Öll styðja borgarlínu en „galdrarnir og töfrarnir“ felast í málamiðlun

Menningarstríð, eðlisfræði og „genasamsetning“ Reykvíkinga er meðal þess sem borgarfulltrúar tókust á um í Silfrinu. Hætt er við að borgarlínu og einkabíl sé stillt upp sem andstæðum pólum en lausnarorðin eru valfrelsi og málamiðlanir.

Dóra Björt, Hildur, Eyþór og Þórdís Lóa tókust á í Silfrinu.
Dóra Björt, Hildur, Eyþór og Þórdís Lóa tókust á í Silfrinu.
Auglýsing

Heit umræða skap­að­ist um skipu­lags­mál í Reykja­vík­ur­borg í Silfr­inu á RÚV í morgun en þar voru mættir fjórir borg­ar­full­trúar til að ræða borg­ar­mál­in. Áherslan var m.a. á þétt­ingu byggðar og sam­göngu­mál. Orð á borð við „menn­ing­ar­stríð“ voru not­uð, sér í lagi í tengslum við borg­ar­lín­una. Eyþór Arn­alds, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks, sagði strætó­kerfið hafa verið látið „drabb­ast nið­ur“ á kjör­tíma­bil­inu. Hann væri „með borg­ar­línu þar sem hún er skyn­sam­leg“. Hildur Björns­dótt­ir, einnig borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks, sem lýsti því nýverið yfir að hún vilji leiða flokk­inn í næstu borg­ar­stjórn­ar­kosn­ingum sem fram fara um miðjan maí, sagð­ist „ekki spennt fyrir stærð­ar­innar slauf­um“ í umferð­ar­mann­virkj­unum en að hún vilji „borg­ar­línu og Sunda­braut“. Hún kann­að­ist því ekki við þá lýs­ingu Þór­dísar Lóu Þór­halls­dótt­ur, borg­ar­full­trúa Við­reisn­ar, sem sagð­ist líða eins og í Harry Pott­er-­mynd, þar sem ekki mætti segja orðið borg­ar­lína.

Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Pírata, sagði Sjálf­stæð­is­flokk­inn „þrí­klof­inn“ í skipu­lags­málum og hafn­aði þeim orðum Eyþórs að núver­andi meiri­hluti vildi þvinga fólk út úr einka­bíln­um. Sífellt fleira fólk vilji kom­ast um borg­ina með öðrum ferða­mát­um, sagði Dóra Björt. „Það er ekki hluti af okkar gena­sam­setn­ingu að vilja aka bíl­u­m.“

Auglýsing

Hildur sagð­ist hafa áttað sig á því er hún kom inn í borg­ar­stjórn að umræða um skipu­lags­mál væri í skot­gröf­um. Hún kall­aði umræð­una um sam­göngu- og skipu­lags­mál „menn­ing­ar­stríð“ þar sem almanna­sam­göngum og einka­bílnum væri til að mynda stillt upp á sitt hvorum póln­um. „Galdr­a­rnir og töfr­arnir fel­ast í mála­miðl­un­um,“ sagði hún. „Það er hægt að finna ein­hverja sann­gjarna nálgun á hlut­ina þannig að allir geti fundið sinn stað í þess­ari borg.“

Hún seg­ist hafa stutt borg­ar­línu­verk­efnið eins og það birt­ist í sam­göngu­á­ætlun sem nyti stuðn­ings ríkis og bæj­ar­stjórna í nágranna­sveit­ar­fé­lögum Reykja­vík­ur.

Þór­dís Lóa, sem á sæti í meiri­hluta borg­ar­stjórn­ar, sagð­ist taka undir með Hildi hvað varðar að allir eigi að geta fundið sinn stað í borg­inni. „Við erum alltaf að gefa þessum 5 pró­sent­um, sem eru á sitt hvorum póln­um, of mikla athygl­i.“

Líkt og Dóra Björt hefði nefnt varð­andi áhuga fólks á öðrum ferða­venjum en að nota bíl sýndu „öll gögn sem við fáum“ að fólk væri sam­mála þétt­ingu byggðar þótt slíkt þyrfti „sann­ar­lega að gera í ákveðnum skref­um“. Hafa yrði þol­in­mæði fyrir und­ir­bún­ingn­um. Hug­myndir um þétt­ingu byggðar í Foss­vogi væri dæmi um slíkt. Þar hefði verið kynnt hverf­is­skipu­lag sem væri fyrsta skrefið og til þess gert að fá fram umræðu og athuga­semd­ir. Ný hverfi væru einnig að fara að rísa, m.a. á Höfða. „Allt teng­ist þetta lífs­stíln­um, sam­göng­unum og hús­næð­in­u.“ Ungt fólk vilji færri fer­metra og góða þjón­ustu. Því kalli þyrfti að svara hratt og vel.

Fólk þvingað í borg­ar­línu - eða einka­bíl­inn

Eyþór hefur gagn­rýnt það hvernig borg­ar­línan er skipu­lögð innan Reykja­vík­ur, m.a. að taka eigi burt akreinar til að koma henni fyrir og „þrengja þar með að umferð“.

Egill Helga­son, umsjón­ar­maður Silf­urs­ins, spurði hvort að Eyþór væri „í prinsipp­inu“ með eða á móti borg­ar­línu. „Ég er með borg­ar­línu sem er skyn­sam­leg,“ svar­aði Eyþór. Þreng­ing á aðra umferð væri ekki góð lausn. Verið væri eig­in­lega að „þvinga fólk til að taka borg­ar­línu og ég held að það sé röng nálg­un“.

Dóra Björt, sem á sæti í meiri­hluta borg­ar­stjórn­ar, sagði þetta ekki rétt. Miklu heldur mætti segja að verið væri að þvinga fólk til að aka bíl­um. Það hefði verið gert árum og ára­tugum sam­an, „einmitt eftir að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn var hér við völd og inn­leiddi aðal­skipu­lag einka­bíls­ins á sínum tíma og breytti Reykja­vík í bíla­borg“.

Ekki á ábyrgð Hildar

Öfl­ugar almenn­ings­sam­göngur snú­ist um að bregð­ast við fyr­ir­sjá­an­legri fólks­fjölgun í borg­inni. „Þetta er skipu­lags­mál sem snýst um þétt­ingu byggðar og hvernig við byggjum upp göt­urnar í kringum það. Ef það er ein­hver sem staðið hefur fyrir menn­ing­ar­stríði þá er það Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn. Ég er ekki að segja að Hildur Björns­dóttir hafi borið ábyrgð á því. Hún hefur ekki verið hluti af því stríði. Alls ekki.“

Dóra sagði að það væri ekki „nátt­úru­lög­mál“ að það væri erfitt að kom­ast um borg­ina án þess að vera á bíl.

Hildur sagð­ist „mjög fylgj­andi stór­bættum almenn­ings­sam­göng­um“ og ekki vilja „plástr­a­lausnir“ heldur „mjög djarfar lausnir“. Egill spurði hana hvort hún væri fylgj­andi borg­ar­línu?

„Já, algjör­lega. Ég hef stutt borg­ar­línu­verk­efnið í sam­göngusátt­mál­an­um“ sem boð­aði lausnir fyrir alla, hvort sem litið væri til einka­bíls­ins, almenn­ings­sam­gangna eða hjólandi og gang­andi. Hins vegar sagði hún borg­ar­yf­ir­völd vera með útfærslu á borg­ar­línu sem væri ekki í þeim sátt­mála og nefndi hún sér­stak­lega Suð­ur­lands­braut­ina þar sem gert væri ráð fyrir að fækka akrein­um. „Þetta fannst mér vera inn­legg í þetta menn­ing­ar­stríð. Hvers vegna í ósköp­un­um, þegar við erum að reyna að ná sátt um fram­tíðar almenn­ings­sam­göngur á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, er verið að varpa þess­ari sprengju inn í umræð­una?“

Hún sagð­ist ekki vilja sá lausnir í sam­göngu­málum sem væru „árás hver á aðra“.

Auglýsing

Þór­dís Lóa sagði almenn­ings­sam­göngur snú­ast um tíðni og tíma. Þegar stræt­is­vagnar sitji fastir í umferð væri ekki verið að spara tíma. „Þess vegna skiptir þessi sér akrein [á Suð­ur­lands­braut­inni] gríð­ar­lega miklu máli.“ Sagði hún fólk verða að þora að segja orðið „borg­ar­lína“ upp­hátt. Bætti hún því við að hún væri mjög fylgj­andi Sunda­braut sem bæði Hildur og Eyþór nefndu sem hluta af lausn­inni.

„Auð­vitað er borg­ar­lína ekki hafin yfir gagn­rýn­i,“ sagði Hild­ur. „Við verðum að geta tekið sam­tal­ið. Ef það kemur upp­byggi­leg gagn­rýni þá verðum við að taka hana inn í umræð­una.“

Dóra Björt sagði málið snú­ast um að „flytja fólk en ekki far­ar­tæki“. Hágæða almenn­ings­sam­göng­ur, líkt og Hildur segð­ist vilja, þurfi sér rými. „Það þarf pláss undir það. Það er ein­föld eðl­is­fræð­i.“ Ekki ætti að hengja sig í umræð­una um eina akrein á Suð­ur­lands­braut. Hún sagði að fólk þyrfti val­frelsi.

Margir vilja breyta ferða­venjum

Flestar ferðir fólks innan borg­ar­innar „eru og verða með einka­bíln­um,“ sagði Eyþór. Borg­ar­lína breytti engu þar um.

„Það er ekki hluti af okkar gena­sam­setn­ingu að vilja aka bíl­u­m,“ sagði Dóra Björt þá. „Það er nú ein­fald­lega þannig að hvernig þú byggir upp sam­fé­lagið og skipu­lags­málin móta hegðun okk­ar. Það er ekki bara þannig að Reyk­vík­ingar vilji bíl­inn.“

Hildur sagði að í nýjum könn­unum sýndi sig að það væri miklu stærri hópur fólks en hún hefði gert sér grein fyrir sem væri reiðu­búið að gera breyt­ingar á sínum ferða­venj­um. „Það gerir það ekki nema að það fái góða og raun­hæfa kosti. Þess vegna þurfum við að bjóða þessa val­kost­i.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent