Ólöf Nordal vildi hafa Reykjavíkurflugvöll áfram þar sem hann er

Olof-Norddal140911-1.jpg
Auglýsing

„Ég er þeirrar skoðunar að Reykjavíkurflugvöllur eigi að vera þar sem hann er. Ég tel hins vegar brýnt að menn reyni, eins og reynt hefur verið, að ná einhvers konar samkomulagi við þá sem ráða í borginni og beri virðingu fyrir þeim sjónarmiðum sem þar hafa komið fram.“ Þetta sagði Ólöf Nordal, þáverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins í ræðu á Alþingi þann 30. mars 2011. Ólöf var í morgun skipuð nýr innanríkisráðherra í stað Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, sem sagði af sér embættinu í síðasta mánuði.

Fimmtán þingmenn Framsóknarflokksins lögðu fram frumvarp í byrjun síðasta mánaðar sem felur í sér að skipulagsvald á Reykjavíkurflugvelli yrði fært frá borgaryfirvöldum til ríkisvaldsins. Vilji þeirra með framlagningu frumvarpsins er að festa staðfestingu flugvallarins í sessi í Vatnsmýrinni.

Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi innanríkisráðherra, sagðist ekki styðja frumvarpið. Í samtali við RÚV þann 6. nóvember síðastliðinn sagði hún ítrekað hafa sagt að sér finnist „skipulagsvald sveitarfélaga næstum því vera heilagt. Og mér finnst ekki að ríkið eigi að skipta sér af því. Mér finnst að við verðum að treysta sveitarfélögunum, vinna með sveitarfélögunum, taka mið af því að þau hafa þetta vald og það er þeim mjög mikilvægt, og það er lýðræðinu líka mjög mikilvægt.“

Auglýsing

 

Framtíð Reykjavíkurflugvallar er mikið pólitískt þrætuepli. Framtíð Reykjavíkurflugvallar er mikið pólitískt þrætuepli.

Reykjavíkurflugvöllur er ekki að fara nokkurn skapaðan hlut


Þann 30. mars 2011 var framtíð Reykjavíkurflugvallar til umræðu á Alþingi. Ólöf Nordal, þáverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem var skipaður innanríkisráðherra í morgun, tók þátt í þeim umræðum. Þar sagði hún meðal annars: „Ég er þeirrar skoðunar að Reykjavíkurflugvöllur eigi að vera þar sem hann er. Ég tel hins vegar brýnt að menn reyni, eins og reynt hefur verið, að ná einhvers konar samkomulagi við þá sem ráða í borginni og beri virðingu fyrir þeim sjónarmiðum sem þar hafa komið fram.

Mér finnst sú umræða sem hér er að vissu leyti dálítið ótímabær. Við vitum að efnahagsástandið er með þeim hætti að þessi umræða er ekki beinlínis á dagskrá. Reykjavíkurflugvöllur er ekki að fara nokkurn skapaðan hlut. Hvort sem menn byggja samgöngumiðstöð eða ekki er það svo að þetta er ekki brýnasta verkefnið sem menn ættu að standa frammi fyrir núna. Ef hægt væri að ná samkomulagi við Reykjavíkurborg um að bæta aðstöðuna á Reykjavíkurflugvelli — ég hygg að við sem höfum notað flugvöllinn, og það býst ég við að allir hér inni geri, gerum okkur grein fyrir að aðstaðan þar er ekki viðunandi og hana þarf að bæta — ef hægt væri að ná niðurstöðu á þeim nótum sem hæstv. innanríkisráðherra nefndi áðan í góðu samkomulagi við borgaryfirvöld hygg ég að það sé mjög mikilvægt skref í þá átt að ná sátt um innanlandsflugið og Reykjavíkurflugvöll þar sem hann er og menn geri sér þá í leiðinni grein fyrir mikilvægi hans fyrir landið allt.“

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Miklar sveiiflur hafa verið á virði rafmyntarinnar Bitcoin síðasta sólarhringinn.
Kínverjar snúa baki við Bitcoin og verðið fellur
Verð rafmyntarinnar Bitcoin hefur lækkað umtalsvert á undanförnum dögum en náði sér aðeins á strik síðdegis í dag. Kínverjar hafa reynt að stemma stigu við viðskiptum með myntina þar í landi og nýlega var fjölda gagnavera sem grafa eftir myntinni lokað.
Kjarninn 22. júní 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka hringir hér inn fyrstu viðskipti í Íslandsbanka
73 prósent af viðskiptunum voru í Íslandsbanka
Alls námu viðskipti með hlutabréf Íslandsbanka 5,4 milljörðum króna eftir fyrsta viðskiptadag þeirra í Kauphöllinni í dag. Verð bréfanna er nú fimmtungi hærra en útboðsgengi þeirra.
Kjarninn 22. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None