"Óskum þess innilega að stjórnvöld forgangsraði í þágu Landspítalans"

RSlUjTkB-0725.jpg
Auglýsing

Full­trúar 45 sam­taka sendu frá sér sam­eig­in­lega ályktun í dag vegna ástands­ins á Land­spít­al­an­um, þar sem lækkun til rekst­urs spít­al­ans, sem birt­ist í fjár­laga­frum­varpi rík­is­stjórn­ar­innar fyrir árið 2015, er harð­lega mót­mælt. Álykt­unin verður send á rík­is­stjórn Íslands í dag.

"Við höfum þungar áhyggjur af þróun mála á Land­spít­al­an­um," segir Fríða Björk Arn­ar­dóttir for­maður Neist­ans - styrkt­ar­fé­lags hjart­veikra barna í sam­tali við Kjarn­ann, en sam­tökin voru á meðal þeirra sem stóðu að fyrr­greindri álykt­un.

Verður að end­ur­skoða fjár­veit­ingar til Land­spít­al­ans"Við vilj­u­m að Land­spít­al­inn upp­fylli þær kröfur sem gerðar eru almennt til sjúkra­húsa á Norð­ur­lönd­unum og að spít­al­anum verði gert kleift að þró­ast. Við óskum þess inni­lega að rík­is­stjórn­inn end­ur­skoði for­gangs­röðun sína á því hvert pen­ing­arnir í land­inu eiga að fara. Það verður að end­ur­skoða þessa lækkun á fjár­fram­fram­lögum til Land­spít­al­ans, og stjórn­völd verða bara að for­gangs­raða upp á nýtt," segir Fríða Björk.

Hún segir aðstand­endur hjart­veikra barna hafa þungar áhyggjur af fram­tíð­inni. "Við höfum áhyggjur af því að við séum að missa lækn­anna okkar úr landi og það mun­u ekki að koma inn nýir hjarta­læknar í stað­inn. Við erum með mjög góða lækna í dag, en innan þeirra raða verður auð­vitað að eiga sér stað end­ur­nýj­un. Börnin okk­ar, eins og staðan er í dag, þurfa mikið að sækja aðgerðir erlend­is, til Lundar eða Boston, sem hefur reynst vel, en sú staða gæti komið upp að öll börnin þurfi að sækja sér þjón­ustu erlend­is, og er það sparn­aður fyrir rík­ið?"

Auglýsing

Sam­fé­lagið hefur lokað aug­unum fyr­ir­ ­stöðu Land­spít­al­ansFríða segir sam­fé­lagið hafa lokað aug­unum fyrir alvar­legri stöð­u Land­spít­al­ans. "En nú er bara komið nóg. Hvað er hægt að spara mikið án þess að það komi niður á þjóð­fé­lag­inu okk­ar? Þetta ástand hefur ekki bara áhrif á sjúk­ling­ana okk­ar, heldur er það líka byrjað að hafa heilsu­spill­andi áhrif á heil­brigð­is­starfs­fólkið okkar sem vinnur á Land­spít­al­an­um. Við þurfum auð­vitað að halda þeim hraustum líka svo það geti sinnt sínu starf­i."

Fríða segir að óbreyttu muni ástandið fara að bitna veru­lega á skjól­stæð­ingum Neist­ans. "Það mun gera það, þetta er á þeirri leið að þetta mun hafa áhrif á börnin okk­ar, og við sjáum ástandið því miður bara vera að stefna í þá átt."

 

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Árni Finnsson
Á vonarvöl?
Kjarninn 19. október 2021
Sjókvíareldi á Vestfjörðum.
Framleiðsla í fiskeldi jókst um 169 prósent milli 2016 og 2020
Tekjur fiskeldisfyrirtækja hafa tvöfaldast frá 2016 og útflutningsverðmæti afurða þeirra hafa þrefaldast. Launþegum í geiranum hefur hins vegar ekki fjölgað nálægt því jafn mikið, eða um 32 prósent á sama tímabili.
Kjarninn 19. október 2021
Bensínverð ekki verið hærra síðan 2012
Verðið á heimsmarkaði með olíu hefur margfaldast frá vorinu 2020. Það hefur skilað því að viðmiðunarverð á bensíni á Íslandi hefur einungis einu sinni verið hærra í krónum talið.
Kjarninn 19. október 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Öllum sóttvarnaraðgerðum innanlands verði aflétt eftir mánuð
Frá og með morgundeginum mega 2.000 manns koma saman, grímuskyldu verður aflétt og opnunartímar skemmtistaða lengjast um klukkustund. Svo er stefnt á afléttingu allra aðgerða eftir fjórar vikur.
Kjarninn 19. október 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Íslenskir fjárhundar og endurvinnsla textíls
Kjarninn 19. október 2021
Sjávarútvegurinn greiddi sér 21,5 milljarða króna í arð í fyrra
Hagur sjávarútvegsfyrirtækja landsins, samtala arðgreiðslna og aukins eigin fjár þeirra, hefur vænkast um meira en 500 milljarða króna frá bankahrun. Geirinn greiddi sér meira út í arð í fyrra en hann greiddi í öll opinber gjöld.
Kjarninn 19. október 2021
Ásýnd fyrirhugaðrar uppbyggingar á Orkureitnum séð frá Suðurlandsbraut.
Reitir selja uppbyggingarheimildir á Orkureit á hátt í fjóra milljarða
Félagið Íslenskar fasteignir ehf. mun taka við uppbyggingunni á hinum svokallaða Orkureit á milli Ármúla og Suðurlandsbrautar af Reitum. Áætlaður söluhagnaður Reita af verkefninu er um 1,3 milljarðar króna.
Kjarninn 19. október 2021
Ekki búið að taka ákvörðun um rannsókn á yfirráðum Samherja yfir Síldarvinnslunni
Virði hlutabréfa í Síldarvinnslunni hefur aukist um 50 milljarða króna frá skráningu og um 30 prósent á síðustu vikum. Rúmur helmingur hlutafjár er í eigu Samherja og félaga sem frummat sýndi að færu með sameiginleg yfirráð í Síldarvinnslunni.
Kjarninn 19. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None