Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýnir ákvörðun stjórnar útgerðarfyrirtækisins HB Granda, að hækka laun stjórnarmanna um 33 prósent, harðlega á Facebook síðu sinni, og spyr hvort það búi tvær þjóðir í landinu.
„Stjórnarmenn í HB Granda ákveða hækkun til sjálfra sín um 33 % á sama tíma og almennu launafólki eru boðin launahækkun upp á 3,5 %. – Beint ofan í ólgu á vinnumarkaði, sem líkleg er til að leiða til mestu verkfalla í áratugi. Það eru svona vinnubrögð sem kynda undir reiðinni,“ segir Össur.
Eins og greint var frá í fréttaskýringu á vef Kjarnans í gær, eru kjaraviðræður á vinnumarkaði í algjörum hnút, bæði hjá hinu opinbera og á almennum vinnumarkaði. Algjör óvissa ríkir um hvernig leyst verður úr stöðunni.
„Þeir sem mest eiga raka til sín – hinir mega éta þau 3,5 % sem úti frjósa. Hvers vegna fær fiskverkafólkið hjá HB Granda ekki 33 % líka? Það hlýtur að verða krafan,“ segir Össur.
Búa tvær þjóðir á Íslandi? – Stjórnarmenn í HB Granda ákveða hækkun til sjálfra sín um 33 % á sama tíma og almennu...Posted by Össur Skarphéðinsson on Wednesday, April 15, 2015