Óskar engum að horfa á íslenskar fréttir oftar en einu sinni

10054123454-c2aeab2ed4-o-1.jpg
Auglýsing

Ill­ugi Gunn­ars­son, mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, sagði í ræðu­stól Alþingis í gær að hann vilji ekki leggja það á nokkurn mann að horfa á íslenskar frétt­ir t­visvar sinnum eða oft­ar. Ummælin lét ráð­herra falla í fyr­ir­spurna­tíma Alþing­is.

Í fyr­ir­spurna­tím­anum beindi Birgitta Jóns­dóttir þing­maður Pírata, þremur fyr­ir­spurnum til Ill­uga varð­andi gagna­safn RÚV. Birgitta vildi vita hvernig varð­veislu hljóð- og myndefnis RÚV væri hátt­að, hvernig ráð­herra hygg­ist bregð­ast við því að hljóð- og mynd­banda­safn RÚV liggi undir skemmd­um, og hvort ráð­herra telji að hljóð- og myndefni RÚV eigi að vera aðgengi­legt almenn­ingi, og þá hvern­ig.

Ill­ugi þakk­aði Birgittu fyrir fyr­ir­spurn­ina, og var sam­mála henni um að málið snúst ekki um fjár­hags­stöðu RÚV eða hlut­verk stofn­un­ar­inn­ar. Málið snú­ist öðru fremur um menn­ing­ar­arf­inn og aðgengi þjóð­ar­innar að hon­um. Ráð­herra upp­lýsti að við gerð nýs þjón­ustu­samn­ings við RÚV yrði fjallað um staf­ræna yfir­færslu á efni RÚV og hvernig það verði gert aðgengi­legt almenn­ingi. Þá sé í smíðum frum­varp sem taki á vanda útvarps­stöðva varð­andi höf­unda­varið efni.

Auglýsing

Helgi Hrafn Guð­munds­son, þing­maður Pírata, tók þá til máls og gerði aðgengi að fréttum RÚV á net­inu að umfjöll­un­ar­efni. Hann gagn­rýndi að ein­ungis væri tryggt aðgengi að fréttum og frétta­skýr­ingum RÚV í nokkrar vik­ur, sem hann furð­aði sig á. Þar væri ekki um höf­unda­varið efni að ræða og því ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að hafa fréttir RÚV aðgengi­legar á net­inu.

Birgitta Jóns­dóttir tók í sama streng, og fannst sér­stak­lega baga­legt að fréttir RUV frá tímum efna­hags­hruns­ins væru ekki aðgengi­legar á net­inu. Hún þekkti dæmi þess að hlekkir inn á fréttir úr hrun­inu, virk­uðu ekki lengur í heim­ilda­skrám rit­gerða. Hún beindi þá þeirri fyr­ir­spurn til mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra hvort hann hygg­ist beita sér fyrir því að koma þessu í lag, enda um ­mik­il­vægar sam­tíma­heim­ildir að ræða sem hafi mikið gildi fyrir þjóð­ina.

Ill­ugi þakk­aði á ný fyrir umræð­una, og sagði mik­il­vægt að huga að varð­veislu á því fjöl­breytta efni sem RÚV fram­leiðir og varð­veit­ir. "Hvað varðar frétt­irn­ar, þá get ég svo sem alveg tekið undir það, að ég veit ekki hvort það eru tækni­legar eða fjár­hags­legar ástæður fyrir því að þær eru bara þennan ákveðna tíma (að­gengi­leg­ar), ekki það að maður vilji leggja það á nokkurn mann að horfa á íslenskar fréttir tvisvar sinnum eða oftar jafn­vel, en það er þó þannig að það er nauð­syn­legt kannski sög­unnar vegna að gæta þess að þar sé aðgengi sem lengst."

Varð­andi fréttir úr hrun­inu sagði Ill­ugi: "Ég vil líka full­yrða það við hátt­virtan þing­mann, að það er ekk­ert sam­særi á bak­við það að þessar fréttir hafi horf­ið." Þá kall­aði þing­maður úr saln­um: "Við­ur­kenndu það!", og upp­skar hlátur við­staddra. Ill­ugi hélt þá áfram: "Sumir halda því fram að þessar fréttir komi verr út fyrir suma en aðra, en ég held að þarna sé auð­vitað frekar þá eitt­hvað tækni­legt mál sem skýri það."

Hægt er að sjá ummæli mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra á Alþingi hér.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Spítalaskip bandaríska sjóhersins, USNS Comfort, hefur verið sent til New York til þess að létta undir með yfirfullum spítölum borgarinnar.
Bandaríkin virðast stefna í að verða sérstaklega illa útleikin af veirunni
Fjöldi staðfestra COVID-19 smita í Bandaríkjunum nálgast nú þrjú hundruð þúsund. Tæplega átta þúsund manns hafa þegar látið lífið, flestir í New York-ríki. Bandaríkin virðast stefna í að fara að einstaklega illa út úr heimsfaraldrinum.
Kjarninn 4. apríl 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Fyrirmyndarríkið
Kjarninn 4. apríl 2020
Ástþór Ólafsson
Að finna merkingu í óumflýjanlegum áhyggjum
Kjarninn 4. apríl 2020
Sara Dögg Svanhildardóttir á upplýsingafundinum í dag.
Óttinn um að hafa smitað aðra „þung tilfinning“
Sara Dögg Svanhildardóttir bæjarfulltrúi í Garðabæ er búin að jafna sig á COVID-19 og segist hafa gengið í gegnum „tilfinningarússíbana“ eftir að hún greindist. Hún ræddi upplifun sína af sjúkdómnum á upplýsingafundinum í Skógarhlíð í dag.
Kjarninn 4. apríl 2020
Ingrid Kuhlman
Hefur þú of miklar áhyggjur?
Kjarninn 4. apríl 2020
Fjörutíu og fimm manns eru innilggjandi á sjúkrahúsi vegna COVID-19 sýkingar.
Virkum smitum fækkar milli daga í fyrsta sinn
Fimmtíu og þrjú ný COVID-19 smit hafa verið staðfest hér. Samkvæmt nýjustu tölum á vefnum Covid.is batnaði fleirum af sjúkdómnum í gær en greindust og er það í fyrsta skipti frá því að faraldurinn hófst hér á landi sem það gerist.
Kjarninn 4. apríl 2020
Mesta endurkoma í stuðningi við ríkisstjórn frá upphafi mælinga
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur bætt við sig 11,2 prósentustigum í stuðningi frá því í lok febrúar. Það er mesta stökk upp á við í stuðningi sem ríkisstjórn hefur tekið. Ríkisstjórnarflokkarnir njóta þess þó ekki í fylgi.
Kjarninn 4. apríl 2020
„Núna er heil þjóð og í raun allur heimurinn í einu og sama liðinu“
Vilborg Arna Gissurardóttir hefur í leiðöngrum sínum sýnt fádæma þrautseigju og úthald. Hún segir umburðarlyndi lykilinn að því að komast á áfangastað, hvort sem hann er tindur hæsta fjalls heims eða dagurinn sem kórónuveiran kveður.
Kjarninn 4. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None