Opnað fyrir framlög frá lesendum og Þórunn ráðin aðstoðarritstjóri

tota-1.jpg
Auglýsing

Les­endur Kjarn­ans geta frá og með deg­inum í dag greitt fasta upp­hæð mán­að­ar­lega til fjöl­mið­ils­ins til að efla starf­semi hans. Í boði er að greiða þrjár mis­mund­andi upp­hæð­ir. Sam­hliða hefur Þór­unn Elísa­bet Boga­dóttir verið ráðin aðstoð­ar­rit­stjóri Kjarn­ans og Birna Anna Björns­dóttir tekið sæti í stjórn hans.

Kjarn­inn hefur nú verið starf­andi í um 20 mán­uði. Á þeim tíma hefur hann ein­beitt sér að umfjöllun um brýn­ustu mál sam­fé­lags­ins með gagn­rýnum og upp­lýsandi hætti. Við­tök­urnar hafa verið vonum framar og ljóst að Kjarn­inn er orð­inn fastur hluti af frétta­neyslu Íslend­inga.

Efni Kjarn­ans hefur á þessum tíma verið aðgengi­legt öllum án end­ur­gjalds. Hjalti Harð­ar­son, fram­kvæmda­stjóri Kjarn­ans, segir að fjöl­margir les­endur hafi á þeim tíma sett sig í sam­band og óskað eftir að fá að greiða fyrir þá þjón­ustu sem Kjarn­inn veit­ir. „Þessum óskum hefur fjölgað mjög und­an­farnar vik­ur. Vegna þeirra, og metn­aðar okkar til að bæta veru­lega í starf­sem­ina, höfum við ákveðið að bjóða áhuga­sömum upp á að greiða mán­að­ar­lega til Kjarn­ans. Með því styðja þeir við frjálsa, gagn­rýna, opna og óháða fjöl­miðlun á Íslandi. Kjarn­inn.is verður eftir sem áður opin og aðgengi­leg öll­u­m.“

Auglýsing

Hægt er að greiða til Kjarn­ans hér.

Hjálpa til við að móta fram­tíð Kjarn­ansÞeir sem greiða fram­lag til Kjarn­ans munu einnig fá að taka þátt í við­horfskönn­unum sem hafðar verið til hlið­sjónar við stefnu­mót­un. Þannig fá les­endur Kjarn­ans að hjálpa til við að móta fram­tíð Kjarn­ans með beinum hætti. Í nán­ustu fram­tíð verður svo boðið upp á aukna þjón­ustu við þá sem greiða fram­lag.

Öll fram­lög fara í að efla starf­semi Kjarn­ans: ráða fleira fólk, auka frétta­þjón­ustu og fjölga þeim fjöl­miða­vörum sem við bjóðum upp á. Því fleiri sem taka þátt, því stærri, metn­að­ar­fyllri og umsvifa­meiri Kjarni.

Þór­unn ráðin aðstoð­ar­rit­stjóri og Birna Anna í stjórn 

Birna Anna Björnsdóttir, nýr stjórnarmaður í Kjarnanum. Birna Anna Björns­dótt­ir, nýr stjórn­ar­maður í Kjarn­an­um.

Þór­unn Elísa­bet Boga­dóttir hefur verið ráðin aðstoð­ar­rit­stjóri Kjarn­ans. Hún hefur starfað við fjöl­miðla frá árinu 2007 og tók meðal ann­ars þátt í stofnun Kjarn­ans sum­arið 2013. Þór­unn hefur und­an­farna mán­uði starfað hjá Við­skipta­blað­inu. Hún er með B.A. gráðu í stjórn­má­lá­fræði frá Háskóla Íslands og MSc gráðu í alþjóð­legum og evr­ópskum stjórn­málum frá Edin­borg­ar­há­skóla.

Þórður Snær Júl­í­us­son, rit­stjóri Kjarn­ans, segir ráðn­ing­una mjög mik­il­væga fyrir Kjarn­ann. „Þór­unn þekkir okkur vel og er gríð­ar­lega reyndur blaða­mað­ur. Hún kemur með aukna breidd og mikil gæði inn í teymið og mun styrkja Kjarn­ann til muna.“

Þá hefur Birna Anna Björns­dótt­ir, sem nýverið keypti 7,2 pró­sent hlut í Kjarn­anum miðlum ehf., sest í stjórn félags­ins. Þar með eru kynja­hlut­föll stjórn­ar­manna í Kjarn­anum jöfn, en fyrir í stjórn eru Hjálmar Gísla­son stjórn­ar­for­mað­ur, Vil­hjálmur Þor­steins­son og Guð­rún Inga Ing­ólfs­dótt­ir.

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Börnin
Kjarninn 10. júlí 2020
Félag leikskólakennara skrifar undir nýjan kjarasamning
Þrjú aðildarfélög KÍ hafa skrifað undir kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga: Félag leikskólakennara, Skólastjórafélag Íslands og Félag stjórnenda leikskóla.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farþegaskipið Boreal heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Það tekur um 200 farþega en í fyrstu siglingunni verða á bilinu 50 til 60 farþegar sem allir koma með flugi frá París á morgun.
Ekki fást upplýsingar um sóttvarnaráðstafanir frá umboðsaðila Boreal
Fyrsta farþegaskip sumarsins heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Starfsfólk skipafélags tjáir sig ekki um sóttvarnaráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna farþega sem hyggjast sigla, en þeir koma með flugi frá París á morgun.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
„Blaðamennska er ekki glæpur“
Yfirvöld í Malasíu hafa ítrekað yfirheyrt fréttamenn sem fjallað hafa um aðstæður farandverkamanna í landinu í faraldri COVID-19. Hópur fréttamanna Al Jazeera var yfirheyrður í dag vegna heimildarmyndar sem varpar ljósi á harðar aðgerðir gegn verkamönnum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None