Pæling dagsins: Eftir hverju er Ólafur Ragnar að bíða?

10054184655-c3865a384f-z.jpg
Auglýsing

Pæl­ing dags­ins er hluti af dag­legum frétta­pósti Kjarn­ans, þar sem farið er yfir það helsta í inn­lendum og erlendum frétt­um. Í pæl­ingu dags­ins er athygl­is­verðum hlutum velt upp.

Jæja, þá er það byrj­að. Fyrsta Face­book-­síðan þar sem skorað er á Ólaf Ragnar að bjóða sig aftur fram til for­seta er komin í loft­ið. Ólafur Ragnar er nú á sínu fimmta kjör­tíma­bili, og þegar því lýkur á næsta ári, hefur hann verið tutt­ugu ár í emb­ætti. Stór hluti þjóð­ar­innar hefur aldrei haft annan for­seta, og sam­kvæmt nýlegri blaða­grein sem birt­ist í Was­hington Post, er Ólafur Ragnar á meðal þeirra þjóð­höfð­ingja sem setið hafa hvað lengst á „valda­stóli,“ Þar er for­seti vor í flokki með þjóð­ar­leið­togum frá ríkjum Afr­íku og Asíu, en einu þjóð­ar­leið­tog­arnir frá Evr­ópu sem kom­ast á list­ann eru Pútín og Lukashenko for­seti Hvíta-Rúss­lands.

01Þegar Ólafur Ragnar ákvað að bjóða sig fram í fimmta sinn árið 2012, ýjaði hann að því að hann myndi mögu­lega ekki sitja út kjör­tíma­bil­ið. Hann situr enn og hefur nú í hyggju að sitja út kjör­tíma­bil­ið. Aðspurður í sjón­varps­við­tali á dög­unum um hvort hann ætli að bjóða sig fram sjötta kjör­tíma­bilið í röð, úti­lok­aði for­set­inn það ekki. Pæl­ingin er þessi: Eftir hverju er Ólafur Ragnar að bíða? Er hann að bíða eftir að þrýst verði á hann að bjóða sig fram aft­ur? Eða er hann að bíða eftir að sjá hverjir hyggj­ast bjóða sig fram til emb­ætt­is­ins? Ætlar hann kannski fyrst þá að ákveða sig hvort ein­hver fram­bjóð­end­anna sé verð­ugur arf­taki hans? Eða er hann ef til vill að bíða eftir verð­ugum and­stæð­ingi?

Auglýsing

Frétta­póstur Kjarn­ans kemur í póst­hólfið þitt á hverjum morgni.

Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Seldu losunarheimildir til að borga laun fyrir marsmánuð
Skiptastjórar WOW air eru meðal annars búnir að selja skrifstofubúnað og reiðhjólaleigu WOW air til að auka endurheimtir í búið. Félagið hafði selt margar verðmætar eignir, t.d. afgreiðslutíma á flugvelli og losunarheimildir, fyrir gjaldþrot.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Molar
Molar
Molar – Opnar Costco annað vöruhús á Íslandi?
Kjarninn 23. ágúst 2019
Gísli Sigurgeirsson
Opið bréf til Katrínar Jakobsdóttur
Kjarninn 23. ágúst 2019
„Þurfum að taka afstöðu með hafinu og vernda það“
Ýmsar áleitnar spurningar vakna þegar hugsað er um hafið og hamfarahlýnun í sömu andrá. Væri hægt að búa á jörðinni án þess? Hvernig liti jörðin út án vatns? Getur verið að það verði meira af plasti í sjónum en fiskum árið 2050?
Kjarninn 23. ágúst 2019
Kísilverksmiðjan í Helguvík
Reisa 52 metra háan skorstein í Helguvík
Stakksberg vinnur nú að 4,5 milljarða endurbótum á kísilmálmverksmiðju félagsins í Helguvík. Þar á meðal er 52 metra hár skorsteinn sem draga á úr mengun frá verksmiðjunni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Markús Sigurbjörnsson hefur verið dómari við Hæstarétt Íslands í aldarfjórðung.
Tveir hæstaréttardómarar hætta
Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar og sá dómari við réttinn sem setið hefur lengst, mun hætta störfum við réttinn eftir rúman mánuð. Það mun Viðar Már Matthíasson einnig gera.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Þorsteinn Víglundsson
Breytum bönkum í brýr
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None