Óðinn Jónsson hættir í Morgunútgáfunni á RÚV

9954547554_2f37a04a49_c.jpg
Auglýsing

Óðinn Jóns­son, fyrr­ver­andi frétta­stjóri á frétta­stofu RÚV, hættir sem umsjón­ar­maður Morg­un­út­gáf­unn­ar, sem hefur verið send út á sam­tengdum rásum Rásar 1 og 2 und­an­farin miss­eri, og byrjar með nýjan morg­un­þátt á Rás 1 í haust.

Nýi þátt­ur­inn verður sendur út á sama tíma og Morg­un­út­gáfan, og því verður sam­hliða útsend­ingum þátt­ar­ins á Rás 1 og 2 hætt, og hann ­færður aftur í sitt gamla horf þegar hann hét Morg­un­út­varp­ið. Þátt­ur­inn hans Óðins hefur enn ekki hlotið nafn, en hann verður að hluta frétta­tengd­ur. Þá mun Bogi Ágústs­son, frétta­mað­ur­inn góð­kunni, hætta viku­legum heim­sóknum í Morg­un­út­gáf­una og færa sig um set yfir á Rás 1 og fara viku­lega yfir heims­frétt­irnar í nýja morg­un­þætt­inum á Rás 1.Guð­rún Sóley Gests­dótt­ir, sem er einn umsjón­ar­manna Morg­un­út­gáf­unnar í dag, hefur verið boðið að sjá um þátt­inn áfram á Rás 2 í breyttri mynd, sem hún hefur þeg­ið. Þá mun Hrafn­hildur Hall­dórs­dótt­ir, þriðji umsjón­ar­maður Morg­un­út­gáf­unn­ar, hverfa til ann­arra starfa hjá Rás 2 í haust þegar áður­nefndar breyt­ingar á morg­un­dag­skrá Rás 1 og 2 taka gildi.

Frank Þórir Hall, dag­skrár­stjóri Rásar 2, segir í sam­tali við Kjarn­ann að til­kynnt verði um fleiri umsjón­ar­menn að Morg­un­út­varp­inu innan tíð­ar, en unnið sé að því að manna stöð­urn­ar.

Auglýsing

Hann segir breyt­ing­arnar á morg­un­dag­skrá Rásar 2, ekki til marks um að Morg­un­út­gáfan hafi ekki staðið undir vænt­ing­um. „Við erum auð­vitað ætíð að horfa til þess hvernig við getum bætt dag­skrána og þessar hróker­ingar eru hluti af þeirri vinnu. Í fyrra var ákveðið að hafa sam­tengdan morg­un­þátt í vetur en nú erum við að gera nokkrar breyt­inagr fyrir næsta starfsár og þessar hróker­ingar eru hluti af þeim breyt­ing­um. Okkur fannst eðli­legra að breyta þessu aft­ur, og leyfa rás­unum að hafa sitt eigið líf.“Aðspurður um hvort hlust­unin á Morg­un­út­gáf­una hafi valdið von­brigð­um, segir Frank svo ekki vera. „Hlust­unin er ekki ástæða þess að við ráðumst í þessar breyt­ing­ar. Svona aukum við þjón­ust­una á ný, í stað þess að draga úr henni. Nú hefur fólk val,“ segir Frank Þórir Hall dag­skrár­stjóri Rásar 2 í sam­tali við Kjarn­ann.

 

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent
None