Olíuverð fór í dag undir 50 Bandaríkjadali á fatið. Fyrir um átta mánuðum síðan var verðið á fatið af olíu um 110 Bandaríkjadalir og því hefur verðfallið verið mikið á skömmum tíma. Í júlí mánuði einum féll verðið um 21 prósent, að því er fram kemur á vef New York Times.
Ástæðuna fyrir verðfalli á olíunni að undanförnu má meðal annars rekja til þess að eftirspurn sé að minnka í heimsbúskapnum, að því er segir á vef New York Times.
Þessar lækkanir koma illa við rússneskan efnahag og telur Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn að nauðsynlegt sé fyrir Rússa að draga saman seglin og hagræða, einkum hjá hinu opinbera. Olíuútflutningur er stærsta útflutningsgrein Rússa og er efnahagur landsins háður ýmissi þjónustu í kringum olíuiðnað.
#Russia: Geopolitical risks & oil price volatility call for prudent monetary & fiscal policies. Read the story http://t.co/mS8aPcAVmS
— IMF (@IMFNews) August 3, 2015