Það tilkynnist hér með að nýjasti þátturinn í hlaðvarpsþáttaröðinni Pabbi þarf að keyra frestast um viku. Baggalúturinn og fjölmiðlamaðurinn Guðmundur Pálsson hefur undanfarnar 32 vikur fært ferðasögu fjölskyldunnar um Evrópu (og Egyptaland) til heimilda í Hlaðvarpi Kjarnans.
Fjölskyldan snéri aftur heim til Íslands á mánudaginn, eftir átta mánaða ferðalag um þjóðvegi álfunnar á fjölskyldubílnum sem þau fluttu með sér yfir á meginlandið frá Vesturbæ Reykjavíkur. Nú er fjölskyldan að koma sér aftur fyrir á heimili sínu, og sökum anna bað Gummi Páls um tímabundið frí frá hlaðvarpsþáttagerðinni.
„Það er bara nóg að gera. Miklu meira en ég hélt og auðvitað miklu meira en hefur verið síðan í haust. Svona er bara að koma heim eftir langa fjarveru,“ segir Gummi í samtali við Kjarnann. „Þannig að Pabbi þarf að keyra er eiginlega „Pabbi þarf að mála íbúðina og koma sér fyrir og ganga frá lausum endum“ - þessa dagana. Ég fæ frí í þetta eina skipti og svo klárum við dæmið næstu tvo laugardaga.“
Því er von á brakandi ferskum og nýjum hlaðvarpsþætti frá Gumma Páls næsta laugardag, en hann verður sá 33. í röðinni.