­inu innan tíð­ar, en unnið sé að því að manna stöð­urn­ar.

Auglýsing

Hann segir breyt­ing­arnar á morg­un­dag­skrá Rásar 2, ekki til marks um að Morg­un­út­gáfan hafi ekki staðið undir vænt­ing­um. „Við erum auð­vitað ætíð að horfa til þess hvernig við getum bætt dag­skrána og þessar hróker­ingar eru hluti af þeirri vinnu. Í fyrra var ákveðið að hafa sam­tengdan morg­un­þátt í vetur en nú erum við að gera nokkrar breyt­inagr fyrir næsta starfsár og þessar hróker­ingar eru hluti af þeim breyt­ing­um. Okkur fannst eðli­legra að breyta þessu aft­ur, og leyfa rás­unum að hafa sitt eigið líf.“Aðspurður um hvort hlust­unin á Morg­un­út­gáf­una hafi valdið von­brigð­um, segir Frank svo ekki vera. „Hlust­unin er ekki ástæða þess að við ráðumst í þessar breyt­ing­ar. Svona aukum við þjón­ust­una á ný, í stað þess að draga úr henni. Nú hefur fólk val,“ segir Frank Þórir Hall dag­skrár­stjóri Rásar 2 í sam­tali við Kjarn­ann.

 

 

Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Sigurður Hlöðversson
Makríll á leið í kvóta – Eftir höfðinu dansa limirnir
Kjarninn 15. júní 2019
Margrét Tryggvadóttir
Hver skapaði skrímslið?
Leslistinn 15. júní 2019
Tíðavörur loks viðurkenndar sem nauðsyn
Alþingi samþykkti á dögunum að lækka virðisaukaskatt á tíðavörum úr efra skattþrepi í neðra. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að konur hafa á síðustu árum vakið athygli á því að það skjóti skökku við að skattleggja ekki tíðavörur sem nauðsynjavörur.
Kjarninn 15. júní 2019
Órói í stjórnmálum haggar varla fylgi stjórnmálablokka
Meirihluti stjórnarandstöðunnar mælist nú með meira fylgi en stjórnarflokkarnir þrír, frjálslyndu miðjuflokkarnir hafa sýnt mikinn stöðugleika í könnunum um langt skeið og fylgi Miðflokksins haggast varla þrátt fyrir mikla fyrirferð.
Kjarninn 15. júní 2019
Wikileaks: Blaðamennska í almannaþágu eða glæpur?
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, á í hættu á að vera framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann gæti átt yfir höfði sér 175 ár í fangelsi verði hann fundinn sekur.
Kjarninn 15. júní 2019
Segir forystu Sjálfstæðisflokksins vera sama um vilja flokksmanna
Stríð Davíðs Oddssonar og Morgunblaðsins sem hann stýrir við Sjálfstæðisflokkinn heldur áfram á síðum blaðsins í dag. Þar gagnrýnir hann forystu flokksins harkalega og bætir í gagnrýni sína vegna þriðja orkupakkans.
Kjarninn 15. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None