Óðinn Jónsson hættir í Morgunútgáfunni á RÚV

9954547554_2f37a04a49_c.jpg
Auglýsing

Óðinn Jóns­son, fyrr­ver­andi frétta­stjóri á frétta­stofu RÚV, hættir sem umsjón­ar­maður Morg­un­út­gáf­unn­ar, sem hefur verið send út á sam­tengdum rásum Rásar 1 og 2 und­an­farin miss­eri, og byrjar með nýjan morg­un­þátt á Rás 1 í haust.

Nýi þátt­ur­inn verður sendur út á sama tíma og Morg­un­út­gáfan, og því verður sam­hliða útsend­ingum þátt­ar­ins á Rás 1 og 2 hætt, og hann ­færður aftur í sitt gamla horf þegar hann hét Morg­un­út­varp­ið. Þátt­ur­inn hans Óðins hefur enn ekki hlotið nafn, en hann verður að hluta frétta­tengd­ur. Þá mun Bogi Ágústs­son, frétta­mað­ur­inn góð­kunni, hætta viku­legum heim­sóknum í Morg­un­út­gáf­una og færa sig um set yfir á Rás 1 og fara viku­lega yfir heims­frétt­irnar í nýja morg­un­þætt­inum á Rás 1.Guð­rún Sóley Gests­dótt­ir, sem er einn umsjón­ar­manna Morg­un­út­gáf­unnar í dag, hefur verið boðið að sjá um þátt­inn áfram á Rás 2 í breyttri mynd, sem hún hefur þeg­ið. Þá mun Hrafn­hildur Hall­dórs­dótt­ir, þriðji umsjón­ar­maður Morg­un­út­gáf­unn­ar, hverfa til ann­arra starfa hjá Rás 2 í haust þegar áður­nefndar breyt­ingar á morg­un­dag­skrá Rás 1 og 2 taka gildi.

Frank Þórir Hall, dag­skrár­stjóri Rásar 2, segir í sam­tali við Kjarn­ann að til­kynnt verði um fleiri umsjón­ar­menn að Morg­un­út­varp­inu innan tíð­ar, en unnið sé að því að manna stöð­urn­ar.

Auglýsing

Hann segir breyt­ing­arnar á morg­un­dag­skrá Rásar 2, ekki til marks um að Morg­un­út­gáfan hafi ekki staðið undir vænt­ing­um. „Við erum auð­vitað ætíð að horfa til þess hvernig við getum bætt dag­skrána og þessar hróker­ingar eru hluti af þeirri vinnu. Í fyrra var ákveðið að hafa sam­tengdan morg­un­þátt í vetur en nú erum við að gera nokkrar breyt­inagr fyrir næsta starfsár og þessar hróker­ingar eru hluti af þeim breyt­ing­um. Okkur fannst eðli­legra að breyta þessu aft­ur, og leyfa rás­unum að hafa sitt eigið líf.“Aðspurður um hvort hlust­unin á Morg­un­út­gáf­una hafi valdið von­brigð­um, segir Frank svo ekki vera. „Hlust­unin er ekki ástæða þess að við ráðumst í þessar breyt­ing­ar. Svona aukum við þjón­ust­una á ný, í stað þess að draga úr henni. Nú hefur fólk val,“ segir Frank Þórir Hall dag­skrár­stjóri Rásar 2 í sam­tali við Kjarn­ann.

 

 

Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Seldu losunarheimildir til að borga laun fyrir marsmánuð
Skiptastjórar WOW air eru meðal annars búnir að selja skrifstofubúnað og reiðhjólaleigu WOW air til að auka endurheimtir í búið. Félagið hafði selt margar verðmætar eignir, t.d. afgreiðslutíma á flugvelli og losunarheimildir, fyrir gjaldþrot.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Molar
Molar
Molar – Opnar Costco annað vöruhús á Íslandi?
Kjarninn 23. ágúst 2019
Gísli Sigurgeirsson
Opið bréf til Katrínar Jakobsdóttur
Kjarninn 23. ágúst 2019
„Þurfum að taka afstöðu með hafinu og vernda það“
Ýmsar áleitnar spurningar vakna þegar hugsað er um hafið og hamfarahlýnun í sömu andrá. Væri hægt að búa á jörðinni án þess? Hvernig liti jörðin út án vatns? Getur verið að það verði meira af plasti í sjónum en fiskum árið 2050?
Kjarninn 23. ágúst 2019
Kísilverksmiðjan í Helguvík
Reisa 52 metra háan skorstein í Helguvík
Stakksberg vinnur nú að 4,5 milljarða endurbótum á kísilmálmverksmiðju félagsins í Helguvík. Þar á meðal er 52 metra hár skorsteinn sem draga á úr mengun frá verksmiðjunni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Markús Sigurbjörnsson hefur verið dómari við Hæstarétt Íslands í aldarfjórðung.
Tveir hæstaréttardómarar hætta
Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar og sá dómari við réttinn sem setið hefur lengst, mun hætta störfum við réttinn eftir rúman mánuð. Það mun Viðar Már Matthíasson einnig gera.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Þorsteinn Víglundsson
Breytum bönkum í brýr
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None