Ólöf Nordal verður nýr innanríkisráðherra

olof-1.jpg
Auglýsing

Ólöf Nor­dal, fyrr­ver­andi vara­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, verður næsti inn­an­rík­is­ráð­herra. Þetta hefur Kjarn­inn fengið stað­fest innan úr þing­flokki Sjálf­stæð­is­flokks, sem fékk fréttir af skipun Ólafar á þing­flokks­fundi Sjálf­stæð­is­flokks­ins í morg­un.

Hanna Birna Krist­jáns­dótt­ir, sem sagði af sér sem inn­an­rík­is­ráð­herra á dög­un­um, mun form­lega láta af störfum á rík­is­ráðs­fundi á Bessa­stöðum í dag, þar sem skipun Ólafar verður form­lega stað­fest. Mála­flokkur dóms­mála mun í kjöl­farið aftur fara undir inn­an­rík­is­ráðu­neyt­ið.

Í til­kynn­ingu til fjöl­miðla seg­ir:

Auglýsing

Ólöf var vara­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins 2010–2013. Hún sat á Alþingi fyr­ir­ Norð­aust­ur­kjör­dæmi 2007–2009 og Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suð­ur­ 2009–2013. 

Ólöf er lög­fræð­ingur frá Háskóla Íslands og með MBA–gráðu frá Háskól­anum í Reykja­vík. Hún hefur víð­tæka starfs­reynslu og hefur gegnt fjölda trún­að­ar­starfa. Á þingi sat Ólöf meðal ann­ars í sam­göngu­nefnd sem vara­for­mað­ur, í alls­herj­ar­nefnd, utan­rík­is­mála­nefnd, stjórn­skip­un­ar– og eft­ir­lits­nefnd, fjár­mála­nefnd, kjör­bréfa­nefnd og sér­nefnd um stjórn­ar­skrár­mál.

Áður en hún tók sæti á Alþingi var hún fram­kvæmda­stjóri Orku­söl­unnar og þar áður fram­kvæmda­stjóri sölu­sviðs RARIK, 2004–2005 og yfir­maður heild­sölu­við­skipta hjá Lands­virkj­un, 2002–2004.

Ólöf var deild­ar­stjóri laga­deildar Háskól­ans á Bif­röst, frá 2001–2002 auk þess sem hún sinnti stunda­kennslu við skól­ann 1999–2002 sam­hliða starfi sínu sem lög­fræð­ingur Verð­bréfa­þings Íslands á árunum 1999–2001. Á árunum 1996–1999 gegndi hún starfi deild­ar­stjóra í sam­göngu­ráðu­neyt­inu og starf­aði í lög­fræði­deild Lands­banka Íslands­ 1995–1996.

Eig­in­maður hennar er Tómas Már Sig­urðs­son, for­stjóri Alcoa í Evr­ópu og Mið-Aust­ur­lönd­um, en saman eiga þau fjögur börn.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Magdalena Andersson, fjármálaráðherra Svíþjóðar, og Per Bolund, viðskipta- og húsnæðismálaráðherra, á kynningu frumvarpsins í morgun.
Norðurlöndin dæla peningum til að berjast gegn kórónukreppunni
Ríkisstjórnir Svíþjóðar, Danmerkur og Noregs hafa tilkynnt miklar útgjaldaaukningar til að berjast gegn efnahagslegum áhrifum kórónuveirunnar á síðustu vikum.
Kjarninn 21. september 2020
Greindum smitum af kórónuveirunni hefur fjölgað umtalsvert síðustu daga.
Tæplega 200 smit á sex dögum
Í gær greindust þrjátíu ný tilfelli af COVID-19 hér á landi og hafa því 196 smit verið greind á sex dögum. Um helgina voru vínveitingastaðir á höfuðborgarsvæðinu lokaðir til að reyna að hægja á útbreiðslu faraldursins.
Kjarninn 21. september 2020
Björgólfur Thor Björgólfsson, eigandi Novator
Novator selur hlut sinn í Play
Fjárfestingarfélag Björgólfs Thors Björgólfssonar hefur ákveðið að selja fjarskiptafyrirtækið Play, sem félagið stofnaði árið 2005.
Kjarninn 21. september 2020
Fjölgun smita í Bretlandi er uggvænleg og stjórnvöld vilja bregðast við án þess að grípa til sömu hörðu aðgerðanna og gert var síðasta vetur.
„Við erum komin á hættuslóðir“
Fólk verður að fylgja reglunum, segja forsætis- og heilbrigðisráðherra Bretlands. Fólk verður skikkað í einangrun og sóttkví með lögum og brjóti það þau verður háum fjársektum beitt. Varnaðarorðin líkjast flóðbylgjuviðvörun í annarri bylgju faraldursins.
Kjarninn 21. september 2020
Kerfið á Vestfjörðum er viðkvæmt fyrir veðri og vindum.
Telur „jó-jó tímabili“ vegna Hvalárvirkjunar lokið
Vandamálin í raforkukerfinu á Vestfjörðum snúast ekki um orkuskort heldur afhendingaröryggi. Um þetta eru verkefnisstjóri hjá Landsneti og fulltrúi Jarðstrengja sammála. Sá síðarnefndi telur „jó-jó tímabili“ sem fylgdi Hvalárvirkjun lokið.
Kjarninn 21. september 2020
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Telur Reykjavíkurborg reyna að gera Sundabraut óarðbæra
Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir tímabært og mikilvægt að ráðast í samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu. Hins vegar eigi enn eftir að skýrast hvernig 120 milljarða samgöngusáttmáli ríkis og sveitarfélaga verði fjármagnaður.
Kjarninn 20. september 2020
Sungið um samband í öfugri og réttri tímaröð
Til stendur að setja upp söngleikinn Fimm ár í Kaldalóni í Hörpu í október. Safnað er fyrir uppsetningunni á Karolina Fund.
Kjarninn 20. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir.
Þórólfur: Ekki tilefni til harðari aðgerða
Sóttvarnarlæknir mun leggja til að krár og skemmtistaðir verði áfram lokaðir fram yfir næstu helgi. Ekki sé þó tilefni til að grípa til harðari takmarkana á allt landið en þeim sem eru við lýði.
Kjarninn 20. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None