...og eitt kíló margarín!

butter.186909_640.jpg
Auglýsing

Margir, að bak­ara­drengnum kannski und­an­skild­um, kunna pip­ar­köku­söng­inn úr Dýr­unum í Hálsa­skógi, og um leið líka upp­skrift­ina þar sem meðal ann­ars er notað eitt kíló margar­ín. Ef bak­ara­meist­ar­inn og bak­ara­dreng­ur­inn þyrftu að bregða sér í búð hér í Dan­mörku til að kaupa í bakst­ur­inn myndu þeir lík­lega klóra sér í koll­inum þegar kæmi að margar­ín­inu. Í hillum danskra versl­ana, eins reyndar í öðrum ESB ríkj­um, má margarín nefni­lega ekki heita margarín lengur nema fitu­inni­hald sé minnst 80 pró­sent og mest 90 pró­sent. Þetta upp­fyllir það sem almennt er kallað margarín ekki.

Margar­ín­ið, eða smjör­líkið eins og við köllum það, á sér ann­ars merki­lega sögu. Franskur efna­fræð­ing­ur, Hippolyte Megé-Mo­uriés, hafði fundið það upp, að skipan Napól­e­ons III árið 1869, átti að koma í stað­inn fyrir smjör (sem var dýrt) handa hern­um. Margar­ínið kom á mark­að­inn í Dan­mörku 1883, Danir tóku því fagn­andi og urðu á skömmum tíma sú þjóð ver­aldar sem hest­hús­aði mestu af þess­ari nýj­ung. Danska margar­ínið sam­an­stóð einkum af hval­lýsi og nauta­tólg. Læknar og nær­ing­ar­fræð­ingar mæltu með margar­ín­inu, það  var orku­ríkt og ódýrt. Nær­ing­ar­skortur var algengur og þarna voru í boði ódýrar hita­ein­ing­ar. Margar­ínn­eysla Dana minnk­aði á árum síð­ari heims­styrj­aldar en jókst svo hratt eftir að stríð­inu lauk.

Svo komu nær­ing­ar­fræð­ing­arnirÁ sjötta ára­tugnum fóru að koma fram efa­semdir um margar­ín­ið.  Nær­ing­ar­fræð­ingar fara að tala um trans­fitu­sýr­ur, óholla fitu og nær­ing­ar­lausar hita­ein­ing­ar. Það var líka á þessum tíma að nær­ing­ar­skort­ur­inn hvarf og annað vanda­mál kom í hans stað: of margar hita­ein­ingar og með þeim of mörg kíló. Frá árinu 1960 hefur margar­ínn­eysla Dana farið minnk­andi ár frá ári þrátt fyrir að komið hafi á mark­að­inn alls kyns vítamín­bætt plöntu­margarín sem nær­ing­ar­fræð­ingar töldu mun holl­ara og ekki jafn ríkt af hita­ein­ing­um. Nýleg könnun sýndi að Danir sem eru eldri en 55 ára borða tvisvar sinnum meira margarín en þeir sem eru yngri en 35 ára. Íbúar Kaup­manna­hafn­ar­svæð­is­ins og Aust­ur-Jót­lands nota minnst margar­ín.

Margar­ín­reglu­gerð ESB                                                                  Árið 2007 setti Evr­ópu­sam­bandið reglu­gerð um margarín og sam­kvæmt henni, eins og áður var sagt, upp­fyllir það sem fyrrum var kallað margarín ekki kröf­urnar um fitu­inni­hald. Í dönskum versl­unum eru ennþá í hill­unum stykki, sem eru alveg eins og gömlu margar­ín­stykk­in, mun­ur­inn er bara sá að orðið margarín (marg­ar­ine) er bann­orð. Þess vegna stendur á sumum stykkj­unum STEGE..  og á öðrum BAGE.. og kaup­endur verða sjálfir að geta sér til um inni­hald­ið. Neyslan á margar­íni hefur dreg­ist saman um helm­ing á und­an­förnum 20 árum og minnkar stöðugt. Plöntu­olía og smjör hefur komið í stað­inn og ekki er útlit fyrir að margar­ínið eigi eftir að fá „comeback.“

ESB reglu­gerðin bannar ekki margarín í söng­text­um. Það geta þeir huggað sig við bak­ara­meist­ar­inn og bak­ara­dreng­ur­inn í Hálsa­skógi hvað sem þeir setja svo í pip­ar­kök­urn­ar.

Auglýsing

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Milljónir hektara af regnskógum í Indónesíu og Malasíu hafa verið ruddir síðustu ár til vinnslu pálmaolíu.
Vilja takmarka notkun pálmaolíu í íslenskri framleiðslu
Pálmaolía er þrisvar sinnum verri en jarðefnaeldsneyti þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda. Notkun hennar sem eldsneyti hefur aukist síðustu ár og hópur þingmanna vill banna hana í lífdísil og takmarka í allri framleiðslu á Íslandi.
Kjarninn 27. október 2020
Óróinn kokkaður upp inni á skrifstofu SA
„Sú hætta er raunverulega fyrir hendi að ungt fólk finni ekkert að gera eftir nám. Við getum þá siglt inn í aðstæður sem eru svipaðar og í sunnanverðri Evrópu þar sem atvinnuleysi ungs fólks er gríðarlegt.“ Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Kjarninn 27. október 2020
Lilja Alfreðsdóttir
Fjárfesting í fólki og nýsköpun ræður úrslitum
Kjarninn 27. október 2020
Nær helmingur atvinnulausra er undir 35 ára
Atvinnuleysi yngri aldurshópa er töluvert meira en þeirra eldri, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar og Hagstofu. Munurinn er enn meiri þegar tekið er tillit til atvinnulausra námsmanna.
Kjarninn 27. október 2020
Gunnþór B. Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar.
Samherja-blokkin bætir enn við sig kvóta – heldur nú á 17,5 prósent
Útgerð í eigu Síldarvinnslunnar hefur keypt aðra útgerð sem heldur á 0,36 prósent af heildarkvóta. Við það eykst aflahlutdeild þeirra útgerðarfyrirtækja sem tengjast Samherjasamstæðunni um sama hlutfall.
Kjarninn 26. október 2020
Björn Gunnar Ólafsson
Uppskrift að verðbólgu
Kjarninn 26. október 2020
Flóttafólk mótmælti í mars á síðasta ári.
Flóttafólk lýsir slæmum aðstæðum í búðunum á Ásbrú
Flóttafólk segir Útlendingastofnun hafa skert réttindi sín og frelsi með sóttvarnaaðgerðum. Stofnunin segir þetta misskilning og að sótt­varna­ráð­staf­anir mæl­ist eðli­lega mis­vel fyrir. Hún geri sitt besta til að leiðrétta allan misskilning.
Kjarninn 26. október 2020
Aðalbygging Háskóla Íslands
Sögulegur fjöldi nemenda í HÍ
Skráðum nemendum í Háskóla Íslands fjölgaði um tæplega 2 þúsund á einu ári. Aldrei hafa jafnmargir verið skráðir við skólann frá stofnun hans.
Kjarninn 26. október 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None