Pæling dagsins: Segir verjendur skaða réttarkerfið

hæstiréttur_opt.jpg
Auglýsing

Það er ekki ofsögum sagt að það upp­gjör vegna hruns­ins sem nú stendur yfir, og hefur staðið yfir í nokkur ár, fyrir dóm­stólum lands­ins sé for­dæma­laust. Bæði eiga mörg þeirra saka­mála sem höfðað hafa verið sér engin for­dæmi að efni né umfangi auk þess sem það hefur aldrei gerst áður að jafn mikið af efn­uðu fólki, sem hefur tök á því að greiða lög­mannateym­um háar upp­hæðir fyrir að verja sig, hafi setið á saka­manna­bekk.

Það er eðli­legt að sak­born­ingar séu til­búnir að borga eins mikið og til þarf, enda sjálft frelsið und­ir. En þessar aðstæð­ur, og sú stað­reynd að þungir dómar bíða þeirra sem verða sak­felld­ir, hafa gert það að verkum að ýmsum ráðum hefur verið beitt til að hafa áhrif á fram­vindu mál­anna sem ekki hafa sést áður í jafn miklu mæli. Í nán­ast hverju ein­asta máli eru lagðar fram margar frá­vís­un­ar­kröfur sem oftar en ekki snú­ast um tækni­leg atriði frekar en raun­veru­legt efni mál­anna, lög­menn hafa sagt sig frá máli skömmu áður aðal­með­ferð í því átti að hefj­ast með þeir orðum að réttur skjól­stæð­inga þeirra hafi verið þver­brotin af dóm­stólum og harð­orðar greinar um fram­göngu rann­sókn­ar­að­ila, dóm­stóla og fjöl­miðla hafa verið skrif­aðar þar sem ýjað hefur verið að aðför að rétt­ar­rík­inu.

Það vakti því mikla athygli þegar Hrafn Braga­son, sem var hæsta­rétt­ar­dóm­ari í 20 ár, skrif­aði grein í Tíma­ritið Lög­rétt­u,­fé­lags laga­nema við Háskól­ann í Reykja­vík,  sem gefið út nýverið þar sem hann gagn­rýndi fram­göngu ýmissa lög­manna.  Þar sagði Hrafn m.a.: "Það verður að við­ur­kenn­ast að í sumum þeirra mála sem varða upp­gjör eftir fall íslensku bank­ana þykir dóm­urum sem lög­menn hafi gengi of langt bæði í mál­flutn­ingi og í umfjöllun utan réttar um máls­efn­ið, sak­sókn­ara og dóm­ara. Slík umfjöllun hefur lítil eða engin áhrif á úrslit mála og mun sjálf­sagt ætluð fjöl­miðlum en er til þess fallin að skaða rétt­ar­kerfið í heild og þar á meðal lög­manna­stétt­ina".

Auglýsing

Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None