Ólöf Nordal beitir sér gegn framkvæmdum á Hlíðarenda

oloefnordal.png
Auglýsing

Inn­an­rík­is­ráðu­neytið sendi bréf á Dag B. Egg­erts­son, borg­ar­stjóra Reykja­vík­ur, fyrir viku síðan þar sem það lýsir þeirri afstöðu sinni að það hafi verið „með öllu ótíma­bært að gefa út fram­kvæmda­leyfi og hefja fram­kvæmd­ir“ á svæði Vals­manna við Hlíð­ar­enda.

Ástæðan er sú að fram­kvæmd­irn­ar, sem séu und­an­fari frek­ari upp­bygg­ingar og bygg­inga­fram­kvæmda í Vatns­mýr­inni, geti ekki átt sér stað nema að skipu­lags­reglum Reykja­vík­ur­flug­vall­ar, sem heyra undir inn­an­rík­is­ráðu­neyt­ið, sé breytt. Undir bréfið skrifa Ólöf Nor­dal inn­an­rík­is­ráð­herra og Ragn­hildur Hjalta­dótt­ir, ráðu­neyt­is­stjóri í inn­an­rík­is­ráðu­neyt­inu.

Þarf að loka neyð­ar­braut­inniTil stendur að reisa á bil­inu 800 til 850 íbúðir á Hlíð­ar­enda­svæð­inu.  Fram­kvæmd­irnar eru hluti af aðal­skipu­lagi Reykja­vík­ur­borgar og búið er að sam­þykkja breyt­ingar á deiliskipu­lagi þannig að þær geti haf­ist. Fram­kvæmd­irnar hafa í för með sér að minnsta flug­braut Reykja­vík­ur­flug­vall­ar, sem stundum er kölluð neyð­ar­braut, verður ónot­hæf, en hún hefur hvorki verið á deili- né aðal­skipu­lagi frá árinu 2007.

Í febr­úar sam­þykkti meiri­hluti borg­ar­stjórnar Reykja­víkur sam­komu­lag við Vals­menn ehf. um upp­bygg­ingu íbúða­lóða á þeim hluta Hlíð­ar­enda­svæð­is­ins sem liggur að umræddri flug­braut.

Auglýsing

Í síð­ustu viku hófust loks fram­kvæmdir við fram­kvæmd­ar­veg sem þarf að að leggja milli íþrótta- og bygg­inga­svæð­is­ins.  Það hefur vakið mikla reiði hjá mörgum and­stæð­ingum þess að Reykja­vík­ur­flug­völlur verði fluttur úr Vatns­mýr­inni. Stuðn­ings­manna­sam­tökin Hjartað í Vatns­mýr­inni skor­uðu til að mynda á Alþingi og inn­an­rík­is­ráð­herra að stöðva fram­kvæmd­irnar og Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra sagði í ræðu sinni á flokks­þingi Fram­sókn­ar­flokks­ins fyrr í þessum mán­uði að öllum mætti vera ljóst „að grípa þarf til varna fyrir Reykja­vík­ur­flug­völl og koma í veg fyrir að borg­ar­yf­ir­völd grafi stöðugt undan flug­vell­inum og beiti brögðum til að losna við hann.“

Vísað í skipu­lags­reglur Reykja­vík­ur­flug­vallarÞann 17. apríl síð­ast­lið­inn sendi inn­an­rík­is­ráðu­neytið bréf til borg­ar­stjóra Reykja­víkur í til­efni af leyfi sem Reykja­vík­ur­borg veitti til fram­kvæmda á svæði Vals­manna við Hlíð­ar­enda. Í bréf­inu stend­ur:

„Ljóst er að fram­an­greindar fram­kvæmd­ir, sem fram­kvæmd­ar­að­ili hefur nú byrj­að, eru und­an­fari frek­ari upp­bygg­ingar og bygg­inga­fram­kvæmda á svæð­inu sem ekki getur orðið af að óbreyttum skipu­lags­reglum Reykja­vík­ur­flug­vall­ar.“

Umræddar skipu­lags­reglur voru settar þegar Krist­ján L. Möller var sam­göngu­ráð­herra, í ágúst 2009. Þær voru settar sam­kvæmt loft­ferða­lögum frá árinu 1998, en fram til árs­ins 2009 höfðu reglur af þessu tagi aldrei verið sett­ar.

Reykja­vík­ur­borg gerði athuga­semdir við tíma­setn­ingu regln­anna, og taldi að skipu­lags­reglur af þessu tagi ættu að koma í kjöl­far end­ur­skoð­unar á deiliskipu­lagi flug­vall­ar­ins, sem væri gert á grund­velli aðal­skipu­lags. Því taldi borgin að fresta hefði átt gild­is­töku regln­anna þangað til end­ur­skoðun aðal­skipu­lags og deiliskipu­lags hefði átt sér stað.

Þessu sögð­ust sam­göngu­yf­ir­völd ekki vera sam­mála, regl­urnar tækju mið af gild­andi deilu­skipu­lagi. Hins vegar sögðu þau í umsögn um athuga­semd borg­ar­inn­ar: „Sam­göngu­yf­ir­völd hafa ekki skipu­lags­vald á svæð­inu og því er ljóst að komi til breyt­inga á aðal­skipu­lagi eða deiliskipu­lagi vall­ar­ins þarf að end­ur­skoða regl­urnar en slíkt er ein­falt mál.“ Í regl­unum sé vísað til þess að þær taki mið af gild­andi aðal­skipu­lagi og deiliskipu­lagi vall­ar­ins.

Ótíma­bært að gefa út leyfi og hefja fram­kvæmdirÍ bréfi inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins segir einnig að Sam­göngu­stofa hafi til umfjöll­unar mögu­leg áhrif lokun neyð­ar­braut­ar­innar og að Rögnu­nefndin svo­kall­aða, sem kannar mögu­lega flug­vall­ar­kosti, hafi ekki lokið störf­um. „Á meðan að nið­ur­stöður nefnd­ar­innar liggja ekki fyrir og ekki hafa verið teknar ákvarð­anir á grund­velli til­lagna hennar verður flug­braut 06/24 [svokölluð neyð­ar­braut] ekki lokað eða aðrar ákvarð­anir teknar sem leiða til þess að flug­brautin verði tekin úr notk­un.

Í ljósi fram­an­greindra atrið var með öllu ótíma­bært að gefa út fram­kvæmda­leyfi og hefja fram­kvæmdir á þeim grund­velli. Ráðu­neytið skorar á Reykja­vík­ur­borg að virða gild­andi skipu­lags­reglur og þá stjórn­sýslu­með­ferð sem er í gangi fyrir Sam­göngu­stöf­u.“

Undir bréfið skrifa, líkt og áður sagði, Ólöf Nor­dal inn­an­rík­is­ráð­herra og ráðu­neyt­is­stjór­inn Ragn­hildur Hjalta­dótt­ir.

Hægt er að lesa bréfið í heild sinni hér.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
„Þegar dætrum mínum var ógnað, náðu þeir mér“
Þegar Guðrún Jónsdóttir gekk inn í Kvennaathvarfið árið 1988 til að taka sína fyrstu vakt mætti henni kasólétt kona með glóðarauga. Hún hafði gengið inn í heim sem hafði fram til þessa verið henni gjörsamlega hulinn. „Ég grét í heilan sólarhring.“
Kjarninn 11. júlí 2020
Eldishús með Aviary Pro 10 varpkerfi frá Hellmann sambærilegt kerfum sem verða í notkun að Vallá.
Stjörnuegg vill fjölga fuglum í allt að 95 þúsund að Vallá
Fyrirtækið Stjörnuegg hf. áformar breytingar á eldishúsum sínum að Vallá á Kjalarnesi sem yrðu til þess að hægt væri að koma þar fyrir 95 þúsund fuglum í stað 50 þúsund nú. Slíkum fjölda fylgja um 3.500 tonn af hænsnaskít á ári.
Kjarninn 11. júlí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None