Ólið verðbólgudrauginn niður! - deilið ágóðanum með fólkinu á gólfinu

verkfall.jpg kjaramál kjör
Auglýsing

Það er kannski gert of mikið af því, að tala um kjara­við­ræð­urnar og þær gríð­ar­legu deilur sem  nú ein­kenna þær. Reynslu­mesta fólkið í stjórn­málum á Íslandi talar um að staðan um þessar mundir sé nær for­dæma­laus. Verka­lýðs­hreyf­ingin krefst þess að fá um og yfir 20 pró­sent launa­hækkun fyrir sína félags­menn, á meðan atvinnu­rek­endur horfa til þess að aðeins sé hægt að hækka laun um 3,5 til 5 pró­sent. Það sama má segja um kröfur BHM og BSRB gagn­vart hinu opin­bera.

Alveg ljóst er, að til þess að ná sátt um þessi mál, þá þarf að koma til mik­ill afsláttur af hálfu beggja. Atvinnu­rek­endur hafa því miður ekki sýnt nægi­lega gott for­dæmi, þegar kemur að launum stjórn­ar­manna og stjórn­enda að und­an­förnu. Þau hafa hækkað langt umfram það sem atvinnu­rek­endur telja að sé mögu­legt hjá fólk­inu á gólf­inu. Það er ekki gott, og sýnir mikið ábyrgð­ar­leysi.

Óháð öllu öðru, þá ætti almenn­ingur að gera kröfu um aðeins eitt: Samn­ing­arnir mega ekki verða til þess að verð­bólgu­draug­ur­inn fari á stjá og eyði launa­hækk­unum fólks. Það bara má ekki ger­ast. Því miður er tölu­verð hætta á því. En á sama tíma verða atvinnu­rek­endur að sýna ábyrgð, og horfast í augu við það, að lík­lega þurfi að grípa til nýrra með­ala til þess að leysa úr erf­iðri stöðu. Þar dettur bréf­rit­ara helst í hug, að hlut­haf­ar, einkum í stórum fyr­ir­tækjum sem hafa skilað mik­illli arð­semi á und­an­förnum árum, bjóð­ist til þess að taka minna til sín úr rekstr­inum og greiði ein­fald­lega hluta af hagn­aði hvers árs beint til starfs­fólks. Ein­fald­lega skera kök­una upp á nýtt.

Auglýsing

Í ákveðnum geirum er þetta vel mögu­legt, t.d. í sjáv­ar­út­vegi. Þar hefur mesta góð­æri í sögu atvinnu­grein­ar­innar hér á landi, átt sér stað að und­an­förnu og það er ekk­ert athuga­vert við það að fólkið á gólf­inu fá meira til sín. Það sama má segja um marga aðra geira; hlut­hafar fyr­ir­tækja, gætu verið lausnin að vanda­mál­inu. Þeir þurfa að sýna í verki að þeir séu til­búnir að gefa eft­ir, og deila ágóð­anum með fólk­inu á gólf­inu.

Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None