Pæling dagsins er hluti af daglegum fréttapósti Kjarnans, þar sem farið er yfir það helsta í innlendum og erlendum fréttum. Í pælingu dagsins er athyglisverðum hlutum velt upp.
Ríkisfyrirtækið Íslandspóstur sendi frá sér stórkostlega fréttatilkynningu í gær. Tilkynningin bar dramatísku fyrirsögnina: „Fækkun bréfa hefur alvarleg áhrif á afkomu Íslandspósts.“
Þeir sem voru sannfærðir um að árið væri 2015 þurftu að nudda augun og setjast niður, ekki síst þegar þeir lásu: „Þróun bréfamagns hefur haft veruleg áhrif á afkomu bréfadreifingar Póstsins en gera má ráð fyrir að tekjur af bréfadreifingu hefðu verið um 1.800 mkr. hærri á árinu 2014 ef verð hefði breyst í samræmi við vísitölu neysluverðs og magn hefði haldist óbreytt frá árinu 2007 (feitletrun í boði Kjarnans). Þegar horft er til ársins 2009 má gera ráð fyir að tekjur verði um 800 milljónum lægri ern árið 2014.“
Ókei. Það má svo sem vel vera að tækniframþróun í heiminum hafi leikið Íslandspóst grátt, og það sé erfitt að selja þjónustu í dag sem langflestir hafa snúið baki við fyrir margt löngu, en hvaða PR-snillingur ber ábyrgð á þeirri pælingu að skattgreiðendur muni fylkja sér á bakvið ríkisfyrirtæki sem vælir undan internetinu árið 2015?
Fréttapóstur Kjarnans kemur í pósthólfið þitt á hverjum morgni.