pallskulason.jpg
Auglýsing

Páll Skúla­­son, pró­­fess­or og fyrr­ver­andi rektor Há­­skóla Íslands, lést á Land­­spít­­al­an­um við Hring­braut 22. apríl sl. á 70. ald­­ursári. Til­kynn­ing um and­lát hans birt­ist í Morg­un­blað­inu í morg­un.

Páll fædd­ist á Ak­­ur­eyri 4. júní 1945. For­eldr­ar hans voru Þor­­björg Páls­dótt­ir kenn­­ari og Skúli Magn­ús­­son kenn­­ari.

Hann lauk stúd­­ents­­prófi frá MA 1965, BA-­prófi frá Uni­versité Cat­holique de Lou­vain í Belg­íu 1967 og dokt­or­s­­próf frá sama skóla 1973.

Auglýsing

Páll byggði upp kennslu í heim­­speki við HÍ ásamt þeim Þor­­steini Gylfa­­syni og Mika­el Karls­­syni. Hann var lektor í heim­­speki við HÍ 1971-75, pró­­fess­or í heim­­speki frá 1975 og rektor Há­­skóla Íslands 1997-2005. Páll var þrí­veg­is for­­seti heim­­speki­­deild­ar HÍ, og afkasta­mik­ill fræði­maður og sam­fé­lags­rýn­andi í verkum sín­um, alla tíð.

Hann var for­maður Fé­lags há­­skóla­­kenn­­ara 1983-84. Páll var einn af stofn­end­um Nor­rænu heim­­speki­­stofn­un­­ar­inn­­ar, for­maður stjórn­­ar Menn­ing­­ar­­sjóðs út­varps­­stöðva 1986-90 og í vís­inda­siða­nefnd Lækna­­fé­lags Íslands 1986-95. Páll var for­maður stjórn­­ar Sið­fræði­stofn­un­ar frá stofn­un henn­ar 1989 og fram til 1997. Á ár­un­um 1997 til 2001 var Páll for­maður stjórn­­ar Reykja­vík menn­ing­­ar­­borg Evr­­ópu árið 2000.

Páll sat í há­­skóla­ráði Há­­skól­ans í Lúx­em­­borg frá 2004 til 2009. Hann sinnti um­fangs­­mikl­um nefnd­­ar­­störf­um vegna út­­tekta á há­­skól­um á veg­um Sam­­taka evr­­ópskra há­­skóla (EUA) frá 2005 og hef­ur verið for­maður alþjóð­legr­ar nefnd­ar um ytra mat á Há­­skól­an­um í Lúx­em­­borg frá 2007.

Á meðal helstu rita Páls eru Du cercle et du sujet, dokt­or­s­­rit­­gerð (1973); Hugs­un og veru­­leiki (1975); Sam­ræður um heim­­speki, ásamt Brynj­ólfi Bjarna­­syni og Hall­­dóri Guð­jóns­­syni (1987); Pæl­ing­ar (1987); Pæl­ing­ar II (1989); Sið­fræði (1990); Sjö sið­fræði­lestr­ar (1991); Menn­ing og sjálf­­stæði (1994); Í skjóli heim­­spek­inn­ar (1995); Um­hverf­ing (1998) og Saga and Phi­losop­hy (1999). Síð­ast­liðin tvö ár birti hann sex bæk­ur um há­­skóla, stjórn­­­mál og nátt­úru: Ríkið og rök­­vísi stjórn­­­mála (2013); Nátt­úr­upæl­ing­ar (2014); Hugs­un­in stjórn­­ar heim­in­um (2014); Há­­skólapæl­ing­ar (2014); Vega­­nesti (2015) og A Crit­ique of Uni­versities (2015).

Auk þess er um þess­ar mund­ir verið að ganga frá tveim­ur bók­um Páls til prent­un­­ar, Pæl­ing­ar III og Merk­ing og til­­­gang­­ur.

Páll var sæmd­ur ridd­­ara­krossi Hinn­ar ís­­lensku fálka­orðu 1999.

Páll kvænt­ist Auði Þ. Birg­is­dótt­ur (f. 1945) hinn 14. ág­úst 1965 og eign­uð­ust þau þrjú börn.

Rit­stjórn Kjarnan sendir stór­fjöl­skyldu Páls sam­úð­ar­kveðj­ur.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sameina kraftana gegn frumvarpi ráðherra
Ellefu hagsmunasamtök hafa sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu.
Kjarninn 5. desember 2019
Kostnaður við starfslok Haraldar 57 milljónir
Það hefði kostað ríkissjóð meira að láta Harald Johannessen sitja áfram sem ríkislögreglustjóra en að gera við hann starfslokasamning, enda hefði hann þá fengið laun út skipunartíma sinn. Á móti hefði hann þurft að vinna.
Kjarninn 5. desember 2019
Heimsmarkmið SÞ um vernd hafsvæða nást ekki á Íslandi fyrir 2020
Samkvæmt umhverfis- og auðlindaráðherra verður heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um vernd hafsvæða ekki náð hér á landi fyrir lok árs 2020 og ekki heldur á heimsvísu.
Kjarninn 5. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja.
Björgólfur kallar umfjöllun fjölmiðla um Samherja „víðtæka árás“
Sitjandi forstjóri Samherja segir að þegar hafi verið sýnt fram á að „stór hluti þeirra ásakana sem settar hafi verið fram á hendur Samherja eigi ekki við rök að styðjast“. Þar eru ekki færð nein rök fyrir þessari staðhæfingu né lögð fram gögn.
Kjarninn 5. desember 2019
Bjarni Benediktsson,fjármála- og efnahagsráðherra.
Stóra skattkerfisbreyting ríkisstjórnarinnar samþykkt
Nýtt þriggja þrepa skattkerfi ríkisstjórnarinnar var samþykkt á Alþingi í gær þrátt fyrir skiptar skoðanir. Skattalækkun nýja kerfisins á að gagnast þeim tekjulágu mest en lækkunin á þó að skila sér til allra tekjutíunda.
Kjarninn 5. desember 2019
Auður Önnu Magnúsdóttir
Annað hvort eða?
Kjarninn 5. desember 2019
Fá þrjá mánuði til að upplýsa um raunverulega eigendur
Árum saman hefur það verið látið viðgangast á Íslandi að yfirvöld hafa ekki fengið að vita hverjir séu raunverulegir eigendur félaga sem hér stunda atvinnustarfsemi. Nú stendur til að flýta breytingum á þeirri stöðu.
Kjarninn 5. desember 2019
Neysla stúlkna á framhaldsskólastigi á orkudrykkjum fjórfaldast
Neysla barna og ungmenna á orkudrykkjum hefur aukist gríðarlega á síðustu tveimur árum. Matvælastofnun hefur óskað eftir því að nýsett áhættunefnd um matvæli meti áhættu af koffínneyslu ungmenna.
Kjarninn 5. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None