Ör vöxtur kaupmáttar - Hefur aldrei verið meiri

kjarninn_mjolkurvorur_vef.jpg
Auglýsing

Kaup­máttur launa­fólks á Íslandi er að jafn­aði 5,5 pró­sentum meiri í dag en hann var fyrir ári síð­an, sam­kvæmt mæl­ingum Hag­stof­unnar á launa­þróun og kaup­mætti. Kaup­máttur launa hefur auk­ist hratt und­an­farna mán­uði. Það má helst skýra með lágri verð­bólgu auk þess sem Hag­stofan tekur fram að það gætir áhrifa bæði nýrra og eldri kjara­samn­inga ríkis og sveit­ar­fé­laga við nokkur stétt­ar­fé­lög.

Vísi­tala kaup­máttar launa stendur í 121,9 stigum í jan­úar og hefur aldrei verið hærri. Vísi­talan braut 120 stiga múrin í nóv­em­ber síð­ast­liðn­um,  og var það í fyrsta sinn síðan í júní 2007 sem hún gerði það. Hér að neðan má sjá þróun vísi­töl­unnar frá árs­byrjun 2005.

Auglýsing


 

 

Á sama tíma og verð­bólga mælist aðeins tæp­lega 1 pró­sent þá hafa laun hækkað um 6,3 pró­sent, sam­kvæmt mæl­ingum Hag­stof­unn­ar. Það hefur skilað sér í auknum kaup­mætti, þar sem laun hafa hækkað umfram verð­lags­hækk­an­ir. Hér að neðan má sjá hvernig kaup­máttur launa síð­ustu tólf mán­uði hefur breyst frá árinu 2005. Kaup­máttur launa lækk­aði mikið árið 2008 en hefur farið vax­andi allt frá miðju ári 2010.

 Kaup­máttur launa sýnir hversu mikið af vöru og þjón­ustu hægt er að kaupa fyrir laun­in. Óbreyttur kaup­máttur frá fyrra ári þýðir að hægt er að kaupa sam­bæri­lega vöru­körfu og þá. Þegar litið er til kaup­máttar er þannig tekið til­lit til verð­bólg­unn­ar, þ.e. almennra verð­lags­breyt­inga, ólíkt því þegar ein­göngu er litið til þró­unar launa. Launa­maður ætti í dag að geta keypt ríf­lega 5% meira af vörum og þjón­ustu fyrir laun sín en fyr­ir­ tólf mán­uðum síð­an.Kjarn­inn og Stofnun um fjár­mála­læsi hafa tekið höndum saman og munu fjalla ítar­lega um heim­il­is­fjár­mál sam­hliða þátt­unum Ferð til fjár, sem sýndir voru á RÚV síð­ustu vik­ur. Mark­mið­ið: Að stuðla að betra fjár­mála­læsi hjá lands­mönn­um! Fylgstu með á Face­book-­síðu Ferðar til fjár.ferd-til-fjar_bordi

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Engin aukning í sjálfsvígum í fyrstu bylgju COVID-19
Ólíkt öðrum stórum efnahagsáföllum fjölgaði sjálfsvígum ekki í kjölfar kreppunnar sem fylgdi fyrstu bylgju heimsfaraldursins í fyrra í hátekjulöndum, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 18. apríl 2021
Halldór Gunnarsson
Prósentur, meðaltöl og tíundir í þágu eldri borgara
Kjarninn 18. apríl 2021
Anna Tara Andrésdóttir
Sóttvarnayfirvöld fylgja ekki rannsóknum sem benda til þess að andlitsgrímur virki ekki
Kjarninn 18. apríl 2021
Jón Ormur Halldórsson
Kaflaskilin í Kína
Kjarninn 18. apríl 2021
Þrettán manns greindust með COVID-19 innanlands í gær. Fólk er hvatt til að fara í skimun við minnstu einkenni.
Þrettán smit innanlands – hópsmit í kringum leikskóla í Reykjavík
Í gær greindust fleiri með COVID-19 innanlands en á nokkrum öðrum degi síðan 23. mars. Átta voru utan sóttkvíar og hinir höfðu verið stutt í sóttkví.
Kjarninn 18. apríl 2021
Skriðdreki rússneskra aðskilnaðarsinna í Donbas á ferðinni á heræfingu í upphafi þessa árs. Yfir 15 þúsund hafa látið lífið síðan átökin í Úkraínu hófust árið 2014. Nú eru blikur á lofti.
Rússar herða tökin í Úkraínu
Rússar sýna nú ógnandi tilburði við landamæri Úkraínu. Samhliða beita þeir ýmsum tólum fjölþáttahernaðar og Vesturlönd velkjast í vafa um viðbrögð.
Kjarninn 18. apríl 2021
„Stundum hef ég hugsað um hvað gerist ef það kviknaði í hér inni. Það eru margir neyðarútgangar en innan við þá alla eru full vörubretti, þetta er kolólöglegt en enginn gerir neitt,“ sagði einn starfsmaður undir nafnleynd við dagblaðið Information nýlega
Þrælahald
Fimmtán klukkustunda vinna á hverjum degi mánuðum saman, kröfur um afköst, sem ekki er hægt að uppfylla, tímaáætlun sem ekki gerir ráð fyrir salernisferðum og kaffitímum. Svona er vinnuaðstæðum lýst hjá þekktri danskri netverslun.
Kjarninn 18. apríl 2021
Ingibjörg Isaksen mun leiða lista Framsóknar í Norðausturkjördæmi í haust.
Ingibjörg Isaksen efst hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi – Líneik önnur
Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi og framkvæmdastjóri á Akureyri varð hlutskörpust í póstkosningu Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Hafði hún betur en Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður flokksins, sem varð önnur í kjörinu.
Kjarninn 17. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None