Þegar fyrst var greint frá aðild Íslands að TISA viðræðunum svokölluðu síðastliðið sumar ríkti yfir þeim mikil leynd. Það voru samtökin Wikileaks sem komust yfir leyniskjöl um viðræðurnar, sem er ætlað að auka frelsi í þjónustuviðskiptum milli um 50 ríkja sem að viðræðunum standa. Kjarninn birti skjölin ásamt fjölmiðlum annars staðar í heiminum í júní í fyrra. Í byrjun febrúar voru frekari leynigögn birt, sem snéru að heilbrigðisþjónustu milli landa.
Utanríkisráðuneytið hefur tekið afskaplega vel á málum þegar kemur að TISA undanfarið. Á vefsíðu ráðuneytisins er nú að finna mjög ítarlegar upplýsingar um viðræðurnar. Þar eru spurningar og svör, gögn tengd viðræðunum eru birt, sem og tenglar og fréttir um hverja samningslotu sem hefur átt sér stað í viðræðunum. Upplýsingagjöf af þessu tagi er til fyrirmyndar, enda eiga ráðuneyti og opinberar stofnanir að muna að þær eru að störfum fyrir almenning.
Pæling dagsins er því þessi: ef fleiri stofnanir tækju sér þetta til fyrirmyndar væri opinber stjórnsýsla á Íslandi líklega strax talsvert betri en raunin er...
Pæling dagsins er hluti af daglegum fréttapósti Kjarnans, þar sem farið er yfir það helsta í innlendum og erlendum fréttum. Í pælingu dagsins er athyglisverðum hlutum velt upp.
Fréttapóstur Kjarnans kemur í pósthólfið þitt á hverjum morgni.