Össur Skarphéðinsson: „Búa tvær þjóðir á Íslandi?“

össurskarp.jpg
Auglýsing

Össur Skarp­héð­ins­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, gagn­rýnir ákvörðun stjórnar útgerð­ar­fyr­ir­tæk­is­ins HB Granda, að hækka laun stjórn­ar­manna um 33 pró­sent, harð­lega á Face­book síðu sinni, og spyr hvort það búi tvær þjóðir í land­inu.

„Stjórn­ar­menn í HB Granda ákveða hækkun til sjálfra sín um 33 % á sama tíma og almennu launa­fólki eru boðin launa­hækkun upp á 3,5 %. – Beint ofan í ólgu á vinnu­mark­aði, sem lík­leg er til að leiða til mestu verk­falla í ára­tugi. Það eru svona vinnu­brögð sem kynda undir reið­inn­i,“ segir Öss­ur. 

Eins og greint var frá í frétta­skýr­ingu á vef Kjarn­ans í gær, eru kjara­við­ræður á vinnu­mark­aði í algjörum hnút, bæði hjá hinu opin­bera og á almennum vinnu­mark­aði. Algjör óvissa ríkir um hvernig leyst verður úr stöð­unni.

Auglýsing

„Þeir sem mest eiga raka til sín – hinir mega éta þau 3,5 % sem úti frjósa. Hvers vegna fær fisk­verka­fólkið hjá HB Granda ekki 33 % líka? Það hlýtur að verða krafan,“ segir Öss­ur.

Búa tvær þjóðir á Íslandi? – Stjórn­ar­menn í HB Granda ákveða hækkun til sjálfra sín um 33 % á sama tíma og almenn­u...

Posted by Össur Skarp­héð­ins­son on Wed­nes­day, April 15, 2015

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent
None