Ólöf Helga býður sig fram til forseta ASÍ gegn Ragnari Þór

Ólöf Helga Adolfsdóttir, ritari stjórnar Eflingar, hefur tilkynnt um framboð sitt til forseta Alþýðusambands Íslands. Hún vill leggja sitt að mörkum til að hreyfingin þjóni öllu félagsfólki, óháð pólitískum skoðunum þess.

Ólöf Helga Adolfsdóttir
Ólöf Helga Adolfsdóttir
Auglýsing

Ólöf Helga Adolfs­dótt­ir, rit­ari stjórnar Efl­ing­ar, hefur til­kynnt um fram­boð sitt til for­seta Alþýðu­sam­bands Íslands (ASÍ). Þar með er komið fram mót­fram­boð gegn Ragn­ari Þór Ing­ólfs­syni, for­manni VR, sem hafði áður til­kynnt að hann sækt­ist eftir því að verða næsti for­seti ASÍ á þingi sam­bands­ins sem hefst á mánu­dag. Drífa Snæ­dal hætti sem for­seti ASÍ í ágúst.

Í til­kynn­ingu frá Ólöfu Helgu segir að Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, for­maður Efl­ing­ar, vilji nú í valda­banda­lagi við Ragnar Þór Ing­ólfs­son og Vil­hjálm Birg­is­son, taka yfir ASÍ. Í gegnum hóp­upp­sagnir á skrif­stofu Efl­ingar fórn­uðu þau trú­verð­ug­leika verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar og félags­fólki fyrir eigin valda­hags­muni. Óljóst er hvað þrí­eykið vill með sam­band­ið. En það hefur komið skýrt fram að þau munu ekki hafa rúm fyrir aðrar skoð­anir en sínar eigin og vilja stjórna í krafti meiri­hlutaræð­is. Allir sem mót­mæla þeim fá yfir sig fúk­yrða­flaum – og þegar önnur sjón­ar­mið eru sett fram er þeim mætt með hót­unum og offorsi.“

Auglýsing
Hún hafi sjálf verið virk í verka­lýðs­bar­átt­unni und­an­farin ár og setið í stjórn Efl­ingar frá árinu 2019. „Ég hef unnið lág­launa­störf alla mína starfsævi, að frá­töldum þeim mán­uðum sem ég gegndi emb­ætti vara­for­manns Efl­ing­ar. Sem for­seti ASÍ hef ég áhuga á að að leiða fólk saman og starfa með öllum aðild­ar­fé­lögum innan hreyf­ing­ar­inn­ar. Ég vil leggja mitt af mörkum til að hreyf­ingin þjóni áfram öllu sínu félags­fólki, óháð póli­tískum skoð­unum þess. Ég trúi að lýð­ræðið snúst ekki aðeins um atkvæða­greiðslu eða hausa­taln­ingu, heldur ferli og umræðu þar sem öll sjón­ar­mið skipta máli. Ég trúi á ASÍ sem breið­fylk­ingu. Framundan er þungur vetur kjara­við­ræðna þar sem við verðum að snúa bökum saman og ná fram raun­veru­legum kjara­bót­um. Ég tel mik­il­vægt að verka­lýðs­hreyf­ingin sé bæði sam­einuð og sterk og býð fram mína krafta til að vinna að því.“

Ragnar Þór sá eini sem hafði til­kynnt fram­boð

Ragnar Þór greindi frá fram­boði sínu um miðjan sept­em­ber. Í sam­tali við Kjarn­ann sagði hann að í aðdrag­and­anum hafi hann átt fundi með for­ystu­fólki úr aðild­ar­fé­lögum innan ASÍ til að kanna hvort stuðn­ingur væri við þær hug­myndir sem hann hefði um fram­­tíð sam­­bands­ins og áherslu­breyt­ingar í störfum þess næðu út fyrir þann hóp stétt­­ar­­fé­laga sem staðið hefðu „dá­­lítið þétt sam­an“ og átti hann þar við stétt­­ar­­fé­lög í Grinda­vík, Akra­­nesi og svo Efl­ingu stétt­­ar­­fé­lag.

Drífa Snæ­­dal sagði af sér emb­ætti for­­seta 10. ágúst og sagði hún sam­­skipti við ýmsa kjörna full­­trúa innan sam­­bands­ins og sú blokka­­myndun sem þar hefði átt sér stað gera sér ókleift að starfa áfram sem for­­seti.

Í yfir­­lýs­ingu sem hún birti er hún til­­kynnti um brott­hvarf sitt gagn­rýndi hún for­ystu bæði Efl­ingar og VR og sagð­ist hafa þurft að „bregð­­­ast við linn­u­­­lausri, en óljósri gagn­rýni for­­­manns VR“ á sín störf.

Átök í lengri tíma

Ólöf Helga og Sól­veig Anna, for­maður Efl­ing­ar, hafa átt í deilum á und­an­förnum mán­uð­um. Þær leiddu sitt hvorn list­ann í stjórn­ar­kjöri Efl­ingar í febr­ú­ar. Þar bar listi Sól­veigar Önnu sigur úr být­um, fékk 52 pró­sent greiddra atkvæða, en listi Ólafar Helgu fékk 37 pró­sent. Alls greiddu 3.900 af þeim 25.842 sem voru á kjör­skrá atkvæði.

Sól­veig Anna hafði sagt af sér sem for­maður haustið 2021 og tók Agnieszka Ewa Ziólkowska við kefl­inu. Við það varð Ólöf Helga vara­for­maður Efl­ing­ar.

Kjarn­inn greindi frá því í gær að Agnieszka hefði fengið aðgang að tölvu­póst­hólfum Sól­veigar Önnu og Við­ars Þor­steins­son­ar, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra Efl­ing­ar, frá því í jan­úar á þessu ári og fram í apr­íl. Aðgang­ur­inn var virkur eftir að Sól­veig Anna var end­ur­kjörin sem for­maður Efl­ingar og eftir að hún tók aftur við því emb­ætti. Í álits­gerð lög­manns segir að athæfið sé brot á per­sónu­vernd­ar­lögum og Sól­veig Anna ætlar að til­kynna málið til Per­sónu­vernd­ar.

Hópur úr ell­efu verka­lýðs­fé­lögum sem til­heyra ASÍ birtu aðsenda grein á Vísi í gær þar sem þeir lýstu yfir áhyggjum af stjórn­ar­háttum Sól­veigar Önnu og Ragn­ars Þórs. Á meðal þeirra sem skrif­uðu undir þá grein var Ólöf Helga.

Kall­aði Ólöfu Helgu „per­sónu­vernd­ar-­glæpon­inn“

Sól­veig Anna brást við aðsendu grein­inni og því að farið hafi verið inn í tölvu­póst­hólf hennar í færslu á Face­book í gær. Þar kall­aði hún hóp­inn sem stóð að grein­inni „smá­menni verka­lýðs­hreyf­ing­ar­inn­ar“ sem þori aldrei að taka slag­inn um mál­efn­in. „Þau treysta sér aldrei í raun­veru­legt debatt um aðferð­ir, mark­mið, sýn, sig­ur­mögu­leika. Þess vegna ljúga þau því stöðugt að eng­inn mál­efna­legur ágrein­gingur sé til staðar (ég bendi á ný á greina­flokk minn á Kjarn­anum sem að fer vel yfir allan mál­efna­lega ágrein­ing­inn), þrátt fyrir að hann sé það svo sann­ar­lega. Eða finnst ykk­ur, svo að dæmi sé tek­ið, að verka­lýðs­bar­átta verka og lág­launa­fólks sé nákvæm­lega sú sama núna og hún var áður en að ég og félagar mínir komumst til valda í Efl­ingu? Smá­menni verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar þora ekki einu sinni sjálf að bjóða sig fram. Þau bíða bara eftir því að fram stígi ein­hver sem að þau geta hugsað sér að kjósa. Þetta væri hlægi­legt ef að þetta væri ekki svona aumk­un­ar­vert.“

Í gær sagði ég frá því á fundi mið­stjórnar ASÍ að Agnieszka Ewa Ziol­kowska og Ólöf Helga Adolfs­dóttir hefðu þann 12....

Posted by Sól­veig Anna Jóns­dóttir on Thurs­day, Oct­o­ber 6, 2022

Hún von­aði þó að hóp­ur­inn fyndi kjarkinn til að bjóða sig fram. „Ég vona að Finn­bogi eða Þór­ar­inn eða frama­potar­inn og per­sónu­vernd­ar-­glæpon­inn Ólöf Helga gefi kost á sér til að leiða ASÍ, og þing­full­trúar fái að velja á milli þess gamla og hins nýja. Fái að velja á milli bar­áttu­þreks og ein­beittrar löng­unar til að ná árangri fyrir vinn­andi fólk, og aum­ingja­skapar og sið­leys­is. Ég trúi nefni­lega á leik­reglur lýð­ræð­is­ins. Og það er alltaf gaman þegar að við fáum að kjósa að val­kost­irnir séu eins skýrir og hægt er að hugsa sér.“

Nú hefur Ólöf Helga orðið við þeirri áskor­un.

Stuðn­ingur var háður því að það þjón­aði póli­tískum hags­munum for­manns­ins

Í til­kynn­ingu Ólafar Helgu segir einnig að ASÍ sé eitt það dýr­mætasta sem launa­fólk á Íslandi eigi. „Að setja það bar­áttu­laust í hendur fólks sem lætur eigin valda­hags­muni ganga fyrir hags­munum almenns félags­fólks væri ámæl­is­vert. Ég hef því tekið þá ákvörðun að bjóða mig fram til for­seta ASÍ á þingi sam­bands­ins sem hefst nú á mánu­dag.“

Auglýsing
Hún hafi kynnst af eigin raun hversu mik­il­vægt það er fyrir vinn­andi fólk að eiga skjól í sínu stétt­ar­fé­lagi. „En ég hef líka séð hveru illa það fer með fólk að eiga ekki slíkt skjól. Fyrir rúmu ári síðan var mér sagt upp störfum sem hlaðmaður á Reykja­vík­ur­flug­velli af þeirri ástæðu einni að ég vildi sinna starfi mínu sem trún­að­ar­maður á vinnu­staðn­um. Stétt­ar­fé­lag mitt, Efl­ing, tók málið föstum tökum og höfð­aði mál fyrir Félags­dómi. Sam­hliða var ráðiðst í fjöl­miðla­her­ferð og ég – sem hafði aldrei birst í fjöl­miðlum nema sem barn að halda tombólu – var til við­tals í öllum helstu miðlum lands­ins. For­maður og fram­kvæmda­stjóri Efl­ing­ar, Sól­veig Anna Jóns­dóttir og Viðar Þor­steins­son, stilltu sér upp mér við hlið. Fram­leidd voru mynd­bönd, skrif­aðar fréttir og greinar og fólk kallað saman til mót­mæla.“

Þegar aðal­með­ferð hafi farið fram í máli hennar fyrir Félags­dómi hafi lög­maður Efl­ingar fylgt mál­inu eft­ir. „ En nú brá svo við að for­mað­ur­inn kom hvergi nærri og þagði þunnu hljóði. Engin frétt var birt á síðu Efl­ing­ar, hvað þá myndefni og ekki var kallað til mót­mæla eða sett fram ákall um sam­stöðu. Ástæða þess­ara sinna­skipta var ein­fald­lega sú að ég hafði hreyft öðrum skoð­unum á starfi og fram­tíð Efl­ingar en Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir. Ég gat því ekki annað en dregið þann lær­dóm að opin­ber stuðn­ingur félags­ins míns væri háður því að það þjón­aði póli­tískum hags­munum for­manns­ins. Þetta var ekki aðeins sárt og óþægi­legt fyrir mig, heldur ógnar svona fram­koma rétt­indum og hags­munum allra þeirra tug­þús­unda ein­stak­linga sem eru félagar í Efl­ing­u.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent