Ólöf Nordal vildi hafa Reykjavíkurflugvöll áfram þar sem hann er

Olof-Norddal140911-1.jpg
Auglýsing

„Ég er þeirrar skoð­unar að Reykja­vík­ur­flug­völlur eigi að vera þar sem hann er. Ég tel hins vegar brýnt að menn reyni, eins og reynt hefur ver­ið, að ná ein­hvers konar sam­komu­lagi við þá sem ráða í borg­inni og beri virð­ingu fyrir þeim sjón­ar­miðum sem þar hafa komið fram.“ Þetta sagði Ólöf Nor­dal, þáver­andi þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins í ræðu á Alþingi þann 30. mars 2011. Ólöf var í morgun skipuð nýr inn­an­rík­is­ráð­herra í stað Hönnu Birnu Krist­jáns­dótt­ur, sem sagði af sér emb­ætt­inu í síð­asta mán­uði.

Fimmtán þing­menn Fram­sókn­ar­flokks­ins lögðu fram frum­varp í byrjun síð­asta mán­aðar sem felur í sér að skipu­lags­vald á Reykja­vík­ur­flug­velli yrði fært frá borg­ar­yf­ir­völdum til rík­is­valds­ins. Vilji þeirra með fram­lagn­ingu frum­varps­ins er að festa stað­fest­ingu flug­vall­ar­ins í sessi í Vatns­mýr­inni.

Hanna Birna Krist­jáns­dótt­ir, þáver­andi inn­an­rík­is­ráð­herra, sagð­ist ekki styðja frum­varp­ið. Í sam­tali við RÚV þann 6. nóv­em­ber síð­ast­lið­inn sagði hún ítrekað hafa sagt að sér finn­ist „skipu­lags­vald sveit­ar­fé­laga næstum því vera heil­agt. Og mér finnst ekki að ríkið eigi að skipta sér af því. Mér finnst að við verðum að treysta sveit­ar­fé­lög­un­um, vinna með sveit­ar­fé­lög­un­um, taka mið af því að þau hafa þetta vald og það er þeim mjög mik­il­vægt, og það er lýð­ræð­inu líka mjög mik­il­vægt.“

Auglýsing

 

Framtíð Reykjavíkurflugvallar er mikið pólitískt þrætuepli. Fram­tíð Reykja­vík­ur­flug­vallar er mikið póli­tískt þrætu­epli.

Reykja­vík­ur­flug­völlur er ekki að fara nokkurn skap­aðan hlutÞann 30. mars 2011 var fram­tíð Reykja­vík­ur­flug­vallar til umræðu á Alþingi. Ólöf Nor­dal, þáver­andi þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sem var skip­aður inn­an­rík­is­ráð­herra í morg­un, tók þátt í þeim umræð­um. Þar sagði hún meðal ann­ars: „Ég er þeirrar skoð­unar að Reykja­vík­ur­flug­völlur eigi að vera þar sem hann er. Ég tel hins vegar brýnt að menn reyni, eins og reynt hefur ver­ið, að ná ein­hvers konar sam­komu­lagi við þá sem ráða í borg­inni og beri virð­ingu fyrir þeim sjón­ar­miðum sem þar hafa komið fram.

Mér finnst sú umræða sem hér er að vissu leyti dálítið ótíma­bær. Við vitum að efna­hags­á­standið er með þeim hætti að þessi umræða er ekki bein­línis á dag­skrá. Reykja­vík­ur­flug­völlur er ekki að fara nokkurn skap­aðan hlut. Hvort sem menn byggja sam­göngu­mið­stöð eða ekki er það svo að þetta er ekki brýn­asta verk­efnið sem menn ættu að standa frammi fyrir núna. Ef hægt væri að ná sam­komu­lagi við Reykja­vík­ur­borg um að bæta aðstöð­una á Reykja­vík­ur­flug­velli — ég hygg að við sem höfum notað flug­völl­inn, og það býst ég við að allir hér inni geri, gerum okkur grein fyrir að aðstaðan þar er ekki við­un­andi og hana þarf að bæta — ef hægt væri að ná nið­ur­stöðu á þeim nótum sem hæstv. inn­an­rík­is­ráð­herra nefndi áðan í góðu sam­komu­lagi við borg­ar­yf­ir­völd hygg ég að það sé mjög mik­il­vægt skref í þá átt að ná sátt um inn­an­lands­flugið og Reykja­vík­ur­flug­völl þar sem hann er og menn geri sér þá í leið­inni grein fyrir mik­il­vægi hans fyrir landið allt.“

 

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolbrún Baldursdóttir
Vill að Líf víki sem stjórnarmaður borgarinnar í SORPU
Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur lagt fram tillögu þess efnis að Líf Magneudóttir, stjórnarmaður Reykjavíkurborgar í SORPU og borgarfulltrúi VG, víki úr stjórninni og í reynd að öll stjórnin segi af sér.
Kjarninn 23. janúar 2020
Maður heldur á hagléli á stærð við golfbolta fyrir framan þinghúsið í Canberra þann 20. janúar.
Ein vika í Ástralíu: Eldar, flóð, sandbyljir og haglél
Ástralía hefur fengið að finna fyrir dekkri tónum litrófs náttúruaflanna á aðeins einni viku. Frumbyggjar landsins segja að fyrirbyggjandi aðgerðir, sem forfeður þeirra stunduðu, hefðu getað bjargað miklu.
Kjarninn 23. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Dómsmálaráðherra skipar hæfnisnefnd vegna stöðu ríkislögreglustjóra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur skipað hæfnisnefndir vegna stöðu ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans á Austurlandi og sýslumannsins í Vestmannaeyjum.
Kjarninn 23. janúar 2020
Helga Vala Helgadóttir er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Leggja til stofnun launasjóðs afreksíþróttafólks
Samfylkingin leggur til að lagt verði fram frumvarp til laga um launasjóð fyrir afreksíþróttafólk. Tilgangur sjóðsins verði að auka fjárhagslegt öryggi íþróttamannanna.
Kjarninn 23. janúar 2020
Fanney Rós Þorsteinsdóttir
Fanney Rós tímabundið í embætti ríkislögmanns
Forsætisráðherra hefur ákveðið að setja Fanneyju Rós Þorsteinsdóttur tímabundið í embætti ríkislögmanns.
Kjarninn 23. janúar 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, svaraði fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar um fjárfestingarleiðina í vikunni.
Enn neitað að opinbera hverjir nýttu sér fjárfestingarleið Seðlabankans
Fjármála- og efnahagsráðuneytið telur ekki heimilt að upplýsa um hverjir ferjuðu fjármuni til Íslands í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands og tekur undir að þagnarskylda gagnvart þeim komi í veg fyrir það, óháð hagsmunum almennings.
Kjarninn 23. janúar 2020
Mynd tekin á samstöðufundi þann 8. mars í fyrra.
Ísland spilltasta land Norðurlandanna níunda árið í röð
Ísland er enn og aftur spilltasta ríki Norðurlandanna samkvæmt nýrri úttekt Transparency International. Samtökin veittu því sérstaka eftirtekt að Íslendingar eru meðal þeirra þjóða sem sýnt hafa vanþóknun sína á spilltum stjórnarháttum æðstu valdhafanna.
Kjarninn 23. janúar 2020
Sveitarfélögin enn ekki reiðubúin að þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd
Einungis þrjú sveitarfélög þjónusta umsækjendur um alþjóðlega vernd: Reykjavíkurborg, Reykjanesbær og Hafnarfjarðarbær.
Kjarninn 23. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None