Pæling dagsins: Eftir hverju er Ólafur Ragnar að bíða?

10054184655-c3865a384f-z.jpg
Auglýsing

Pæl­ing dags­ins er hluti af dag­legum frétta­pósti Kjarn­ans, þar sem farið er yfir það helsta í inn­lendum og erlendum frétt­um. Í pæl­ingu dags­ins er athygl­is­verðum hlutum velt upp.

Jæja, þá er það byrj­að. Fyrsta Face­book-­síðan þar sem skorað er á Ólaf Ragnar að bjóða sig aftur fram til for­seta er komin í loft­ið. Ólafur Ragnar er nú á sínu fimmta kjör­tíma­bili, og þegar því lýkur á næsta ári, hefur hann verið tutt­ugu ár í emb­ætti. Stór hluti þjóð­ar­innar hefur aldrei haft annan for­seta, og sam­kvæmt nýlegri blaða­grein sem birt­ist í Was­hington Post, er Ólafur Ragnar á meðal þeirra þjóð­höfð­ingja sem setið hafa hvað lengst á „valda­stóli,“ Þar er for­seti vor í flokki með þjóð­ar­leið­togum frá ríkjum Afr­íku og Asíu, en einu þjóð­ar­leið­tog­arnir frá Evr­ópu sem kom­ast á list­ann eru Pútín og Lukashenko for­seti Hvíta-Rúss­lands.

01Þegar Ólafur Ragnar ákvað að bjóða sig fram í fimmta sinn árið 2012, ýjaði hann að því að hann myndi mögu­lega ekki sitja út kjör­tíma­bil­ið. Hann situr enn og hefur nú í hyggju að sitja út kjör­tíma­bil­ið. Aðspurður í sjón­varps­við­tali á dög­unum um hvort hann ætli að bjóða sig fram sjötta kjör­tíma­bilið í röð, úti­lok­aði for­set­inn það ekki. Pæl­ingin er þessi: Eftir hverju er Ólafur Ragnar að bíða? Er hann að bíða eftir að þrýst verði á hann að bjóða sig fram aft­ur? Eða er hann að bíða eftir að sjá hverjir hyggj­ast bjóða sig fram til emb­ætt­is­ins? Ætlar hann kannski fyrst þá að ákveða sig hvort ein­hver fram­bjóð­end­anna sé verð­ugur arf­taki hans? Eða er hann ef til vill að bíða eftir verð­ugum and­stæð­ingi?

Auglýsing

Frétta­póstur Kjarn­ans kemur í póst­hólfið þitt á hverjum morgni.

Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Sigurður Hlöðversson
Makríll á leið í kvóta – Eftir höfðinu dansa limirnir
Kjarninn 15. júní 2019
Margrét Tryggvadóttir
Hver skapaði skrímslið?
Leslistinn 15. júní 2019
Tíðavörur loks viðurkenndar sem nauðsyn
Alþingi samþykkti á dögunum að lækka virðisaukaskatt á tíðavörum úr efra skattþrepi í neðra. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að konur hafa á síðustu árum vakið athygli á því að það skjóti skökku við að skattleggja ekki tíðavörur sem nauðsynjavörur.
Kjarninn 15. júní 2019
Órói í stjórnmálum haggar varla fylgi stjórnmálablokka
Meirihluti stjórnarandstöðunnar mælist nú með meira fylgi en stjórnarflokkarnir þrír, frjálslyndu miðjuflokkarnir hafa sýnt mikinn stöðugleika í könnunum um langt skeið og fylgi Miðflokksins haggast varla þrátt fyrir mikla fyrirferð.
Kjarninn 15. júní 2019
Wikileaks: Blaðamennska í almannaþágu eða glæpur?
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, á í hættu á að vera framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann gæti átt yfir höfði sér 175 ár í fangelsi verði hann fundinn sekur.
Kjarninn 15. júní 2019
Segir forystu Sjálfstæðisflokksins vera sama um vilja flokksmanna
Stríð Davíðs Oddssonar og Morgunblaðsins sem hann stýrir við Sjálfstæðisflokkinn heldur áfram á síðum blaðsins í dag. Þar gagnrýnir hann forystu flokksins harkalega og bætir í gagnrýni sína vegna þriðja orkupakkans.
Kjarninn 15. júní 2019
Nýliðunarbrestur veldur Hafró áhyggjum
Hlýnun sjávar í íslenskri lögsögu er einn áhrifaþátturinn sem Hafró fylgist grannt með.
Kjarninn 14. júní 2019
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None