Umboðsmaður fékk afstöðu Hönnu Birnu til nýrrar ábendingar

hannabirna.jpg
Auglýsing

Umboðs­maður Alþingis hefur lokið athugun sinni á ábend­ingu sem barst í nóv­em­ber í tengslum við frum­kvæð­is­at­hugun emb­ætt­is­ins á sam­skiptum Hönnu Birnu Krist­jáns­dótt­ur, frá­far­andi inn­an­rík­is­ráð­herra, og Stef­áns Eiríks­son­ar, fyrr­ver­andi lög­reglu­stjóra á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þetta kemur fram í frétt á heima­síðu Umboðs­manns Alþingis.

Þar segir að athugun umboðs­manns hafi falist í því að afla upp­lýs­inga vegna ábend­ing­ar­innar og fá afstöðu Hönnu Birnu til þeirra. Á næstu dögum verði unnið úr þeim og að frá­gangi á nið­ur­stöðu frum­kvæð­is­at­hug­un­ar­inn­ar. Ekki liggur enn fyrir hvenær unnt verður að birta nið­ur­stöður Umboðs­manns um sam­skipt­i Hönnu Birnu og Stef­áns vegna rann­sóknar lög­reglu á leka­mál­inu svo­kall­aða. Sam­kvæmt frétt umboðs­manns er von­ast til að það verði sem fyrst.

Ekki hefur komið fram hvað felst í ábend­ing­unni sem Umboðs­manni Alþingis barst á dög­un­um. Í til­kynn­ingu frá honum í síð­ustu viku kom hins vegar fram að hún teng­ist ekki sam­skiptum Gísla Freys Val­dórs­son­ar, þáver­andi aðstoð­ar­manns inn­an­rík­is­ráð­herra, og Sig­ríðar Bjarkar Guð­jóns­dótt­ur, þáver­andi lög­reglu­stjóra á Suð­ur­nesjum, varð­andi perónu­legar upp­lýs­ingar um hæl­is­leit­and­ann Tony Omos sem Sig­ríður Björk sendi Gísla Frey í tölvu­pósti við upp­haf leka­máls­ins. Því er ljóst að um nýjar upp­lýs­ingar er að ræða er varða aðkomu Hönnu Birnu að mál­inu.

Auglýsing

Eins og kunn­ugt er skoðar nú Per­sónu­vernd sér­stak­lega sam­skipti Gísla Freys og Sig­ríðar Bjark­ar, en frestur til að skila umbeðnum gögnum til stofn­un­ar­innar rann út í gær.

Upp­haf­lega hugð­ist Umboðs­maður Alþingis birta nið­ur­stöður sínar í þar síð­ustu viku, en dráttur varð á birt­ingu nið­ur­stöð­unnar eftir að umrædd ábend­ing barst emb­ætt­inu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Icelandair búið að ná samkomulagi við Boeing, og alla hina kröfuhafana
Icelandair Group er búið að ná samkomulagi við alla kröfuhafa sína. Félagið fær að falla frá kaupum á fjórum Boeing vélum sem það hafði skuldbundið sig til að kaupa.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Biden velur Harris sem varaforsetaefni
Demókrataflokkurinn hefur valið varaforsetaefni sitt fyrir komandi forsetakosningar. Hún er svört kona sem er líka af asísku bergi brotin og heitir Kamala Harris.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórður Snær Júlíusson
Stríðsrekstur fyrirtækis gegn nafngreindu fólki og gagnrýnum fjölmiðlum
Kjarninn 11. ágúst 2020
Höfuðstöðvar Ríkisútvarpsins í Efstaleiti.
Félag fréttamanna gagnrýnir myndband Samherja harðlega
Stjórn Félags fréttamanna, stéttarfélag fréttafólks á Ríkisútvarpinu, segir ómaklega veist að Helga Seljan fréttamanni í myndbandi sem Samherji birti í dag. Áhyggjuefni sé að reynt sé að gera fréttamann tortryggilegan í stað þess að svara spurningum.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Víðir Reynisson á upplýsingafundi almannavarna í dag.
Víðir: Getum ekki sest í hægindastólinn og slakað á
Þrátt fyrir að útlit sé fyrir að árangur sé að nást af hertum sóttvarnaaðgerðum innanlands og tilslakanir séu framundan er ekki kominn til að hætta að huga að smitvörnum. Sá tími kemur ekki á meðan að veiran er til staðar, segir Víðir Reynisson.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Þórólfur segir útlit fyrir að við séum að ná tökum á stöðunni
Sóttvarnalæknir segir að lítill fjöldi nýsmita allra síðustu daga bendi til þess að faraldurinn hér innanlands sé að verða viðráðanlegur. Hann lagði til tilslakanir innanlands og reifaði valkosti um aðgerðir á landamærum í minnisblaði til ráðherra.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Helgi Seljan var borin þungum sökum í myndbandi Samherja
RÚV og Helgi Seljan hafna ásökunum Samherja
„Ný viðmið í árásum stórfyrirtækis á fjölmiðla og einstaka fréttamenn,“ segir í yfirlýsingu frá Helga Seljan og Þóru Arnórsdóttur sem þau sendu frá sér vegna myndbands Samherja. Myndbandið var birt á YouTube rás Samherja fyrr í dag.
Kjarninn 11. ágúst 2020
Logi Einarsson
Vöndum okkur
Kjarninn 11. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None