Opnað fyrir framlög frá lesendum og Þórunn ráðin aðstoðarritstjóri

tota-1.jpg
Auglýsing

Les­endur Kjarn­ans geta frá og með deg­inum í dag greitt fasta upp­hæð mán­að­ar­lega til fjöl­mið­ils­ins til að efla starf­semi hans. Í boði er að greiða þrjár mis­mund­andi upp­hæð­ir. Sam­hliða hefur Þór­unn Elísa­bet Boga­dóttir verið ráðin aðstoð­ar­rit­stjóri Kjarn­ans og Birna Anna Björns­dóttir tekið sæti í stjórn hans.

Kjarn­inn hefur nú verið starf­andi í um 20 mán­uði. Á þeim tíma hefur hann ein­beitt sér að umfjöllun um brýn­ustu mál sam­fé­lags­ins með gagn­rýnum og upp­lýsandi hætti. Við­tök­urnar hafa verið vonum framar og ljóst að Kjarn­inn er orð­inn fastur hluti af frétta­neyslu Íslend­inga.

Efni Kjarn­ans hefur á þessum tíma verið aðgengi­legt öllum án end­ur­gjalds. Hjalti Harð­ar­son, fram­kvæmda­stjóri Kjarn­ans, segir að fjöl­margir les­endur hafi á þeim tíma sett sig í sam­band og óskað eftir að fá að greiða fyrir þá þjón­ustu sem Kjarn­inn veit­ir. „Þessum óskum hefur fjölgað mjög und­an­farnar vik­ur. Vegna þeirra, og metn­aðar okkar til að bæta veru­lega í starf­sem­ina, höfum við ákveðið að bjóða áhuga­sömum upp á að greiða mán­að­ar­lega til Kjarn­ans. Með því styðja þeir við frjálsa, gagn­rýna, opna og óháða fjöl­miðlun á Íslandi. Kjarn­inn.is verður eftir sem áður opin og aðgengi­leg öll­u­m.“

Auglýsing

Hægt er að greiða til Kjarn­ans hér.

Hjálpa til við að móta fram­tíð Kjarn­ansÞeir sem greiða fram­lag til Kjarn­ans munu einnig fá að taka þátt í við­horfskönn­unum sem hafðar verið til hlið­sjónar við stefnu­mót­un. Þannig fá les­endur Kjarn­ans að hjálpa til við að móta fram­tíð Kjarn­ans með beinum hætti. Í nán­ustu fram­tíð verður svo boðið upp á aukna þjón­ustu við þá sem greiða fram­lag.

Öll fram­lög fara í að efla starf­semi Kjarn­ans: ráða fleira fólk, auka frétta­þjón­ustu og fjölga þeim fjöl­miða­vörum sem við bjóðum upp á. Því fleiri sem taka þátt, því stærri, metn­að­ar­fyllri og umsvifa­meiri Kjarni.

Þór­unn ráðin aðstoð­ar­rit­stjóri og Birna Anna í stjórn 

Birna Anna Björnsdóttir, nýr stjórnarmaður í Kjarnanum. Birna Anna Björns­dótt­ir, nýr stjórn­ar­maður í Kjarn­an­um.

Þór­unn Elísa­bet Boga­dóttir hefur verið ráðin aðstoð­ar­rit­stjóri Kjarn­ans. Hún hefur starfað við fjöl­miðla frá árinu 2007 og tók meðal ann­ars þátt í stofnun Kjarn­ans sum­arið 2013. Þór­unn hefur und­an­farna mán­uði starfað hjá Við­skipta­blað­inu. Hún er með B.A. gráðu í stjórn­má­lá­fræði frá Háskóla Íslands og MSc gráðu í alþjóð­legum og evr­ópskum stjórn­málum frá Edin­borg­ar­há­skóla.

Þórður Snær Júl­í­us­son, rit­stjóri Kjarn­ans, segir ráðn­ing­una mjög mik­il­væga fyrir Kjarn­ann. „Þór­unn þekkir okkur vel og er gríð­ar­lega reyndur blaða­mað­ur. Hún kemur með aukna breidd og mikil gæði inn í teymið og mun styrkja Kjarn­ann til muna.“

Þá hefur Birna Anna Björns­dótt­ir, sem nýverið keypti 7,2 pró­sent hlut í Kjarn­anum miðlum ehf., sest í stjórn félags­ins. Þar með eru kynja­hlut­föll stjórn­ar­manna í Kjarn­anum jöfn, en fyrir í stjórn eru Hjálmar Gísla­son stjórn­ar­for­mað­ur, Vil­hjálmur Þor­steins­son og Guð­rún Inga Ing­ólfs­dótt­ir.

 

Fjórir umsækjendur um starf seðlabankastjóra metnir mjög vel hæfir
Forsætisráðherra mun að lokum skipa seðlabankastjóra.
Kjarninn 16. júní 2019
Karolina Fund: Flammeus - „The Yellow”
Akureyringur safnar fyrir plötu.
Kjarninn 16. júní 2019
Listi yfir fyrirtæki án jafnlaunavottunar birtur í lok árs
Einungis 2,8 prósent fyrirtækja með 25-89 starfsmenn hafa hlotið jafnlaunavottun enn sem komið er.
Kjarninn 16. júní 2019
Samskiptaforritum  hefur fjölgað hratt á síðustu árum.
SMS skilaboðum fjölgaði í fyrsta sinn í mörg ár
Þrátt fyrir stóraukna samkeppni frá öðrum stafrænum samskiptaforritum þá fjölgaði SMS skilaboðasendinum sem send voru innan íslenska farsímakerfisins í fyrra. Það var í fyrsta sinn frá 2012 sem slíkt gerist.
Kjarninn 16. júní 2019
Sjálfstæði Grænlands mun verða
Hin 22 ára Aki-Matilda Høegh-Dam er grænlenskur sjálfstæðissinni og komst inn á danskt þing í nýafstöðnum kosningum.
Kjarninn 16. júní 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Viðtal við Söndru Sif Jónsdóttur
Kjarninn 16. júní 2019
Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None