Tengja norrænt hugvit við bandaríska peninga

angrybirds.jpg
Auglýsing

Alþjóðleg ráðstefna um leikjaiðnað og sýndarveruleika á að leiða saman norræn sprotafyrirtæki á sviði tölvuleikja og sýndarveruleika og fjárfesta frá Bandaríkjunum og Evrópu. Fjárfestar fá tækifæri til að bóka einkafundi með sprotafyrirtækjunum fyrir viðburðinn og átta fyrirtæki fá tækifæri til að kynna starfsemi sína í svokallaðri Pitch-keppni. Meðal gesta verða áhrifamiklir fjárfestar, frumkvöðlar og útgefendur á borð við David Gardner (London Venture Partners), Susana Meza Graham (Paradox Interactive), Dean Hall (RocketWerkz og DayZ) og fleiri.

Ráðstefnan, sem heitir Slush Play, fer fram í Gamla Bíó 28. til 29. apríl næstkomandi og er skipulögð af Klak Innovit í samstarfi við lykilaðila í íslenskum leikjaiðnaði og þá sem standa að Slush-ráðstefnunni í Finnlandi. Ráðstefnan þar er ein stærsta tækni- og sprotaráðstefna Evrópu og laðar að sér fólk úr ýmsum greinum hvaðanæva að úr heiminum, en hana sóttu um 14.000 manns síðasta haust.

Aðspurð um aðdraganda ráðstefnunnar segir Salóme Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Klak Innovit og Slush PLAY, að hugmyndin að ráðstefnunni hérlendis hafi kviknað í lok síðasta árs þegar lykilgerendur í íslensku leikjasenunni höfðu fengið vilyrði fyrir styrk frá Nordic Game Institute til að halda ráðstefnu um málefni greinarinnar á Íslandi. Hluti þeirra sótti Slush-ráðstefnuna í Helsinki ásamt fulltrúum Klak Innovit. Ráðstefnan þótti framúrskarandi og Íslendingarnir fengu hugmynd um að halda ráðstefnu í samstarfi við Slush þar sem hugmyndin féll í ljúfan jarðveg.

Auglýsing

Það er gríðarleg þekking sem hefur orðið til vítt og breitt um Norðurlöndin á þessu sviði á undanförnum árum.

„Leikjafyrirtæki sem stofnuð hafa verið á Norðurlöndunum eru á meðal þeirra stærstu í heiminum. Þar á meðal eru DICE, Supercell, Rovio, King, Paradox, Remedy, CCP og Plain Vanilla. Það er gríðarleg þekking sem hefur orðið til vítt og breitt um Norðurlöndin á þessu sviði á undanförnum árum,“ segir Salóme. „Svo eru auðvitað margir áhugaverðir hlutir að gerast í sprotasamfélaginu á Íslandi um þessar mundir; Það hefur líklega aldrei verið jafn líflegt og nú. Við erum meðal annars að sjá fleiri og fleiri öflug fyrirtæki á sviði leikjaiðnar og sýndarveruleika spretta upp og nokkur þeirra fá tækifæri til að kynna starfsemi sína fyrir gestum Slush PLAY nú í lok mánaðar“.

Framtíðarstraumar og -stefnur leikjaiðnaðarins og tengsl hans við sýndarveruleika verða meginþema ráðstefnunnar en þó sýndarveruleiki sé oftast settur í samhengi við tölvuleiki eru fleiri möguleikar fólgnir í framþróun tækninnar.

„Sýndarveruleiki kemur svo sannarlega til með að verða nýttur á fleiri sviðum heldur en í leikjaiðnaði. Leikjaiðnaðurinn er hins vegar góð leið til að kynna tækifæri sýndarveruleika. Þar reynir til dæmis á tækjabúnaðinn og tæknin nær til þeirra sem eru fyrstir að tileinka sér nýjungar,“ segir Salóme.

Fjöldi gesta ráðstefnunnar stefnir í um 250 manns en ef vel gengur spá skipuleggjendur að sú tala geti margfaldast innan fárra ára. Enn er hægt að tryggja sér miða á ráðstefnuna en nánari upplýsingar má finna á vefnum og á Facebook-viðburði ráðstefnunnar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None