Pæling dagsins: Segir verjendur skaða réttarkerfið

hæstiréttur_opt.jpg
Auglýsing

Það er ekki ofsögum sagt að það upp­gjör vegna hruns­ins sem nú stendur yfir, og hefur staðið yfir í nokkur ár, fyrir dóm­stólum lands­ins sé for­dæma­laust. Bæði eiga mörg þeirra saka­mála sem höfðað hafa verið sér engin for­dæmi að efni né umfangi auk þess sem það hefur aldrei gerst áður að jafn mikið af efn­uðu fólki, sem hefur tök á því að greiða lög­mannateym­um háar upp­hæðir fyrir að verja sig, hafi setið á saka­manna­bekk.

Það er eðli­legt að sak­born­ingar séu til­búnir að borga eins mikið og til þarf, enda sjálft frelsið und­ir. En þessar aðstæð­ur, og sú stað­reynd að þungir dómar bíða þeirra sem verða sak­felld­ir, hafa gert það að verkum að ýmsum ráðum hefur verið beitt til að hafa áhrif á fram­vindu mál­anna sem ekki hafa sést áður í jafn miklu mæli. Í nán­ast hverju ein­asta máli eru lagðar fram margar frá­vís­un­ar­kröfur sem oftar en ekki snú­ast um tækni­leg atriði frekar en raun­veru­legt efni mál­anna, lög­menn hafa sagt sig frá máli skömmu áður aðal­með­ferð í því átti að hefj­ast með þeir orðum að réttur skjól­stæð­inga þeirra hafi verið þver­brotin af dóm­stólum og harð­orðar greinar um fram­göngu rann­sókn­ar­að­ila, dóm­stóla og fjöl­miðla hafa verið skrif­aðar þar sem ýjað hefur verið að aðför að rétt­ar­rík­inu.

Það vakti því mikla athygli þegar Hrafn Braga­son, sem var hæsta­rétt­ar­dóm­ari í 20 ár, skrif­aði grein í Tíma­ritið Lög­rétt­u,­fé­lags laga­nema við Háskól­ann í Reykja­vík,  sem gefið út nýverið þar sem hann gagn­rýndi fram­göngu ýmissa lög­manna.  Þar sagði Hrafn m.a.: "Það verður að við­ur­kenn­ast að í sumum þeirra mála sem varða upp­gjör eftir fall íslensku bank­ana þykir dóm­urum sem lög­menn hafi gengi of langt bæði í mál­flutn­ingi og í umfjöllun utan réttar um máls­efn­ið, sak­sókn­ara og dóm­ara. Slík umfjöllun hefur lítil eða engin áhrif á úrslit mála og mun sjálf­sagt ætluð fjöl­miðlum en er til þess fallin að skaða rétt­ar­kerfið í heild og þar á meðal lög­manna­stétt­ina".

Auglýsing

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Kærunefnd jafnréttismála verði einnig stefnt en ekki bara kæranda einum
Forsætisráðherra hefur lagt fram drög að breytingum á stjórnsýslu jafnréttismála, sem fela meðal annars í sér að kærendum í jafnréttismálum verði ekki lengur stefnt einum fyrir dóm, uni gagnaðili ekki niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála.
Kjarninn 7. júlí 2020
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu.
Forseti Brasilíu greinist með COVID-19 en segist ekkert óttast
Jair Bolsonaro forseti Brasilíu greindi frá því í dag að hann hefði greinst með COVID-19, en hann hefur fundið fyrir slappleika frá því á sunnudag. Forsetinn hefur kallað veiruna aumt kvef, en 65.000 Brasilíumenn liggja í valnum eftir að hafa smitast.
Kjarninn 7. júlí 2020
Mikið var um að vera á COVID-19 göngudeild Landspítala í mars og apríl.
Færri alvarlega veikir – en er veiran að mildast?
Nokkrar ástæður geta verið fyrir því að alvarlegum kórónuveirutilfellum hefur fækkað verulega. Í nýju svari á Vísindavefnum er farið yfir nokkra möguleika sem kunna að útskýra hvers vegna veiran virðist vera að veikjast.
Kjarninn 7. júlí 2020
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller á upplýsingafundi dagsins.
Þórólfur þakkaði Íslenskri erfðagreiningu fyrir samstarfið
Sóttvarnalæknir segir að Íslensk erfðagreining hafi „nokkuð óvænt“ lýst því yfir í gær að hún muni hætta að skima á landamærum í næstu viku. Leitað verður annarra leiða til að halda landamæraskimun áfram.
Kjarninn 7. júlí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Skrifist á Sjálfstæðisflokkinn og „hamfarakapítalismann þeirra“
Þingmaður Pírata segir að sama hvert litið er hafi Sjálfstæðisflokkurinn undanfarna áratugi notað valdastöðu sína til að moka verkefnum yfir á einkageirann en að ábyrgðin sé samt áfram hjá ríkinu. Þar vísar hann meðal annars til ástandsins í skimunum.
Kjarninn 7. júlí 2020
Lárus Sigurður Lárusson er fyrsti stjórnarformaður nýs Menntasjóðs námsmanna.
Lilja skipar Lárus sem stjórnarformann Menntasjóðs námsmanna
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Lárus Sigurð Lárusson lögmann sem stjórnarformann nýs Menntasjóðs námsmanna. Hann leiddi lista Framsóknar í Reykjavík norður til síðustu alþingiskosninga.
Kjarninn 7. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Kári: Þú hreyfir þig ekki hægt í svona ástandi
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur boðið forsætisráðherra að koma til hans á fund í Vatnsmýrinni þar sem fyrirtækið er til húsa.
Kjarninn 7. júlí 2020
Jakob Már Ásmundsson, forstjóri Korta.
Fjártæknifyrirtækið Rapyd kaupir Korta
Fjártæknifyrirtækið Rapyd hyggst samþætta og útvíkka starfsemi Korta í posa- og veflausnum, ásamt því að „efla starfsemina á Íslandi með áframhaldandi vexti og ráðningu starfsfólks“.
Kjarninn 7. júlí 2020
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None