Páll Magnússon um mál Illuga: Sjaldan hefur spilling birst jafn hrein og kristaltær

pallmagg-1.jpg
Auglýsing

„Nú er liðið eitt sumar síðan upp­lýst var að mennta­mála­ráð­herra bað um og fékk per­sónu­legan fjár­stuðn­ing frá aðila sem hann síðan veitti póli­tíska fyr­ir­greiðslu vegna við­skipta­hags­muna í Kína. Póli­tísk spill­ing verður ekki aug­ljós­ari en þetta.“

Þetta skrifar Páll Magn­ús­son, fyrr­ver­andi útvarps­stjóri, í aðsendri grein í Frétta­blað­inu í dag. Í grein­inni kallar Páll eftir afsögn Ill­uga úr starfi mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, en síð­ast­liðið vor var upp­lýst að Ill­ugi seldi íbúð­ina sína á Rán­ar­götu til stjórn­ar­for­manns Orku Energy vegna fjár­hags­erf­ið­leika og leigir hana nú út. Málið kom upp í fjöl­miðlum í kjöl­far þátt­töku Orku Energy í ferð Ill­uga til Kína, en Ill­ugi vann ráð­gjafa­störf fyrir fyr­ir­tækið þegar hann var utan þings.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Páll kallar eftir afsögn Ill­uga og sakar hann um póli­tíska spill­ingu. Það gerði hann einnig í maí síð­ast­liðn­um.

Auglýsing

Páll hætti sem útvarps­stjóri nokkrum mán­uðum eftir að Ill­ugi varð mennta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, en ráðu­neyti hans fer með mál­efni RÚV. Ástæðan var sú að ákveðið hafði verið að aug­lýsa stöðu útvarps­stjóra lausa til umsókn­ar.

Segir málið slæmt fyrir flokk­innÍ grein­inni, sem ber yfir­skrift­ina „Er ráð­herr­ann ekki á föru­m?“, segir Páll að sjálf skil­grein­ingin sem OECD og fleiri alþjóð­legar stofn­anir noti á fyr­ir­bær­inu „spill­ingu“ feli í sér verk­lýs­ingu á því sem ráð­herran gerði. „Mis­notkun stjórn­valds eða póli­tískra ráða­manna á valdi sínu og áhrifum fyrir ólög­mæt­an, venju­lega leyni­legan, per­sónu­legan ávinn­ing,“ er sú lýs­ing sem Páll vísar til. Hann telur að ef Ill­ugi segir ekki sjálfur af sér þá hljóti for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins að vísa honum veg­inn. Aðstæður í dag séu ekki gæfu­legar flokkn­um.

„Við þetta bæt­ist síðan að ráð­herr­ann sagði opin­ber­lega og vís­vit­andi ósatt þegar hann hélt því fram í við­tali við Frétta­blaðið 9. apríl sl. að teng­ing hans við þennan aðila væri frá þeim tíma þegar hann var utan þings og að hann hefði engra fjár­hags­legra hags­muna að gæta gagn­vart honum leng­ur. Hvorttveggja var og er ósatt,“ segir í grein­inni. Auk þess hafi fjöl­mið­ill­inn Stundin þrá­spurt ráð­herran um málið en engin svör feng­ið.

„Þögn ráð­herr­ans er skilj­an­leg. Honum væri þó hollt að minn­ast þeirrar meg­in­reglu að ráð­herrar á Vest­ur­löndum geta yfir­leitt ekki þagað neitt í hel nema sjálfa sig. Og þótt ráð­herr­anum hafi tek­ist að koma sér undan því að svara fjöl­miðlum allan þennan tíma, svo und­ar­legt sem það nú er og má heita mikil lít­il­þægni af þeirra hálfu, þá kemst hann varla undan því að svara fyrir málið á Alþingi eða Lands­fundi Sjálf­stæð­is­flokks­ins sem stendur fyrir dyr­um. Nema þá að þessar stofn­anir legg­ist í sam­ræmda með­virkni með ráð­herr­anum og spyrji einskis.“

„Hjá­kát­leg þögn“Páll telur „hjá­kát­lega þögn“ ríkja um málið hjá þeim sem tíð­ast skrifa um sam­fé­lags­mál í dag­blöð og net­miðla. „Ekki hefur heyrst hósti né stuna frá þessum ann­ars sískrif­andi 5-6 ein­stak­ling­um. Þó hefur póli­tísk spill­ing á Íslandi sjaldan birst jafn hrein og krist­al­tær og í ofan­greindu til­viki. Sumir þess­ara skrif­finna görg­uðu sig t.d. hása mán­uðum saman út af máli Hönnu Birnu. Hún gat þó að ákveðnu marki afsakað sig með mis­tök­um, dóm­greind­ar­leysi, reynslu­leysi og mis­vitrum aðstoð­ar­mönnum og ráð­gjöf­um. Engu slíku er til að dreifa í máli mennta­mála­ráð­herra. Þar stendur spill­ingin ein og hrein og hefur ekk­ert skjól af mis­tökum eða dóm­greind­ar­leysi; þetta var úthugs­aður og ein­beittur ásetn­ingur ráð­herra um póli­tískan greiða fyrir per­sónu­leg­an. Samt heyr­ist ekki múkk í hinni málglöðu intelli­g­ens­íu. Það er svo sem í góðu sam­ræmi við þau marg­tuggðu vís­dóms­orð Lax­ness að Íslend­ingar „… leysi vand­ræði sín með því að stunda orð­hein­g­ils­hátt og deila um tit­línga­skít sem ekki kemur mál­inu við; en verði skelfíngu lostnir og setji hljóða hvenær sem komið er að kjarna máls.“ Páll spyr hvort þetta sé vegna kunn­inga­skapar eða vin­áttu við „hinn geð­þekka og kúltíver­aða ráð­herra, sem sækir sömu konserta og kaffi­hús - og spilar auk þess fal­lega á píanó­?“.

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ástþrúður Kristín Jónsdóttir
Lífeyrisþegi styrkir bótaþega
Kjarninn 25. september 2021
Indriði H. Þorláksson
Hvern á að kjósa?
Kjarninn 25. september 2021
Hvernig rættust kosningaspárnar árin 2016 og 2017?
Kjarninn setur nú fram kosningaspá fyrir alþingiskosningar í samstarfi við Baldur Héðinsson í þriðja sinn, en spáin gefur fyrirliggjandi könnunum vægi samkvæmt reikniformúlu Baldurs. Hvernig hefur spáin gengið eftir í fyrri tvö skiptin?
Kjarninn 25. september 2021
Ívar Ingimarsson
Reykjavík er náttúrulega best
Kjarninn 25. september 2021
Magnús Hrafn Magnússon
Hver á lag?
Kjarninn 25. september 2021
Bækur Enid Blyton hafa hafa selst í rúmlega 600 milljónum eintaka og verið þýddar á meira en 90 tungumál.
762 bækur
Útlendingar, svertingjar, framandi, sígaunar. Stela, hóta, svíkja, lemja. Vesalingar og ómerkilegir aumingjar. Þetta orðfæri þykir ekki góð latína í dag, en konan sem notaði þessi orð er einn mest lesni höfundur sögunnar. Enid Blyton.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Meiri líkur en minni á að ríkisstjórnin haldi velli
Samkvæmt síðustu kosningaspánni mun Framsóknarflokkurinn verða í lykilstöðu í fyrramálið þegar kemur að myndun ríkisstjórnar, og endurheimtir þar með það hlutverk sem flokkurinn hefur sögulega haft í íslenskum stjórnmálum.
Kjarninn 25. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None