Ólöf Nordal beitir sér gegn framkvæmdum á Hlíðarenda

oloefnordal.png
Auglýsing

Inn­an­rík­is­ráðu­neytið sendi bréf á Dag B. Egg­erts­son, borg­ar­stjóra Reykja­vík­ur, fyrir viku síðan þar sem það lýsir þeirri afstöðu sinni að það hafi verið „með öllu ótíma­bært að gefa út fram­kvæmda­leyfi og hefja fram­kvæmd­ir“ á svæði Vals­manna við Hlíð­ar­enda.

Ástæðan er sú að fram­kvæmd­irn­ar, sem séu und­an­fari frek­ari upp­bygg­ingar og bygg­inga­fram­kvæmda í Vatns­mýr­inni, geti ekki átt sér stað nema að skipu­lags­reglum Reykja­vík­ur­flug­vall­ar, sem heyra undir inn­an­rík­is­ráðu­neyt­ið, sé breytt. Undir bréfið skrifa Ólöf Nor­dal inn­an­rík­is­ráð­herra og Ragn­hildur Hjalta­dótt­ir, ráðu­neyt­is­stjóri í inn­an­rík­is­ráðu­neyt­inu.

Þarf að loka neyð­ar­braut­inniTil stendur að reisa á bil­inu 800 til 850 íbúðir á Hlíð­ar­enda­svæð­inu.  Fram­kvæmd­irnar eru hluti af aðal­skipu­lagi Reykja­vík­ur­borgar og búið er að sam­þykkja breyt­ingar á deiliskipu­lagi þannig að þær geti haf­ist. Fram­kvæmd­irnar hafa í för með sér að minnsta flug­braut Reykja­vík­ur­flug­vall­ar, sem stundum er kölluð neyð­ar­braut, verður ónot­hæf, en hún hefur hvorki verið á deili- né aðal­skipu­lagi frá árinu 2007.

Í febr­úar sam­þykkti meiri­hluti borg­ar­stjórnar Reykja­víkur sam­komu­lag við Vals­menn ehf. um upp­bygg­ingu íbúða­lóða á þeim hluta Hlíð­ar­enda­svæð­is­ins sem liggur að umræddri flug­braut.

Auglýsing

Í síð­ustu viku hófust loks fram­kvæmdir við fram­kvæmd­ar­veg sem þarf að að leggja milli íþrótta- og bygg­inga­svæð­is­ins.  Það hefur vakið mikla reiði hjá mörgum and­stæð­ingum þess að Reykja­vík­ur­flug­völlur verði fluttur úr Vatns­mýr­inni. Stuðn­ings­manna­sam­tökin Hjartað í Vatns­mýr­inni skor­uðu til að mynda á Alþingi og inn­an­rík­is­ráð­herra að stöðva fram­kvæmd­irnar og Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra sagði í ræðu sinni á flokks­þingi Fram­sókn­ar­flokks­ins fyrr í þessum mán­uði að öllum mætti vera ljóst „að grípa þarf til varna fyrir Reykja­vík­ur­flug­völl og koma í veg fyrir að borg­ar­yf­ir­völd grafi stöðugt undan flug­vell­inum og beiti brögðum til að losna við hann.“

Vísað í skipu­lags­reglur Reykja­vík­ur­flug­vallarÞann 17. apríl síð­ast­lið­inn sendi inn­an­rík­is­ráðu­neytið bréf til borg­ar­stjóra Reykja­víkur í til­efni af leyfi sem Reykja­vík­ur­borg veitti til fram­kvæmda á svæði Vals­manna við Hlíð­ar­enda. Í bréf­inu stend­ur:

„Ljóst er að fram­an­greindar fram­kvæmd­ir, sem fram­kvæmd­ar­að­ili hefur nú byrj­að, eru und­an­fari frek­ari upp­bygg­ingar og bygg­inga­fram­kvæmda á svæð­inu sem ekki getur orðið af að óbreyttum skipu­lags­reglum Reykja­vík­ur­flug­vall­ar.“

Umræddar skipu­lags­reglur voru settar þegar Krist­ján L. Möller var sam­göngu­ráð­herra, í ágúst 2009. Þær voru settar sam­kvæmt loft­ferða­lögum frá árinu 1998, en fram til árs­ins 2009 höfðu reglur af þessu tagi aldrei verið sett­ar.

Reykja­vík­ur­borg gerði athuga­semdir við tíma­setn­ingu regln­anna, og taldi að skipu­lags­reglur af þessu tagi ættu að koma í kjöl­far end­ur­skoð­unar á deiliskipu­lagi flug­vall­ar­ins, sem væri gert á grund­velli aðal­skipu­lags. Því taldi borgin að fresta hefði átt gild­is­töku regln­anna þangað til end­ur­skoðun aðal­skipu­lags og deiliskipu­lags hefði átt sér stað.

Þessu sögð­ust sam­göngu­yf­ir­völd ekki vera sam­mála, regl­urnar tækju mið af gild­andi deilu­skipu­lagi. Hins vegar sögðu þau í umsögn um athuga­semd borg­ar­inn­ar: „Sam­göngu­yf­ir­völd hafa ekki skipu­lags­vald á svæð­inu og því er ljóst að komi til breyt­inga á aðal­skipu­lagi eða deiliskipu­lagi vall­ar­ins þarf að end­ur­skoða regl­urnar en slíkt er ein­falt mál.“ Í regl­unum sé vísað til þess að þær taki mið af gild­andi aðal­skipu­lagi og deiliskipu­lagi vall­ar­ins.

Ótíma­bært að gefa út leyfi og hefja fram­kvæmdirÍ bréfi inn­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins segir einnig að Sam­göngu­stofa hafi til umfjöll­unar mögu­leg áhrif lokun neyð­ar­braut­ar­innar og að Rögnu­nefndin svo­kall­aða, sem kannar mögu­lega flug­vall­ar­kosti, hafi ekki lokið störf­um. „Á meðan að nið­ur­stöður nefnd­ar­innar liggja ekki fyrir og ekki hafa verið teknar ákvarð­anir á grund­velli til­lagna hennar verður flug­braut 06/24 [svokölluð neyð­ar­braut] ekki lokað eða aðrar ákvarð­anir teknar sem leiða til þess að flug­brautin verði tekin úr notk­un.

Í ljósi fram­an­greindra atrið var með öllu ótíma­bært að gefa út fram­kvæmda­leyfi og hefja fram­kvæmdir á þeim grund­velli. Ráðu­neytið skorar á Reykja­vík­ur­borg að virða gild­andi skipu­lags­reglur og þá stjórn­sýslu­með­ferð sem er í gangi fyrir Sam­göngu­stöf­u.“

Undir bréfið skrifa, líkt og áður sagði, Ólöf Nor­dal inn­an­rík­is­ráð­herra og ráðu­neyt­is­stjór­inn Ragn­hildur Hjalta­dótt­ir.

Hægt er að lesa bréfið í heild sinni hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur.
„Vanda þarf til verka á þessu mikilvæga og viðkvæma horni“
Borgarstjóri segir að hvorki endanlegar né ásættanlegar tillögur séu komnar fram um uppbyggingu á Bræðraborgarstíg þar sem mannskæðasti eldsvoði í sögu Reykjavíkur varð í fyrrasumar. Vanda þurfi til verka og gera megi ráð fyrir því að vinnan taki tíma.
Kjarninn 23. október 2021
283 lítra af vatni þarf til framleiða eitt kíló af „græna gullinu“
Sprenging í eftirspurn eftir avókadó hefur orðið til þess að skógar hafa verið ruddir, ár og lækir mengaðir og mikilvægum vistkerfum stefnt í voða. Eiturlyfjahringir kúga fé út úr smábændum og nota viðskipti með ávöxtinn til peningaþvættis.
Kjarninn 23. október 2021
Míla hefur verið seld til franska fjárfesta. Útbreiðsla 5G og ljósleiðarauppbygging er meðal þess sem nýr eigandi leggur áherslu á.
Sala á Mílu skilar Símanum 46 milljörðum
Síminn hefur selt Mílu til eins stærsta sjóðsstýringarfyrirtækis Evrópu. Hagnaður af sölunni er 46 milljarðar króna. Kaupandinn, Ardian France SA, hefur boðið íslenskum lífeyrissjóðum að taka þátt í kaupunum og eignast allt að 20 prósenta hlut í Mílu.
Kjarninn 23. október 2021
Stefán Ólafsson
Gott lífeyriskerfi – en með tímabundinn vanda
Kjarninn 23. október 2021
Jónas Atli Gunnarsson
Er lóðaskortur virkilega flöskuhálsinn?
Kjarninn 23. október 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýjar Macbook Pro og Pixel 6 símar
Kjarninn 23. október 2021
Halyna Hutchins fæddist í Úkraínu, ólst upp á herstöð á norðurslóðum og nam kvikmyndatökustjórn í Los Angeles.
Halyna Hutchins – Mögnuð listakona sem var á hraðri uppleið
Hún var elskuleg, hlý, fyndin, heillandi á hraðri uppleið. Og dásamleg móðir. Með þessum hætti er kvikmyndatökustjórans Halyna Hutchins minnst. Hún varð fyrir skoti úr leikmunabyssu á tökustað kvikmyndarinnar Rust í gær.
Kjarninn 22. október 2021
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None