Ofbeldi í sænskum grunnskóla tengist sparnaði í skólakerfinu

V.rnerRydenjpg.jpg
Auglýsing

Lít­ill hópur nem­enda í grunn­skóla í Malmö hefur und­an­farna mán­uði gengið svo hart fram að skól­anum var lokað á föstu­dag. Kennsla hófst aftur í dag en ákveðið hefur verið að grípa til ýmissa aðgerða til að koma í veg fyrir hót­anir og ofbeldi sem kenn­arar og nem­endur segja að hafi fyrir löngu gengið allt of langt. Þessi frétt hefur verið áber­andi í sænskum miðlum síð­ustu daga en hún ætti ekki að snú­ast ein­göngu um lít­inn hóp sem þrífst ekki innan ramma skóla­kerf­is­ins. Saga Värner Rydénskolan fjallar ekki hvað síst um sparnað í skóla­kerf­inu og skelfi­legar ákvarð­anir skóla­yf­ir­valda þrátt fyrir ítrekuð var­úð­ar­merki.

Värner Rydénskolan er grunn­skóli í Ros­engård hverf­inu í Malmö þar sem inn­flytj­endur eru í miklum meiri­hluta. Hverf­inu er stundum lýst sem gettói í fjöl­miðlum en sú lýs­ing á varla við rök að styðj­ast. Blaða­maður Guar­dian sagði í grein árið 2010 að hann vissi ekki um neitt annað gettó með breiðum og vel merktum hjóla­stígum þar sem mið­aldra konur hjóla heim til sín með inn­kaupa­poka. Hins vegar má ekki gera lítið úr því að félags­leg vanda­mál eru algeng í hverf­inu, atvinnu­leysi mikið og mennt­un­ar­stig lágt, enda er þetta oft fyrsta stopp inn­flytj­enda við kom­una til Sví­þjóð­ar.

Frá því að vera bestur yfir í að vera versturSkól­inn umræddi var í mörg ár besti grunn­skóli hverf­is­ins og í kringum með­al­tal þegar allir grunn­skólar í Malmö voru skoð­að­ir. Ástæðan var sú að upp­töku­svæði skól­ans var stórt og nem­endur komu gjarnan úr fjöl­skyldum sem höfðu skapað sér líf í Sví­þjóð, hlotið menntun og voru með vinnu. Ef til vill var það þess vegna sem skóla­yf­ir­völd ákváðu að fella aðra grunn­skóla inn í þann sem tal­inn var best­ur.

Frá árinu 2011 hefur verið stöðug krafa um nið­ur­skurð hjá grunn­skól­unum í Ros­engård, þrátt fyrir að þar væru nem­endur sem einna lík­leg­astir væru til að lenda utan­garðs vegna lít­ils félags­legs stuðn­ings. Í des­em­ber árið 2012 var nokkrum kenn­urum sagt upp í Värner Rydénskolan og þremur níundu bekkjum slegið saman í tvo. Í jan­úar árið 2013 er lögð sparn­að­ar­krafa upp á 2,5 millj­ónir sænskar á skól­ann og í heild eiga grunn­skólar í Ros­engård að spara átta millj­ónir sænsk­ar.

Auglýsing

Sænska knattspyrnugoðsögnin Zlatan Ibrahimovic ólst upp í Rosengård hverfinu í Malmö. Hér leikur hann fótbolta við börn úr hverfinu, við formlega vígslu á fótboltavelli í hverfinu sem Zlatan lék sér á þegar hann var barn. Sænska knatt­spyrnu­goð­sögnin Zlatan Ibra­himovic ólst upp í Ros­engård hverf­inu í Mal­mö. Hér leikur hann fót­bolta við börn úr hverf­inu, við form­lega vígslu á fót­bolta­velli í hverf­inu sem Zlatan lék sér á þegar hann var barn.

Á sama tíma kemur í ljós að ein­kunnir nem­enda hafa versnað mikið og innan við 40 pró­sent ná lág­marks­ein­kunn til að kom­ast í mennta­skóla. Í ágúst sama ár eru þrír grunn­skólar sam­ein­aðir og í kjöl­farið ber­ast fréttir af auknu ofbeldi, verri hegðun og aðstæðum sem ekki er hægt að bjóða nem­endum eða kenn­urum upp á. Vorið 2014 birt­ast fréttir í sænskum miðlum þar sem rektor skól­ans lýsir erf­ið­leikum í kjöl­farið á sam­ein­ing­unni og þar kemur jafn­framt fram að skól­inn er orð­inn versti skóli Malmö þegar litið er á ein­kunn­ir. Á tíma­bili í fyrra hringdu átján kenn­arar sig inn veika og það ger­ist margoft að ekki er hægt að fá afleys­ing­ar­kenn­ara.

Lítill hópur sem skemmir fyrir öllumHóp­ur­inn sem hefur haft sig mest frammi í skól­anum er ekki stór. Þarna er um að ræða um það bil tíu drengi sem virð­ast ekki þríf­ast innan ramma hins hefð­bundna skóla­kerfis og svo kannski tíu fylgj­end­ur. Fréttir hafa borist af eit­u­lyfja­sölu á skóla­lóð­inni og í febr­úar var fjallað um tvo menn sem hefðu farið inn í grunn­skóla í Malmö og sagst tengj­ast Isis sam­tök­un­um. Ekki var tekið fram hvaða skóli þetta hefði verið en að öllum líkum var þetta Värner Rydénskol­an.

Eftir fund­ar­höld gær­dags­ins hefur verið ákveðið að grípa til ýmissa ráð­staf­anna til að ná utan um ástandið í skól­an­um. Í grunn­inn snú­ast þær um fjölgun starfs­fólks og stjórn­enda til þess að ná betur utan um starf­sem­ina. Rætt hefur verið að flytja nokkra nem­endur í aðra skóla til að brjóta upp hóp­inn auk þess sem rætt verður við nem­endur og for­eldra og þeir beðnir um til­lögur að úrbót­um.

Breyta þarf grunnskóla­kerf­inu í SvíþjóðStóra spurn­ingin er hins vegar hvers vegna þetta hafi ekki gerst fyrir löngu. Eða öllu held­ur, miðað við sög­una og varn­að­ar­orð mátti alltaf gera ráð fyrir að sparn­aður kæmi einna harð­ast niður á þessum skól­um. Gustav Fridol­in, mennta­mála­ráð­herra Sví­þjóðar, segir að ástandið sé að hluta til vegna þess kerfis sem Svíar hafa byggt upp. For­eldrar hafa val um það í hvaða skóla þeir senda barnið sitt, en á móti kemur að skól­arnir geta einnig valið nem­endur inn í skól­ana ef umsóknir eru of marg­ar. Þetta hefur þýtt að sumir skólar drag­ast aftur úr sem aftur skapar víta­hring þar sem nem­endur sem eru betur staddir félags­lega geta ekki hugsað sér að stunda nám í þeim. Sam­kvæmt OECD er Sví­þjóð eina landið í heim­inum sem er með fullt frelsi þegar kemur að því að velja skóla, án þess að grípa til sér­stakra ráð­staf­ana til að koma í veg fyrir að sumir skólar drag­ist aftur úr.

Gustav Fridolin, menntamálaráðherra Svíþjóðar (til vinstri), ásamt Stefan Lofven  forsætisráðherra Svía. Gustav Fridol­in, mennta­mála­ráð­herra Sví­þjóðar (til vinstri), ásamt Stefan Lof­ven for­sæt­is­ráð­herra Sví­a.

Umræðan um Värner Rydénskolan hefur því hraðað umræð­unni um breyt­ingar á skóla­kerf­inu í Sví­þjóð og aukna aðkomu rík­is­ins á kostnað sjálf­stæðis sveit­ar­fé­laga. Skoða á þær aðferðir sem not­aðar eru í skólum sem taldir eru standa sig best og freista þess að yfir­færa þær á þá skóla sem standa sig verst. Til­hn­eyg­ing­ing hefur verið sú að fram­lag til nem­enda og skóla eigi að vera jöfn. Stað­reyndin er hins vegar sú að ákveðnir skólar þurfa fleiri kenn­ara og jafn­vel hærri laun þar sem að meiri­hluti nem­enda kemur úr erf­iðum félags­legum aðstæðum og talar ekki tungu­málið við upp­haf náms. Skipu­lag grunn­skóla­kerf­is­ins kemur því beint að umræðum um inn­flytj­endur í Sví­þjóð, mót­töku þeirra og þá aðstoð sem þeir fá við að aðlag­ast sam­fé­lag­inu.Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Climate Strikes and Societal Responsibility
Kjarninn 22. október 2019
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Women in prison
Kjarninn 21. október 2019
Curio hlaut Nýsköpunarverðlaunin
Elliði Hreinsson er framkvæmdastjóri og stofnandi Curio.
Kjarninn 21. október 2019
Ef ég væri VG þá myndi ég láta mig hverfa
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, gagnrýndi stjórnvöld fyrir stefnuleysi í málefnum fjármálakerfisins og mögulega sölu á eignarhlutum í ríkisbönkunum.
Kjarninn 21. október 2019
Samkvæmisleikur að geta til um stefnu stjórnvalda í bankamálum
Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi umræðu um sölu á ríkisbönkunum. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, minnti hana á að hún hefði mælt fyrir frumvarpi sem ráðherra um sölu á bönkum.
Kjarninn 21. október 2019
Jón Grétar Guðjónsson
Ekki láta góða kreppu fara til spillis – nýttu hana sem tækifæri
Kjarninn 21. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Það er ekki ósmekklegt að segja satt
Kjarninn 21. október 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
„Sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál“
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sést bregða fyrir í nýrri kvikmynd um Panamaskjölin og lögfræðistofuna Mossack Fonseca. Hann segir að eins og honum þyki það sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál þá verði myndinni vart breytt.
Kjarninn 21. október 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None