Ólöf Nordal beitir sér gegn framkvæmdum á Hlíðarenda

oloefnordal.png
Auglýsing

Inn­an­rík­is­ráðu­neytið sendi bréf á Dag B. Egg­erts­son, borg­ar­stjóra Reykja­vík­ur, fyrir viku síðan þar sem það lýsir þeirri afstöðu sinni að það hafi verið „með öllu ótíma­bært að gefa út fram­kvæmda­leyfi og hefja fram­kvæmd­ir“ á svæði Vals­manna við Hlíð­ar­enda.

Ástæðan er sú að fram­kvæmd­irn­ar, sem séu und­an­fari frek­ari upp­bygg­ingar og bygg­inga­fram­kvæmda í Vatns­mýr­inni, geti ekki átt sér stað nema að skipu­lags­reglum Reykja­vík­ur­flug­vall­ar, sem heyra undir inn­an­rík­is­ráðu­neyt­ið, sé breytt. Undir bréfið skrifa Ólöf Nor­dal inn­an­rík­is­ráð­herra og Ragn­hildur Hjalta­dótt­ir, ráðu­neyt­is­stjóri í inn­an­rík­is­ráðu­neyt­inu.

Þarf að loka neyð­ar­braut­inniTil stendur að reisa á bil­inu 800 til 850 íbúðir á Hlíð­ar­enda­svæð­inu.  Fram­kvæmd­irnar eru hluti af aðal­skipu­lagi Reykja­vík­ur­borgar og búið er að sam­þykkja breyt­ingar á deiliskipu­lagi þannig að þær geti haf­ist. Fram­kvæmd­irnar hafa í för með sér að minnsta flug­braut Reykja­vík­ur­flug­vall­ar, sem stundum er kölluð neyð­ar­braut, verður ónot­hæf, en hún hefur hvorki verið á deili- né aðal­skipu­lagi frá árinu 2007.

Í febr­úar sam­þykkti meiri­hluti borg­ar­stjórnar Reykja­víkur sam­komu­lag við Vals­menn ehf. um upp­bygg­ingu íbúða­lóða á þeim hluta Hlíð­ar­enda­svæð­is­ins sem liggur að umræddri flug­braut.

Auglýsing

Í síð­ustu viku hófust loks fram­kvæmdir við fram­kvæmd­ar­veg sem þarf að að leggja milli íþrótta- og bygg­inga­svæð­is­ins.  Það hefur vakið mikla reiði hjá mörgum and­stæð­ingum þess að Reykja­vík­ur­flug­völlur verði fluttur úr Vatns­mýr­inni. Stuðn­ings­manna­sam­tökin Hjartað í Vatns­mýr­inni skor­uðu til að mynda á Alþingi og inn­an­rík­is­ráð­herra að stöðva fram­kvæmd­irnar og Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra sagði í ræðu sinni á flokks­þingi Fram­sókn­ar­flokks­ins fyrr í þessum mán­uði að öllum mætti vera ljóst „að grípa þarf til varna fyrir Reykja­vík­ur­flug­völl og koma í veg fyrir að borg­ar­yf­ir­völd grafi stöðugt undan flug­vell­inum og beiti brögðum til að losna við hann.“

Vísað í skipu­lags­reglur Reykja­vík­ur­flug­vallarÞann 17. apríl síð­ast­lið­inn sendi inn­an­rík­is­ráðu­neytið bréf til borg­ar­stjóra Reykja­víkur í til­efni af leyfi sem Reykja­vík­ur­borg veitti til fram­kvæmda á svæði Vals­manna við Hlíð­ar­enda. Í bréf­inu stend­ur:

„Ljóst er að fram­an­greindar fram­kvæmd­ir, sem fram­kvæmd­ar­að­ili hefur nú byrj­að, eru und­an­fari frek­ari upp­bygg­ingar og bygg­inga­fram­kvæmda á svæð­inu sem ekki getur orðið af að óbreyttum skipu­lags­reglum Reykja­vík­ur­flug­vall­ar.“

Umræddar skipu­lags­reglur voru settar þegar Krist­ján L. Möller var sam­göngu­ráð­herra, í ágúst 2009. Þær voru settar sam­kvæmt loft­ferða­lögum frá árinu 1998, en fram til árs­ins 2009 höfðu reglur af þessu tagi aldrei verið sett­ar.

Reykja­vík­ur­borg gerði athuga­semdir við tíma­setn­ingu regln­anna, og taldi að skipu­lags­reglur af þessu tagi ættu að koma í kjöl­far end­ur­skoð­unar á deiliskipu­lagi flug­vall­ar­ins, sem væri gert á grund­velli aðal­skipu­lags. Því taldi borgin að fresta hefði átt gild­is­töku regln­anna þangað til end­ur­skoðun aðal­skipu­lags og deiliskipu­lags hefði átt sér stað.

Þessu sögð­ust sam­göngu­yf­ir­völd ekki vera sam­mála, regl­urnar tækju mið af gild­andi deilu­skipu­lagi. Hins vegar sögðu þau í umsögn um athuga­semd borg­ar­inn­ar: „Sam­göngu­yf­ir­völd hafa ekki skipu­lags­vald á svæð­inu og því er ljóst að komi til breyt­inga á aðal­skipu­lagi eða deiliskipu­lagi vall­ar­ins þarf að end­ur­skoða regl­urnar en slíkt er ein­falt mál.“ Í regl­unum sé vísað til þess að þær taki mið af gild­andi aðal­skipu­lagi og deiliskipu­lagi vall­ar­ins.

Ótíma­bært að gefa út leyfi og hefja fram­kvæmdirÍ bréfi inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins segir einnig að Sam­göngu­stofa hafi til umfjöll­unar mögu­leg áhrif lokun neyð­ar­braut­ar­innar og að Rögnu­nefndin svo­kall­aða, sem kannar mögu­lega flug­vall­ar­kosti, hafi ekki lokið störf­um. „Á meðan að nið­ur­stöður nefnd­ar­innar liggja ekki fyrir og ekki hafa verið teknar ákvarð­anir á grund­velli til­lagna hennar verður flug­braut 06/24 [svokölluð neyð­ar­braut] ekki lokað eða aðrar ákvarð­anir teknar sem leiða til þess að flug­brautin verði tekin úr notk­un.

Í ljósi fram­an­greindra atrið var með öllu ótíma­bært að gefa út fram­kvæmda­leyfi og hefja fram­kvæmdir á þeim grund­velli. Ráðu­neytið skorar á Reykja­vík­ur­borg að virða gild­andi skipu­lags­reglur og þá stjórn­sýslu­með­ferð sem er í gangi fyrir Sam­göngu­stöf­u.“

Undir bréfið skrifa, líkt og áður sagði, Ólöf Nor­dal inn­an­rík­is­ráð­herra og ráðu­neyt­is­stjór­inn Ragn­hildur Hjalta­dótt­ir.

Hægt er að lesa bréfið í heild sinni hér.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Andrés Ingi Jónsson, þingmaður utan þingflokka, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Vilja auka aðhaldshlutverk loftslagsráðs
Níu þingmennirnir leggja til að aðhald með aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum verði aukið. Lagt er til að aðgerðaáætlunin verði endurskoðuð á tveggja ára fresti í stað fjögurra og að aðhaldshlutverk loftlagsráðs verði aukið.
Kjarninn 13. desember 2019
Greiðslurnar sem um ræðir fóru meðal annars til Sacky Shanghala, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra Namib­íu.
Samherji segist ekki hafa vitað um ákveðnar mútugreiðslur
Forsvarsmenn Samherja hafa afhent Fréttablaðinu valda tölvupósta sem fyrirtækið telur að sýni að það hafi ekki vitað um ákveðnar mútugreiðslur í Namibíu. Um er að ræða tvö prósent af þeim mútum sem ákært hefur verið fyrir þar í landi.
Kjarninn 13. desember 2019
Unnið að sameiningu DV og Fréttablaðsins
Stór sameining er í vændum á fjölmiðlamarkaði. Búist er við niðurstöðu á morgun, föstudag. Yrði eina fjölmiðlasamsteypa landsins sem miðlar efni í gegnum sjónvarp, prent- og netmiðla.
Kjarninn 12. desember 2019
Íhaldsflokkur Boris Johnson í lykilstöðu samkvæmt útgönguspá
Brexit er líklegt til að verða að veruleika strax í janúar, gangi útgönguspár eftir í Bretlandi, en kjörstaðir lokuðu klukkan 22:00.
Kjarninn 12. desember 2019
Þjóðaröryggisráð ræddi „fordæmalaust ástand“
Fundað var í þjóðaröryggisráði í dag. Ofsaveður hefur leitt til rafmagnsleysis og fjarskiptatruflana víða.
Kjarninn 12. desember 2019
Árni Stefán Árnason
Mítlar og Matvælastofnun – Dýravernd í vanda
Kjarninn 12. desember 2019
Óli Björn Kárason er formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
Dugar ekki til að koma Íslandi af gráa listanum
Það að flýta þeim fresti sem íslensk félög hafa til að skrá raunverulega eigendur sína mun ekki eitt og sér duga til að koma Íslandi af gráum lista vegna ónógra peningaþvættisvarna.
Kjarninn 12. desember 2019
Menntaðri Íslendingar lifa lengur
Munur á lífslíkum eftir menntunar- og tekjustigi hefur aukist til muna frá árinu 2011. Þá hafa þeir tekjulægstu þurft að neita sér mun oftar um læknisþjónustu vegna kostnaðar en þeir tekjuhæstu.
Kjarninn 12. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None