Öll styðja borgarlínu en „galdrarnir og töfrarnir“ felast í málamiðlun

Menningarstríð, eðlisfræði og „genasamsetning“ Reykvíkinga er meðal þess sem borgarfulltrúar tókust á um í Silfrinu. Hætt er við að borgarlínu og einkabíl sé stillt upp sem andstæðum pólum en lausnarorðin eru valfrelsi og málamiðlanir.

Dóra Björt, Hildur, Eyþór og Þórdís Lóa tókust á í Silfrinu.
Dóra Björt, Hildur, Eyþór og Þórdís Lóa tókust á í Silfrinu.
Auglýsing

Heit umræða skap­að­ist um skipu­lags­mál í Reykja­vík­ur­borg í Silfr­inu á RÚV í morgun en þar voru mættir fjórir borg­ar­full­trúar til að ræða borg­ar­mál­in. Áherslan var m.a. á þétt­ingu byggðar og sam­göngu­mál. Orð á borð við „menn­ing­ar­stríð“ voru not­uð, sér í lagi í tengslum við borg­ar­lín­una. Eyþór Arn­alds, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks, sagði strætó­kerfið hafa verið látið „drabb­ast nið­ur“ á kjör­tíma­bil­inu. Hann væri „með borg­ar­línu þar sem hún er skyn­sam­leg“. Hildur Björns­dótt­ir, einnig borg­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks, sem lýsti því nýverið yfir að hún vilji leiða flokk­inn í næstu borg­ar­stjórn­ar­kosn­ingum sem fram fara um miðjan maí, sagð­ist „ekki spennt fyrir stærð­ar­innar slauf­um“ í umferð­ar­mann­virkj­unum en að hún vilji „borg­ar­línu og Sunda­braut“. Hún kann­að­ist því ekki við þá lýs­ingu Þór­dísar Lóu Þór­halls­dótt­ur, borg­ar­full­trúa Við­reisn­ar, sem sagð­ist líða eins og í Harry Pott­er-­mynd, þar sem ekki mætti segja orðið borg­ar­lína.

Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, borg­ar­full­trúi Pírata, sagði Sjálf­stæð­is­flokk­inn „þrí­klof­inn“ í skipu­lags­málum og hafn­aði þeim orðum Eyþórs að núver­andi meiri­hluti vildi þvinga fólk út úr einka­bíln­um. Sífellt fleira fólk vilji kom­ast um borg­ina með öðrum ferða­mát­um, sagði Dóra Björt. „Það er ekki hluti af okkar gena­sam­setn­ingu að vilja aka bíl­u­m.“

Auglýsing

Hildur sagð­ist hafa áttað sig á því er hún kom inn í borg­ar­stjórn að umræða um skipu­lags­mál væri í skot­gröf­um. Hún kall­aði umræð­una um sam­göngu- og skipu­lags­mál „menn­ing­ar­stríð“ þar sem almanna­sam­göngum og einka­bílnum væri til að mynda stillt upp á sitt hvorum póln­um. „Galdr­a­rnir og töfr­arnir fel­ast í mála­miðl­un­um,“ sagði hún. „Það er hægt að finna ein­hverja sann­gjarna nálgun á hlut­ina þannig að allir geti fundið sinn stað í þess­ari borg.“

Hún seg­ist hafa stutt borg­ar­línu­verk­efnið eins og það birt­ist í sam­göngu­á­ætlun sem nyti stuðn­ings ríkis og bæj­ar­stjórna í nágranna­sveit­ar­fé­lögum Reykja­vík­ur.

Þór­dís Lóa, sem á sæti í meiri­hluta borg­ar­stjórn­ar, sagð­ist taka undir með Hildi hvað varðar að allir eigi að geta fundið sinn stað í borg­inni. „Við erum alltaf að gefa þessum 5 pró­sent­um, sem eru á sitt hvorum póln­um, of mikla athygl­i.“

Líkt og Dóra Björt hefði nefnt varð­andi áhuga fólks á öðrum ferða­venjum en að nota bíl sýndu „öll gögn sem við fáum“ að fólk væri sam­mála þétt­ingu byggðar þótt slíkt þyrfti „sann­ar­lega að gera í ákveðnum skref­um“. Hafa yrði þol­in­mæði fyrir und­ir­bún­ingn­um. Hug­myndir um þétt­ingu byggðar í Foss­vogi væri dæmi um slíkt. Þar hefði verið kynnt hverf­is­skipu­lag sem væri fyrsta skrefið og til þess gert að fá fram umræðu og athuga­semd­ir. Ný hverfi væru einnig að fara að rísa, m.a. á Höfða. „Allt teng­ist þetta lífs­stíln­um, sam­göng­unum og hús­næð­in­u.“ Ungt fólk vilji færri fer­metra og góða þjón­ustu. Því kalli þyrfti að svara hratt og vel.

Fólk þvingað í borg­ar­línu - eða einka­bíl­inn

Eyþór hefur gagn­rýnt það hvernig borg­ar­línan er skipu­lögð innan Reykja­vík­ur, m.a. að taka eigi burt akreinar til að koma henni fyrir og „þrengja þar með að umferð“.

Egill Helga­son, umsjón­ar­maður Silf­urs­ins, spurði hvort að Eyþór væri „í prinsipp­inu“ með eða á móti borg­ar­línu. „Ég er með borg­ar­línu sem er skyn­sam­leg,“ svar­aði Eyþór. Þreng­ing á aðra umferð væri ekki góð lausn. Verið væri eig­in­lega að „þvinga fólk til að taka borg­ar­línu og ég held að það sé röng nálg­un“.

Dóra Björt, sem á sæti í meiri­hluta borg­ar­stjórn­ar, sagði þetta ekki rétt. Miklu heldur mætti segja að verið væri að þvinga fólk til að aka bíl­um. Það hefði verið gert árum og ára­tugum sam­an, „einmitt eftir að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn var hér við völd og inn­leiddi aðal­skipu­lag einka­bíls­ins á sínum tíma og breytti Reykja­vík í bíla­borg“.

Ekki á ábyrgð Hildar

Öfl­ugar almenn­ings­sam­göngur snú­ist um að bregð­ast við fyr­ir­sjá­an­legri fólks­fjölgun í borg­inni. „Þetta er skipu­lags­mál sem snýst um þétt­ingu byggðar og hvernig við byggjum upp göt­urnar í kringum það. Ef það er ein­hver sem staðið hefur fyrir menn­ing­ar­stríði þá er það Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn. Ég er ekki að segja að Hildur Björns­dóttir hafi borið ábyrgð á því. Hún hefur ekki verið hluti af því stríði. Alls ekki.“

Dóra sagði að það væri ekki „nátt­úru­lög­mál“ að það væri erfitt að kom­ast um borg­ina án þess að vera á bíl.

Hildur sagð­ist „mjög fylgj­andi stór­bættum almenn­ings­sam­göng­um“ og ekki vilja „plástr­a­lausnir“ heldur „mjög djarfar lausnir“. Egill spurði hana hvort hún væri fylgj­andi borg­ar­línu?

„Já, algjör­lega. Ég hef stutt borg­ar­línu­verk­efnið í sam­göngusátt­mál­an­um“ sem boð­aði lausnir fyrir alla, hvort sem litið væri til einka­bíls­ins, almenn­ings­sam­gangna eða hjólandi og gang­andi. Hins vegar sagði hún borg­ar­yf­ir­völd vera með útfærslu á borg­ar­línu sem væri ekki í þeim sátt­mála og nefndi hún sér­stak­lega Suð­ur­lands­braut­ina þar sem gert væri ráð fyrir að fækka akrein­um. „Þetta fannst mér vera inn­legg í þetta menn­ing­ar­stríð. Hvers vegna í ósköp­un­um, þegar við erum að reyna að ná sátt um fram­tíðar almenn­ings­sam­göngur á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, er verið að varpa þess­ari sprengju inn í umræð­una?“

Hún sagð­ist ekki vilja sá lausnir í sam­göngu­málum sem væru „árás hver á aðra“.

Auglýsing

Þór­dís Lóa sagði almenn­ings­sam­göngur snú­ast um tíðni og tíma. Þegar stræt­is­vagnar sitji fastir í umferð væri ekki verið að spara tíma. „Þess vegna skiptir þessi sér akrein [á Suð­ur­lands­braut­inni] gríð­ar­lega miklu máli.“ Sagði hún fólk verða að þora að segja orðið „borg­ar­lína“ upp­hátt. Bætti hún því við að hún væri mjög fylgj­andi Sunda­braut sem bæði Hildur og Eyþór nefndu sem hluta af lausn­inni.

„Auð­vitað er borg­ar­lína ekki hafin yfir gagn­rýn­i,“ sagði Hild­ur. „Við verðum að geta tekið sam­tal­ið. Ef það kemur upp­byggi­leg gagn­rýni þá verðum við að taka hana inn í umræð­una.“

Dóra Björt sagði málið snú­ast um að „flytja fólk en ekki far­ar­tæki“. Hágæða almenn­ings­sam­göng­ur, líkt og Hildur segð­ist vilja, þurfi sér rými. „Það þarf pláss undir það. Það er ein­föld eðl­is­fræð­i.“ Ekki ætti að hengja sig í umræð­una um eina akrein á Suð­ur­lands­braut. Hún sagði að fólk þyrfti val­frelsi.

Margir vilja breyta ferða­venjum

Flestar ferðir fólks innan borg­ar­innar „eru og verða með einka­bíln­um,“ sagði Eyþór. Borg­ar­lína breytti engu þar um.

„Það er ekki hluti af okkar gena­sam­setn­ingu að vilja aka bíl­u­m,“ sagði Dóra Björt þá. „Það er nú ein­fald­lega þannig að hvernig þú byggir upp sam­fé­lagið og skipu­lags­málin móta hegðun okk­ar. Það er ekki bara þannig að Reyk­vík­ingar vilji bíl­inn.“

Hildur sagði að í nýjum könn­unum sýndi sig að það væri miklu stærri hópur fólks en hún hefði gert sér grein fyrir sem væri reiðu­búið að gera breyt­ingar á sínum ferða­venj­um. „Það gerir það ekki nema að það fái góða og raun­hæfa kosti. Þess vegna þurfum við að bjóða þessa val­kost­i.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent