Pæling dagsins er hluti af daglegum fréttapósti Kjarnans, þar sem farið er yfir það helsta í innlendum og erlendum fréttum. Í pælingu dagsins er athyglisverðum hlutum velt upp.
Það er enginn vafi á því að það eru merkilegir tímar sem við lifum núna. Ekki bara hér á landi, heldur einnig í alþjóðlegu samhengi. Olían hefur nú fallið um 42 prósent í verði frá því í júlí, með tilheyrandi kollsteypuáhrifum, meðal annars í Rússlandi og líka í Noregi, þar sem skynja má miklar áhyggjuraddir í fyrsta skipti í langan tíma. Eitt er kannski svolítið táknrænt fyrir íslenskt efnhagslíf og þá einkum hlutabréfamarkaðinn, þegar þetta skeið er skoðað. Félagið N1, sem eru olíusali hér á landi, hefur gengið í gegnum góða tíma, samhliða verðfallinu á olíu. Gengi bréfa félagsins var skráð á 15,6 í byrjun júlí en stóð í 24 í gær. Það er yfir 50 prósent hækkun, á meðan verð á olíu hefur hrunið og gengi langflestra félaga sem eiga hagsmuni undir olíunni sömuleiðis. Svona er þetta nú skrítið stundum...
Fréttapóstur Kjarnans kemur í pósthólfið þitt á hverjum morgni