Kynslóð Breta undir 34 ára aldri standa í dag frammi fyrir verri efnahagshorfum en fjöldi annarra kynslóða á undan. Atvinnumarkaður og tekjumöguleikar hafa versnað mjög í landinu á síðastliðnum fimm árum. Það verður erfiðara fyrir þessa ungu kynslóð Breta að fóta sig heldur en aðrar á undan.
Þetta er niðurstaða skýrslu nefndar um jöfnuð og mannréttindi í Bretlandi og fréttavefurinn Guardian greinir frá. Skýrslan ber yfirskriftina „Er Bretland sanngjarnara?“. Bent er á í frétt Guardian að atvinnuhorfur hafi farið versnandi frá 2010, eða frá því að samsteypustjórn leidd af Íhaldsflokkinum var mynduð.
Er það niðurstaða nefndarinnar, sem er veitt vald af breska þinginu til að bregðast við mismunun hvers konar, að þótt aðstæður í Bretlandi séu í dag sanngjarnari fyrir marga, þá hafi framför lífsgæða staðnað eða farið aftur í tilviki ákveðinna samfélagshópa. Bretar undi 34 ára aldri hafi fengið á sig þyngsta höggið í kjölfar kreppunnar og allt til ársins 2013. Þessi aldurshópur tók á sig mestu launalækkunina, var líklegastur til að missa vinnuna, bjó við verri húsakost og upplifði aukna fátækt.
Atvinnuleysi í Bretlandi mælist 14,8 prósent hjá fólki á aldrinum 16 til 24 ára. Það er um prósentustigi hærra en í febrúar 2008, fyrir upphaf kreppunnar.
Umfjöllun The Guardian má lesa hér.