Pæling dagsins er hluti af daglegum fréttapósti Kjarnans, þar sem farið er yfir það helsta í innlendum og erlendum fréttum. Í pælingu dagsins er athyglisverðum hlutum velt upp.
Hanna Birna Kristjánsdóttir, fyrrverandi innanríkisráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hefur ekki mikið látið í sér heyra, frá því að niðurstaða frumkvæðisathugunar umboðsmanns Alþingis lá fyrir. Kannski er það eðlilegt, í ljósi þess að algjörlega óumdeilt er, að hún hafði óeðlileg afskipti af rannsókn lögreglu á lekamálinu og hefur viðurkennt að hafa gert það, og beðist afsökunar á því. Hanna Birna sendi hins vegar athugasemd til RÚV, og sagðist ekki hafa haft áhrif á rannsóknina. Þetta er laukrétt hjá Hönnu Birnu, eins og þegar hefur verið leitt fram. Það er vitað núna, að Hönnu Birnu tókst ekki að hafa áhrif á rannsóknina með valdníðslu og óeðlilegum afskiptum. Lögreglan stóð af sér hin óeðlilegu afskipti, líkt og umboðsmaður Alþingis. Eitt enn að lokum. Þriðja sería House of Cards kemur í lok febrúar...
Fréttapóstur Kjarnans kemur í pósthólfið þitt á hverjum morgni.