„Ótrúlegt“ uppgjör Apple veldur verðfalli hlutabréfa

apple_newyork.jpg
Auglýsing

Hluta­bréfa­verð í banda­ríska tækni­fyr­ir­tæk­inu Apple hefur lækkað dug­lega í við­skiptum kaup­höll­inni í New York í dag. Verð hluta­bréfa félags­ins lækk­uðu um 5 pró­sent við upp­haf við­skipta. Verð­fallið kemur í kjöl­far árs­hluta­upp­gjörs sem kynnt var í gær af Tim Cook, for­stjóra félags­ins. Þrátt fyrir að tekjur og hagn­aður félags­ins hafi auk­ist veru­lega þá hafa fjár­festar tekið upp­gjör­inu illa.

Upp­gjörið náði yfir þriðja árs­fjórð­ung rekstr­ar­árs App­le, það eru mán­uð­irnir þrír fram til 27. júní síð­ast­lið­inn. Í sam­an­burði við sama tíma­bil í fyrra þá jókst hagn­aður um 38 pró­sent og tekjur um 33 pró­sent. Alls nam hagn­að­ur­inn 10,7 millj­örðum doll­ara. Sam­tals seld­ust 47,5 millj­ónir ein­taka af iPhone snjall­sím­um, eða 35 pró­sent meira á sama tíma í fyrra. Sala á Mac tölvum jókst um 9 pró­sent milli tíma­bil­anna. Tim Cook, for­stjóri App­le, sagði árs­fjórð­ung­inn sem leið hafa verið „ótrú­legan“.

Auglýsing


Því virð­ast fjár­festar ósam­mála. Ástæður fyrir dræmum við­brögðum og lækk­andi hluta­bréfa­verði eru einkum taldar tvær. í fyrsta lagi bjugg­ust grein­ing­ar­að­ilar og fjár­festar við enn meiri vexti. Í öðru lagi er nú spurt hvort Apple geti við­haldið þeim mikla vexti sem hefur ein­kennt félag­ið, en vöxt­ur­inn hefur á síð­ustu árum hefur verið drif­inn áfram af auknu vöru­úr­vali og nýjum upp­færslum á eldri vör­um.

Sím­arnir helsta tekju­lindin - Engar upp­lýs­ingar um úrið

Í umfjöllun BBC um upp­gjörið er greint frá áhyggjum sér­fræð­inga um að vöxtur sé of háður sölu iPhone snjall­síma og jafn­framt er því velt upp hvort sölu­vöxtur sím­ans ­geti haldið áfram á sama hraða og til þessa. iPhone er stærsti ein­staki tekju­póstur Apple en sala á iPad hefur dreg­ist saman að und­an­förnu og var 11 pró­sentum lægri en í fyrra. Á upp­gjörs­fundi reyndi Cook að slá á þessar áhyggjur og upp­lýsti að 73 pró­sent þeirra sem eiga iPhone 5s eða eldri gerð hafi enn ekki upp­fært og fengið sér iPhone 6 síma. Því eigi iPhone 6 „mikið inn­i“.Þá eru ekki allir á eitt sáttir um þá ákvörðun Apple að upp­lýsa ekki um sölu Apple úrs­ins, nýj­ustu vöru félags­ins og þá fyrstu sem flokka má með tísku­vör­um. Apple segir það ­mik­il­vægt svo keppi­nautar fái ekki ­mik­il­vægar upp­lýs­ing­ar. Tekjur af sölu úrs­ins eru þess í stað flokk­aðar undir „aðrar tekj­ur“ með auka­hlutum og Beats-heyrnatól­um. Vef­mið­ill­inn Vox fjallar um þessa stefnu félags­ins og segir afar erfitt að meta hverjar við­tökur við Apple úrinu hafi raun­veru­lega ver­ið, þar sem þau séu seld á svo stóru verð­bili, allt frá 350 doll­urum til 15 þús­und doll­ara. Blaða­menn Bloomberg áætla að um 1,9 millj­ónir úra hafi verið seld frá því þau komu á mark­að, en „aðrar tekj­ur“ juk­ust um 950 millj­ónir doll­ara á síð­asta árs­fjórð­ungi sam­an­borið við fyrsta árs­fjórð­ung rekstr­ar­árs­ins.Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Braskað í brimi
Kjarninn 23. janúar 2020
Kolbrún Baldursdóttir
Vill að Líf víki sem stjórnarmaður borgarinnar í Sorpu
Borgarfulltrúi Flokks fólksins hefur lagt fram tillögu þess efnis að Líf Magneudóttir, stjórnarmaður Reykjavíkurborgar í Sorpu og borgarfulltrúi VG, víki úr stjórninni og í reynd að öll stjórnin segi af sér.
Kjarninn 23. janúar 2020
Maður heldur á hagléli á stærð við golfbolta fyrir framan þinghúsið í Canberra þann 20. janúar.
Ein vika í Ástralíu: Eldar, flóð, sandbyljir og haglél
Ástralía hefur fengið að finna fyrir dekkri tónum litrófs náttúruaflanna á aðeins einni viku. Frumbyggjar landsins segja að fyrirbyggjandi aðgerðir, sem forfeður þeirra stunduðu, hefðu getað bjargað miklu.
Kjarninn 23. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Dómsmálaráðherra skipar hæfnisnefnd vegna stöðu ríkislögreglustjóra
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur skipað hæfnisnefndir vegna stöðu ríkislögreglustjóra, lögreglustjórans á Austurlandi og sýslumannsins í Vestmannaeyjum.
Kjarninn 23. janúar 2020
Helga Vala Helgadóttir er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Leggja til stofnun launasjóðs afreksíþróttafólks
Samfylkingin leggur til að lagt verði fram frumvarp til laga um launasjóð fyrir afreksíþróttafólk. Tilgangur sjóðsins verði að auka fjárhagslegt öryggi íþróttamannanna.
Kjarninn 23. janúar 2020
Fanney Rós Þorsteinsdóttir
Fanney Rós tímabundið í embætti ríkislögmanns
Forsætisráðherra hefur ákveðið að setja Fanneyju Rós Þorsteinsdóttur tímabundið í embætti ríkislögmanns.
Kjarninn 23. janúar 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, svaraði fyrirspurn Ólafs Ísleifssonar um fjárfestingarleiðina í vikunni.
Enn neitað að opinbera hverjir nýttu sér fjárfestingarleið Seðlabankans
Fjármála- og efnahagsráðuneytið telur ekki heimilt að upplýsa um hverjir ferjuðu fjármuni til Íslands í gegnum fjárfestingarleið Seðlabanka Íslands og tekur undir að þagnarskylda gagnvart þeim komi í veg fyrir það, óháð hagsmunum almennings.
Kjarninn 23. janúar 2020
Mynd tekin á samstöðufundi þann 8. mars í fyrra.
Ísland spilltasta land Norðurlandanna níunda árið í röð
Ísland er enn og aftur spilltasta ríki Norðurlandanna samkvæmt nýrri úttekt Transparency International. Samtökin veittu því sérstaka eftirtekt að Íslendingar eru meðal þeirra þjóða sem sýnt hafa vanþóknun sína á spilltum stjórnarháttum æðstu valdhafanna.
Kjarninn 23. janúar 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None