pallskulason.jpg
Auglýsing

Páll Skúla­­son, pró­­fess­or og fyrr­ver­andi rektor Há­­skóla Íslands, lést á Land­­spít­­al­an­um við Hring­braut 22. apríl sl. á 70. ald­­ursári. Til­kynn­ing um and­lát hans birt­ist í Morg­un­blað­inu í morg­un.

Páll fædd­ist á Ak­­ur­eyri 4. júní 1945. For­eldr­ar hans voru Þor­­björg Páls­dótt­ir kenn­­ari og Skúli Magn­ús­­son kenn­­ari.

Hann lauk stúd­­ents­­prófi frá MA 1965, BA-­prófi frá Uni­versité Cat­holique de Lou­vain í Belg­íu 1967 og dokt­or­s­­próf frá sama skóla 1973.

Auglýsing

Páll byggði upp kennslu í heim­­speki við HÍ ásamt þeim Þor­­steini Gylfa­­syni og Mika­el Karls­­syni. Hann var lektor í heim­­speki við HÍ 1971-75, pró­­fess­or í heim­­speki frá 1975 og rektor Há­­skóla Íslands 1997-2005. Páll var þrí­veg­is for­­seti heim­­speki­­deild­ar HÍ, og afkasta­mik­ill fræði­maður og sam­fé­lags­rýn­andi í verkum sín­um, alla tíð.

Hann var for­maður Fé­lags há­­skóla­­kenn­­ara 1983-84. Páll var einn af stofn­end­um Nor­rænu heim­­speki­­stofn­un­­ar­inn­­ar, for­maður stjórn­­ar Menn­ing­­ar­­sjóðs út­varps­­stöðva 1986-90 og í vís­inda­siða­nefnd Lækna­­fé­lags Íslands 1986-95. Páll var for­maður stjórn­­ar Sið­fræði­stofn­un­ar frá stofn­un henn­ar 1989 og fram til 1997. Á ár­un­um 1997 til 2001 var Páll for­maður stjórn­­ar Reykja­vík menn­ing­­ar­­borg Evr­­ópu árið 2000.

Páll sat í há­­skóla­ráði Há­­skól­ans í Lúx­em­­borg frá 2004 til 2009. Hann sinnti um­fangs­­mikl­um nefnd­­ar­­störf­um vegna út­­tekta á há­­skól­um á veg­um Sam­­taka evr­­ópskra há­­skóla (EUA) frá 2005 og hef­ur verið for­maður alþjóð­legr­ar nefnd­ar um ytra mat á Há­­skól­an­um í Lúx­em­­borg frá 2007.

Á meðal helstu rita Páls eru Du cercle et du sujet, dokt­or­s­­rit­­gerð (1973); Hugs­un og veru­­leiki (1975); Sam­ræður um heim­­speki, ásamt Brynj­ólfi Bjarna­­syni og Hall­­dóri Guð­jóns­­syni (1987); Pæl­ing­ar (1987); Pæl­ing­ar II (1989); Sið­fræði (1990); Sjö sið­fræði­lestr­ar (1991); Menn­ing og sjálf­­stæði (1994); Í skjóli heim­­spek­inn­ar (1995); Um­hverf­ing (1998) og Saga and Phi­losop­hy (1999). Síð­ast­liðin tvö ár birti hann sex bæk­ur um há­­skóla, stjórn­­­mál og nátt­úru: Ríkið og rök­­vísi stjórn­­­mála (2013); Nátt­úr­upæl­ing­ar (2014); Hugs­un­in stjórn­­ar heim­in­um (2014); Há­­skólapæl­ing­ar (2014); Vega­­nesti (2015) og A Crit­ique of Uni­versities (2015).

Auk þess er um þess­ar mund­ir verið að ganga frá tveim­ur bók­um Páls til prent­un­­ar, Pæl­ing­ar III og Merk­ing og til­­­gang­­ur.

Páll var sæmd­ur ridd­­ara­krossi Hinn­ar ís­­lensku fálka­orðu 1999.

Páll kvænt­ist Auði Þ. Birg­is­dótt­ur (f. 1945) hinn 14. ág­úst 1965 og eign­uð­ust þau þrjú börn.

Rit­stjórn Kjarnan sendir stór­fjöl­skyldu Páls sam­úð­ar­kveðj­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kortið sýnir útbreiðslu hita í hluta Síberíu 20. júní.
Hitamet staðfest á einum kaldasta stað jarðar
Hæsti hiti: 38°C. Lægsti hiti: -67,8°C. Mismunur: 105,8 gráður. Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Hlýnunin er að eiga sér stað mörgum áratugum fyrr en spár gerðu ráð fyrir.
Kjarninn 3. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Marshall-aðstoð ríkisstjórnarinnar orðin ótímabundin
Róbert Marshall hefur verið ráðinn ótímabundið í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, en áður hafði hann verið ráðinn tímabundið í stöðuna til þriggja mánaða.
Kjarninn 3. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Fötin og tískan
Kjarninn 3. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Staðfest: Íslendingar þurfa í sóttkví við komuna til landsins
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að Íslendingar og aðrir sem búsettir eru hér þurfi að fara aftur í skimun 4-5 dögum eftir komu til landsins og vera í sóttkví þangað til niðurstaða fæst.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þörf á öflugra eftirliti af hálfu hins opinbera varðandi málefni erlends vinnuafls
Samkvæmt nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu er árangursríkasta leiðin til að stöðva alvarleg brot í geiranum að stoppa upp í göt í lögum og efla eftirlit opinberra stofnana.
Kjarninn 3. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við sem dómsmálaráðherra í september í fyrra. Líkur eru á að hún muni hafa skipað fjóra nýja dómara við Hæstarétt á fyrsta ári sínu sem ráðherra.
Tveir dómarar við Hæstarétt óska lausnar
Fimm dómarar við Hæstarétt hafa óskað lausnar úr starfi á innan við einu ári. Samsetning réttarins hefur því breyst gríðarlega mikið á skömmum tíma. Af þeim sjö sem munu mynda réttinn í nánustu framtíð munu fjórir hafa verið skipaðir frá því í desember.
Kjarninn 3. júlí 2020
Fyrrum eigendur Mjólku vilja skaðabætur frá Mjólkursamsölunni
Stofnendur og fyrrum eigendur Mjólku fara fram á að MS viðurkenni skaðabótaskyldu vegna samkeppnisbrota sem hafi leitt til þess að Mjólka fór í greiðsluþrot. Brot MS hafa verið staðfest fyrir dómstólum og fyrirtækið greitt sektir vegna þeirra.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None