Pæling dagsins: Segir verjendur skaða réttarkerfið

hæstiréttur_opt.jpg
Auglýsing

Það er ekki ofsögum sagt að það uppgjör vegna hrunsins sem nú stendur yfir, og hefur staðið yfir í nokkur ár, fyrir dómstólum landsins sé fordæmalaust. Bæði eiga mörg þeirra sakamála sem höfðað hafa verið sér engin fordæmi að efni né umfangi auk þess sem það hefur aldrei gerst áður að jafn mikið af efnuðu fólki, sem hefur tök á því að greiða lögmannateymum háar upphæðir fyrir að verja sig, hafi setið á sakamannabekk.

Það er eðlilegt að sakborningar séu tilbúnir að borga eins mikið og til þarf, enda sjálft frelsið undir. En þessar aðstæður, og sú staðreynd að þungir dómar bíða þeirra sem verða sakfelldir, hafa gert það að verkum að ýmsum ráðum hefur verið beitt til að hafa áhrif á framvindu málanna sem ekki hafa sést áður í jafn miklu mæli. Í nánast hverju einasta máli eru lagðar fram margar frávísunarkröfur sem oftar en ekki snúast um tæknileg atriði frekar en raunverulegt efni málanna, lögmenn hafa sagt sig frá máli skömmu áður aðalmeðferð í því átti að hefjast með þeir orðum að réttur skjólstæðinga þeirra hafi verið þverbrotin af dómstólum og harðorðar greinar um framgöngu rannsóknaraðila, dómstóla og fjölmiðla hafa verið skrifaðar þar sem ýjað hefur verið að aðför að réttarríkinu.

Það vakti því mikla athygli þegar Hrafn Bragason, sem var hæstaréttardómari í 20 ár, skrifaði grein í Tímaritið Lögréttu,félags laganema við Háskólann í Reykjavík,  sem gefið út nýverið þar sem hann gagnrýndi framgöngu ýmissa lögmanna.  Þar sagði Hrafn m.a.: "Það verður að viðurkennast að í sumum þeirra mála sem varða uppgjör eftir fall íslensku bankana þykir dómurum sem lögmenn hafi gengi of langt bæði í málflutningi og í umfjöllun utan réttar um málsefnið, saksóknara og dómara. Slík umfjöllun hefur lítil eða engin áhrif á úrslit mála og mun sjálfsagt ætluð fjölmiðlum en er til þess fallin að skaða réttarkerfið í heild og þar á meðal lögmannastéttina".

Auglýsing

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None