Pæling dagsins: Segir verjendur skaða réttarkerfið

hæstiréttur_opt.jpg
Auglýsing

Það er ekki ofsögum sagt að það upp­gjör vegna hruns­ins sem nú stendur yfir, og hefur staðið yfir í nokkur ár, fyrir dóm­stólum lands­ins sé for­dæma­laust. Bæði eiga mörg þeirra saka­mála sem höfðað hafa verið sér engin for­dæmi að efni né umfangi auk þess sem það hefur aldrei gerst áður að jafn mikið af efn­uðu fólki, sem hefur tök á því að greiða lög­mannateym­um háar upp­hæðir fyrir að verja sig, hafi setið á saka­manna­bekk.

Það er eðli­legt að sak­born­ingar séu til­búnir að borga eins mikið og til þarf, enda sjálft frelsið und­ir. En þessar aðstæð­ur, og sú stað­reynd að þungir dómar bíða þeirra sem verða sak­felld­ir, hafa gert það að verkum að ýmsum ráðum hefur verið beitt til að hafa áhrif á fram­vindu mál­anna sem ekki hafa sést áður í jafn miklu mæli. Í nán­ast hverju ein­asta máli eru lagðar fram margar frá­vís­un­ar­kröfur sem oftar en ekki snú­ast um tækni­leg atriði frekar en raun­veru­legt efni mál­anna, lög­menn hafa sagt sig frá máli skömmu áður aðal­með­ferð í því átti að hefj­ast með þeir orðum að réttur skjól­stæð­inga þeirra hafi verið þver­brotin af dóm­stólum og harð­orðar greinar um fram­göngu rann­sókn­ar­að­ila, dóm­stóla og fjöl­miðla hafa verið skrif­aðar þar sem ýjað hefur verið að aðför að rétt­ar­rík­inu.

Það vakti því mikla athygli þegar Hrafn Braga­son, sem var hæsta­rétt­ar­dóm­ari í 20 ár, skrif­aði grein í Tíma­ritið Lög­rétt­u,­fé­lags laga­nema við Háskól­ann í Reykja­vík,  sem gefið út nýverið þar sem hann gagn­rýndi fram­göngu ýmissa lög­manna.  Þar sagði Hrafn m.a.: "Það verður að við­ur­kenn­ast að í sumum þeirra mála sem varða upp­gjör eftir fall íslensku bank­ana þykir dóm­urum sem lög­menn hafi gengi of langt bæði í mál­flutn­ingi og í umfjöllun utan réttar um máls­efn­ið, sak­sókn­ara og dóm­ara. Slík umfjöllun hefur lítil eða engin áhrif á úrslit mála og mun sjálf­sagt ætluð fjöl­miðlum en er til þess fallin að skaða rétt­ar­kerfið í heild og þar á meðal lög­manna­stétt­ina".

Auglýsing

Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Sigurður Hlöðversson
Makríll á leið í kvóta – Eftir höfðinu dansa limirnir
Kjarninn 15. júní 2019
Margrét Tryggvadóttir
Hver skapaði skrímslið?
Leslistinn 15. júní 2019
Tíðavörur loks viðurkenndar sem nauðsyn
Alþingi samþykkti á dögunum að lækka virðisaukaskatt á tíðavörum úr efra skattþrepi í neðra. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að konur hafa á síðustu árum vakið athygli á því að það skjóti skökku við að skattleggja ekki tíðavörur sem nauðsynjavörur.
Kjarninn 15. júní 2019
Órói í stjórnmálum haggar varla fylgi stjórnmálablokka
Meirihluti stjórnarandstöðunnar mælist nú með meira fylgi en stjórnarflokkarnir þrír, frjálslyndu miðjuflokkarnir hafa sýnt mikinn stöðugleika í könnunum um langt skeið og fylgi Miðflokksins haggast varla þrátt fyrir mikla fyrirferð.
Kjarninn 15. júní 2019
Wikileaks: Blaðamennska í almannaþágu eða glæpur?
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, á í hættu á að vera framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann gæti átt yfir höfði sér 175 ár í fangelsi verði hann fundinn sekur.
Kjarninn 15. júní 2019
Segir forystu Sjálfstæðisflokksins vera sama um vilja flokksmanna
Stríð Davíðs Oddssonar og Morgunblaðsins sem hann stýrir við Sjálfstæðisflokkinn heldur áfram á síðum blaðsins í dag. Þar gagnrýnir hann forystu flokksins harkalega og bætir í gagnrýni sína vegna þriðja orkupakkans.
Kjarninn 15. júní 2019
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None