Opnað fyrir framlög frá lesendum og Þórunn ráðin aðstoðarritstjóri

tota-1.jpg
Auglýsing

Les­endur Kjarn­ans geta frá og með deg­inum í dag greitt fasta upp­hæð mán­að­ar­lega til fjöl­mið­ils­ins til að efla starf­semi hans. Í boði er að greiða þrjár mis­mund­andi upp­hæð­ir. Sam­hliða hefur Þór­unn Elísa­bet Boga­dóttir verið ráðin aðstoð­ar­rit­stjóri Kjarn­ans og Birna Anna Björns­dóttir tekið sæti í stjórn hans.

Kjarn­inn hefur nú verið starf­andi í um 20 mán­uði. Á þeim tíma hefur hann ein­beitt sér að umfjöllun um brýn­ustu mál sam­fé­lags­ins með gagn­rýnum og upp­lýsandi hætti. Við­tök­urnar hafa verið vonum framar og ljóst að Kjarn­inn er orð­inn fastur hluti af frétta­neyslu Íslend­inga.

Efni Kjarn­ans hefur á þessum tíma verið aðgengi­legt öllum án end­ur­gjalds. Hjalti Harð­ar­son, fram­kvæmda­stjóri Kjarn­ans, segir að fjöl­margir les­endur hafi á þeim tíma sett sig í sam­band og óskað eftir að fá að greiða fyrir þá þjón­ustu sem Kjarn­inn veit­ir. „Þessum óskum hefur fjölgað mjög und­an­farnar vik­ur. Vegna þeirra, og metn­aðar okkar til að bæta veru­lega í starf­sem­ina, höfum við ákveðið að bjóða áhuga­sömum upp á að greiða mán­að­ar­lega til Kjarn­ans. Með því styðja þeir við frjálsa, gagn­rýna, opna og óháða fjöl­miðlun á Íslandi. Kjarn­inn.is verður eftir sem áður opin og aðgengi­leg öll­u­m.“

Auglýsing

Hægt er að greiða til Kjarn­ans hér.

Hjálpa til við að móta fram­tíð Kjarn­ansÞeir sem greiða fram­lag til Kjarn­ans munu einnig fá að taka þátt í við­horfskönn­unum sem hafðar verið til hlið­sjónar við stefnu­mót­un. Þannig fá les­endur Kjarn­ans að hjálpa til við að móta fram­tíð Kjarn­ans með beinum hætti. Í nán­ustu fram­tíð verður svo boðið upp á aukna þjón­ustu við þá sem greiða fram­lag.

Öll fram­lög fara í að efla starf­semi Kjarn­ans: ráða fleira fólk, auka frétta­þjón­ustu og fjölga þeim fjöl­miða­vörum sem við bjóðum upp á. Því fleiri sem taka þátt, því stærri, metn­að­ar­fyllri og umsvifa­meiri Kjarni.

Þór­unn ráðin aðstoð­ar­rit­stjóri og Birna Anna í stjórn 

Birna Anna Björnsdóttir, nýr stjórnarmaður í Kjarnanum. Birna Anna Björns­dótt­ir, nýr stjórn­ar­maður í Kjarn­an­um.

Þór­unn Elísa­bet Boga­dóttir hefur verið ráðin aðstoð­ar­rit­stjóri Kjarn­ans. Hún hefur starfað við fjöl­miðla frá árinu 2007 og tók meðal ann­ars þátt í stofnun Kjarn­ans sum­arið 2013. Þór­unn hefur und­an­farna mán­uði starfað hjá Við­skipta­blað­inu. Hún er með B.A. gráðu í stjórn­má­lá­fræði frá Háskóla Íslands og MSc gráðu í alþjóð­legum og evr­ópskum stjórn­málum frá Edin­borg­ar­há­skóla.

Þórður Snær Júl­í­us­son, rit­stjóri Kjarn­ans, segir ráðn­ing­una mjög mik­il­væga fyrir Kjarn­ann. „Þór­unn þekkir okkur vel og er gríð­ar­lega reyndur blaða­mað­ur. Hún kemur með aukna breidd og mikil gæði inn í teymið og mun styrkja Kjarn­ann til muna.“

Þá hefur Birna Anna Björns­dótt­ir, sem nýverið keypti 7,2 pró­sent hlut í Kjarn­anum miðlum ehf., sest í stjórn félags­ins. Þar með eru kynja­hlut­föll stjórn­ar­manna í Kjarn­anum jöfn, en fyrir í stjórn eru Hjálmar Gísla­son stjórn­ar­for­mað­ur, Vil­hjálmur Þor­steins­son og Guð­rún Inga Ing­ólfs­dótt­ir.

 

Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None